Nauðungarsala

Nauðungarsala er aðgerð til að koma eign í verð á opinberu uppboði til að greiða þær skuldir sem hvíla á eigninni.
Til þess að hægt sé að krefjast nauðungarsölu þarf krafa (skuld) að vera tryggð með veði í eigninni, lögveði eða veði fengið með fjárnámi, sjá 6. grein laga númer 90/1991, um nauðungarsölu.

Framkvæmd nauðungarsölu

Sýslumenn sjá um framkvæmd nauðungarsölu hver í sínu umdæmi. Þeir sem eiga kröfur með veði í eignum (fasteignum, skipum eða lausafé) í vanskilum geta sent beiðni um nauðungarsölu til sýslumanns.

Auglýsingar

Sýslumönnum er skylt að auglýsa uppboð í dagblöðum eða á annan samsvarandi hátt og tilkynna gerðarþola (þeim sem á eignina) hvar uppboð eiga að fara fram og á hvaða tíma. Fyrsta fyrirtaka er auglýst í Lögbirtingablaðinu, byrjun uppboðs og framhaldssala eru auglýst í dagblöðum, á vef sýslumanna eða á annan samsvarandi hátt (sjá 20. grein laga númer 90/1991 og 2. málsgrein 26. greinar laga númer 90/1991).

Auglýsingar um nauðungarsölur á vef sýslumanna

Nauðungarsala

Nokkuð mismunandi reglur gilda um framkvæmd nauðungarsölu eftir því hvaða eign er á uppboði en í öllum tilvikum er um að ræða kröfu sem tryggð er með veðréttindum í eigninni, fjárnámi eða lögveði.

  • Nauðungarsala á fasteignum, skipum og flugvélum (sjá IV. kafla laga númer 90/1991)
  • Nauðungarsala á bifreiðum (sjá X. og Xl. kafla laga númer 90/1991)
  • Nauðungarsala á lausafjármunum (sjá X. kafla og Xl. kafla laga númer 90/1991)

Nauðungarsala á fasteignum, skipum og loftförum

Nauðungarsala á bifreiðum

Nauðungarsala á lausafé

Lög og reglur


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum