Skatturinn - skattar og gjöld
Fyrirsagnalisti
Vörum okkur á netsvikum
Þrjótar nýta annatíma þegar mikið er að gera til að reyna að svíkja fé af fólki. Það er mikilvægt að vera á varðbergi, vera gagnrýnin og læra að þekkja einkenni netsvika.
Svikatilraunir sem þessar eru oft sannfærandi og trúverðugleiki þekktra fyrirtækja og stofnana notaður til að blekkja.
Upplýsingar um persónuafslátt
Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum 16 ára og eldri. Hér má finna upplýsingar um fjárhæð persónuafsláttar, hvað skal gera þegar byrjað er í nýrri vinnu og hvernig færa á persónuafslátt á milli launagreiðenda.
Gera greiðsluáætlun og dreifa greiðslunum
Hægt er að dreifa greiðslum á lengra tímabil með því að gera greiðsluáætlun á mínum síðum á Ísland.is. Áætlunin er gerð til að létta greiðslubyrði og fresta innheimtuaðgerðum.
Fyrirtæki og einstaklingar geta samið um dreifingu skatta, virðisaukaskatts, gjalda og sekta.
