Hlutverk Skattsins

Samfélaginu öllu til heilla

Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið.

Gildi Skattsins

Fagmennska - Framsækni - Samvinna


Skipurit Skattsins

Skipulag Skattsins gerir ráð fyrir fimm kjarnasviðum sem eru þjónustusvið, álagningarsvið, eftirlits- og rannsóknarsvið, innheimtu- og skráasvið og tollgæslusvið. 

Stoðsvið stofnunarinnar eru mannauður og fjármál, stafrænar umbætur og tæknimál, auk skrifstofu ríkisskattstjóra.

Lesa meira

Jafnréttisstefna Skattsins

Skatturinn hefur þá meginstefnu að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum allra innan embættisins óháð kyni.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum