Skatturinn - skattar og gjöld
Fyrirsagnalisti
Kílómetragjald á öll ökutæki
Frá 1. janúar 2026 skal greiða kílómetragjald af öllum ökutækjum, óháð orkugjafa. Gjaldið ræðst af þyngd ökutækis.
Mikilvægt er að skrá kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða Ísland.is appinu.
Skattþrep og persónuafsláttur 2026
Skattþrep og persónuafsláttur eru meðal þess sem breyttist nú um áramót.
Persónuafsláttur hækkar í 869.898 kr. á ári eða 72.492 kr. á mánuði.
Vörum okkur á netsvikum
Þrjótar nýta annatíma þegar mikið er að gera til að reyna að svíkja fé af fólki. Það er mikilvægt að vera á varðbergi, vera gagnrýnin og læra að þekkja einkenni netsvika.
Svikatilraunir sem þessar eru oft sannfærandi og trúverðugleiki þekktra fyrirtækja og stofnana notaður til að blekkja.
