Eyðublöð - tilkynningar
Áður en starfsemi hefst þarf að tilkynna um hana á þar til gerðum eyðublöðum. Þeir sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi þurfa að tilkynna um hana og þeir sem greiða laun eða reikna sér endurgjald þurfa að tilkynna um það. Sameiginleg tilkynning er fyrir virðisaukaskattsskrá og launagreiðendaskrá staðgreiðslu, RSK 5.02. Afskráning af virðisaukaskattsskrá og af launagreiðendaskrá er einnig gerð á sama eyðublaði, RSK 5.04.
Þeir sem skyldir eru til að halda eftir og skila staðgreiðslu skatts af vaxtatekjum þurfa að tilkynna það á eyðublaðinu RSK 5.30 og þeir sem eru skattskyldir til fjársýsluskatts eiga að tilkynna það á eyðublaðinu RSK 5.07.
Stofnskrá
RSK 5.02 | Tilkynning til skattyfirvalda, til launagreiðendaskrár staðgreiðslu og/eða virðisaukaskattsskrár. (Leiðbeiningar) | Útfyllanlegt |
RSK 5.04 | Tilkynning um afskráningu af launagreiðendaskrá staðgreiðslu og/eða virðisaukaskattsskrá. | Útfyllanlegt |
RSK 5.07 | Fjársýsluskattur - Tilkynning um skattskylda starfsemi. | Útfyllanlegt |
RSK 5.30 | Tilkynning til ríkisskattstjóra um skilaskyldu á staðgreiðslu af vaxtatekjum. |