Skuldajöfnuður
Í skuldajöfnuði felst að inneign gjaldanda í skattkerfinu er notuð til að greiða gjaldfallna kröfu.
Skilyrði:
Skilyrði þess að unnt sé að beita skuldajöfnuði um skattkröfur er að gjaldandi eigi inneign og sé á sama tíma sé til staðar gjaldfallin skuld við innheimtumenn ríkissjóðs.
Inneign gjaldanda hjá innheimtumanni ríkissjóðs getur stafað af lögbundnum endurgreiðslum úr skattkerfinu, til dæmis vaxtabætur, barnabætur og úrskurðaðar endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einnig getur inneign myndast við ofgreiðslur gjaldanda.
Innheimtumanni ríkissjóðs ber að skuldajafna og fer um forgangsröðun samkvæmt reglum nr. 797/2016 um forgangsröðun og skuldajöfnun skatta og gjalda. Greiðsla með skuldajöfnuði er þvinguð greiðsla og því hefur gjaldandi ekki forræði á því hvernig greiðslum með skuldajöfnuði er ráðstafað. Skuldajöfnuður rýfur ekki fyrningu kröfu.