Skattstjóratal
Fyrsta skattstofan tók til starfa í Reykjavík árið 1922 og var fyrsti skattstjórinn Einar Arnórsson. Á komandi áratugum voru stofnaðar skattstofur á stórum þéttbýlisstöðum vítt og breytt um landið. Árið 1962 var skattkerfið stokkað upp og embætti ríkisskattstjóra stofnað. Samhliða því voru sett á fót embætti skattstjóra eitt í hverju kjördæmi. Það var svo 1. janúar 2010 sem öll skattumdæmin voru sameinuð undir nafni ríkisskattstjóra. Hér að neðan er að finna yfirlit yfir alla þá sem gegnt hafa starfi skattstjóra, hvort sem er skattstjóra, ríkisskattstjóra eða skattrannsóknarstjóra.