Persónuverndarstefna Skattsins

Skatturinn gætir fyllstu varúðar við meðferð allra persónuupplýsinga. Öll vinnsla persónuupplýsinga hjá Skattinum skal vera í samræmi við grundvallarsjónarmið um persónuvernd og friðhelgi einkalífs sem fram koma í lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Jafnframt skal vinnsla persónuupplýsinga á tollgæslusviði embættisins auk skattrannsóknarstjóra vera í samræmi við lög nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Starfsmönnum Skattsins ber að vinna samkvæmt þeirri persónuverndarstefnu sem hér er sett.

Hér er unnt að fræðast um meðferð á persónuupplýsingum og um réttindi og skyldur þeim tengdum.

Á þjónustusíðu hvers einstaklings er að finna hvaða persónuupplýsingum Skatturinn býr yfir.

Hvaða persónuupplýsingar er unnið með hjá Skattinum?

Af hverju vinnur Skatturinn með persónuupplýsingar?

Hver er lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsingum hjá Skattinum?

Hvaðan fær Skatturinn persónuupplýsingarnar?

Hver hefur aðgang að persónuupplýsingunum?

Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt?

Hverjum afhendir Skatturinn persónuupplýsingar öðrum en viðkomandi einstaklingi?

Hversu lengi geymir Skatturinn persónuupplýsingar?

Hver er ábyrgðaraðili?

Réttur til aðgangs að upplýsingum?

Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi Skattsins hefur eftirlit með því að farið sé að gildandi lögum og reglum um persónuvernd. Fyrirspurnum, athugasemdum eða ábendingum sem varða vinnslu persónuupplýsinga er hægt að beina til persónuverndarfulltrúa með því að senda póst á netfangið; personuvernd@skatturinn.is

Kæruréttur til Persónuverndar

Heimilt er að beina kæru til Persónuverndar í þeim tilvikum að talið sé að meðferð Skattsins á persónuupplýsingum sé ekki í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald sem annast eftirlit með framkvæmd persónuverndarlaga. 

Upplýsingar um hvernig hafa má samband við Persónuvernd


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum