Saman mótum við nýja stofnun„...eina heild“

Sameining skattkerfisins 2010

Mynd af forsíðu greinarinnar eftir Gunnar KarlssonÞann 18. desember 2009 voru lögin um sameiningu níu skattstofa og ríkisskattstjóra í eitt embætti samþykkt á Alþingi. Lögin fólu í sér ákvörðun um greinda sameiningu og með því að gera landið að einu skattumdæmi frá og með 1. janúar 2010, en eins og áður hefur komið fram, þá var þetta liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr útgjöldum ríkisins með sameiningu og fækkun ráðuneyta og stofnana. Helstu rök fyrir sameiningunni voru aukin hagkvæmni og lækkun kostnaðar við rekstur skattkerfisins án þess að það bitnaði á þjónustu og afköstum skattyfirvalda.

Um Gunnar Karlsson

Gunnar Karlsson lauk kandídatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands í maí 1981. Hann var skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra frá 1. febrúar 1996 til 1. janúar 2010, þegar skattstofur landsins sameinuðust embætti ríkisskattstjóra, RSK. Hann tók þá við starfi sviðsstjóra einstaklingssviðs, síðar samskiptasviðs hjá RSK, með aðsetur á Akureyri og gegndi því starfi til starfsloka vegna aldurs frá og með 1. apríl 2022.

Gunnar lauk námi í hótelstjórn og rekstri árið 1975 frá Norsk Hotelhøgskole í Stavanger, starfaði lengi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, þar af í 14 ár sem hótelstjóri á Hótel KEA. Hann gegndi í 2 ár starfi framkvæmdastjóra hjá Kaffibrennslu Akureyrar hf. Gunnar starfaði sem lektor í hlutastarfi við Háskólann á Akureyri frá haustinu 1987, þegar háskólinn tók til starfa og gegndi því starfi, meðfram aðalstarfi sínu, til ársins 2007. Einnig starfaði hann sem stundakennari við Verkmenntaskólann á Akureyri í viðskipta- og hagfræðigreinum á árunum 1981 til 1987.

Lesa greinina

Sækja sem pdf-skjal


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum