Lýsing á námskeiðum

Bókhaldsskylda – tekjuskráning og reikningaútgáfa

  • Hvaða lög gilda um bókhald – helstu lög og reglugerðir
  • Hverjir eru bókhaldsskyldir
  • Hver eru helstu bókhaldsgögn
  • Hvaða reglur gilda um tekjuskráningu og tekjuskráningargögn
  • Hvernig er form reikningseyðublaða og efni sölureikninga
  • Hvernig eru færslur á skattreikninga og innskattshæf gögn
  • Hvaða reglur gilda um sjóðvélar og notkun þeirra
  • Hvernig skal varðveislu bókhaldsgagna háttað

Rafræn skil

  • Hvernig á að sækja um veflykil (VSK og staðgreiðslu)
  • Skil á virðisaukaskattsskýrslum og skilagreinum staðgreiðslu
  • Aðrar aðgerðir sem hægt er að framkvæma á þjónustusíðunni t.d. að leiðrétta eða skoða eldri skil
  • Aðallykill og hvernig honum er breytt
  • Sameining veflykla undir aðallykil
  • Hvar er hægt er að skila skýrslum og skilagreinum úr bönkum, launabókhaldi og fjárhagsbókhaldi og á þjónustusíðunni

Skattskil vegna atvinnurekstrar

  • Útreikningur á staðgreiðslu
  • Reglur um reiknað endurgjald og tryggingagjald
  • Skattlagning atvinnurekstrar
  • Meginreglur um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi

Framtalsskil

  • Framtalsskil rekstraraðila, hvaða eyðublöðum rekstraraðilar eiga að skila inn og hvaða fylgigögnum með framtali
  • Skilamáti, á hvaða formi er hægt að skila skattframtölum (pappír/rafrænt)
  • Skilafrestir framtala
  • Kæruferlið, þ.e. kærufrestir og kæruleiðir eftir álagningu

Virðisaukaskattur

  • Hvað er virðisaukaskattur
  • Hver eru skatthlutföllin í virðisaukaskatti
  • Hverjir eru í virðisaukaskattsskyldri starfsemi
  • Hvernig er skráningarskyldu háttað
  • Hvað er skattverð
  • Hvaða reglur gilda um útskatt
  • Skattskyld velta og undanþegin
  • Hvaða reglur gilda um innskatt
  • Hvernig er uppgjöri og skilum háttað

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum