Innheimta skattskulda maka
Sérstök ábyrgðarregla gildir um greiðslu þing- og sveitarsjóðsgjalda. Reglan felur í sér að hjón og samskattað sambúðarfólk bera sjálfskuldarábyrgð á greiðslu þeirra þing-og sveitarsjóðsgjalda sem á þau eru lögð.
Samkvæmt reglunni er samskattaður maki ábyrgur fyrir greiðslu þing- og sveitarsjóðsgjalda. Ábyrgðin gildir um skuldir sem myndast á þeim árum sem samsköttun varir. Það hefur ekki áhrif á ábyrgðina þó samsköttun ljúki, ábyrgðin helst áfram vegna þeirra ára sem samsköttunin varði. Heimilt er að nota inneignir sem myndast á öðrum álagningarárum til greiðslu skuldarinnar.
Hafi annað hjóna/samsköttunaraðila greitt skattskuldir hins á greiðandinn lögvarinn endurkröfurétt á hendur aðalskuldara sem átti að greiða skuldina.