Álagningarseðill og forsendur 2015

Ýmsar tölulegar upplýsingar um forsendur við skattlagningu lögaðila 2015, vegna rekstrarársins 2014. Fyrir neðan töfluna er nánar fjallað um hverjir bera skattinn og af hvaða stofni hann er reiknaður.

.

Forsendur álagningar 

Tekjuskattur í almennu þrepi (hlutafélög, einkahlutafélög o.fl.)    20%
Tekjuskattur í efra þrepi (sameignarfélög, dánarbú, þrotabú o.fl.)   36%
Tekjuskattur félaga í efra þrepi af fengnum arði frá hlutafélögum   20%
Skattur á fjármagnstekjur óskattskyldra lögaðila   20%
     
Tryggingagjald, almennt   7,59%
Tryggingagjald vegna sjómanna við fiskveiðar   8,24%
 Búnaðargjald   1,2%
 Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki   0,376%
 Viðbót við sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki   Ekki lagt á 2015
 Jöfnunargjald alþjónustu   0,10%
 Fjársýsluskattur    5,50%
 Sérstakur fjársýsluskattur    6%
     
 Útvarpsgjald kr.   17.800
 Hámarks gjaldfærsla á eignasamstæðum kr. 250.000
     

Tekjuskattur

Lögaðilar sem bera 20% tekjuskatt eru skráð hlutafélög og einkahlutafélög, samlagshlutafélög sem eru sjálfstæðir skattaðilar, gagnkvæm vátryggingar- og ábyrgðarfélög, kaupfélög, önnur samvinnufélög og samvinnufélagasambönd.

Lögaðilar sem bera 36% tekjuskatt eru samlagsfélög og sameignarfélög sem eru sjálfstæðir skattaðilar, samlög og samtök sem annast vinnslu eða sölu á framleiðsluvörum félagsaðila sinna og eru sjálfstæðir skattaðilar, dánarbú og þrotabú, svo og önnur félög, sjóðir og stofnanir, þ.m.t. sjálfseignarstofnanir. Þó ekki félög, sjóðir og stofnanir sem ekki reka atvinnu, lífeyrissjóðir og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem hafa heimild til að taka á móti iðgjöldum.

Lögaðilar sem bera 36% tekjuskatt greiða þó 20% tekjuskatt af fengnum arði frá hlutafélögum.

Tryggingagjald

Skattur á fjármagnstekjur

Óskattskyldir lögaðilar greiða 20% tekjuskatt af arði og söluhagnaði af hlutabréfum og af vaxtatekjum. Ekki er lagður fjármagnstekjuskattur á lögaðila í atvinnurekstri, enda eru fjármagnstekjur hluti af rekstrartekjum og mynda stofn til tekjuskatts.

Dæmi um óskattskyld félög: Skólar og fyrirtæki sveitarfélaga, tómstunda- og áhugamannafélög, íþróttafélög, húsfélög, stéttarfélög, styrktarsjóðir og líknarfélög. Einnig trúfélög og söfnuðir, vísinda-, menningar- og fræðslufélög, stjórnmálafélög, björgunarsveitir og dýraverndunarfélög.

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki

Skattstofninn er heildarskuldir umfram 50 milljarða króna, eins og þær eru tilgreindar á skattframtali.  Gjaldhlutfallið er 0,376%. Skattinn bera félög sem hafa fengið starfsleyfi sem viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki, og aðrir sem hafa fengið leyfi til að taka við innlánum. Jafnframt lagt á fjármálafyrirtæki í slitameðferð í árslok 2014.

Búnaðargjald

Gjaldstofninn er virðisaukaskattsskyld velta búvöru og tengdrar þjónustu hjá gjaldskyldum búvöruframleiðendum. Gjaldhlutfallið er 1,2%. Gjaldið bera búvöruframleiðendur sem falla undir landbúnað og skógrækt. Þó hvorki dýraveiðar og tengd þjónusta né þjónusta við jarðyrkju, búfjárrækt og skógrækt.

Jöfnunargjald alþjónustu

Gjaldstofninn er bókfærð velta af fjarskiptaþjónustu. Gjaldhlutfallið er 0,10%. Gjaldið bera fjarskiptafyrirtæki sem starfrækja fjarskiptanet eða þjónustu og rennur það í jöfnunarsjóð í vörslu Póst- og fjarskiptastofnunar.

Fjársýsluskattur

Fjármálafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki og tryggingafélög, auk Íbúðalánasjóðs, bera fjársýsluskatt. Skatturinn er 5,50% á tekjuárinu 2014 og stofninn eru allar tegundir launa og þóknana. Skattinum skal skila mánaðarlega í staðgreiðslu.

Sérstakur fjársýsluskattur

Þessi skattur er 6% viðbótar tekjuskattur á tekjuskattsstofn umfram 1.000 milljónir króna og er lagður á sömu aðila og bera fjársýsluskatt. Við útreikning skattstofns er ekki tekið tillit til samsköttunar eða yfirfæranlegs taps. Standa skal skil á mánaðarlegum fyrirframgreiðslum.

Staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Fjármagnstekjur eru hluti af rekstrartekjum lögaðila í atvinnurekstri og mynda stofn til tekjuskatts. Fjármagnstekjuskattur er því ekki lagður á skattskylda lögaðila.

Hins vegar er staðgreiðsla dregin af vaxtatekjum og arði lögaðila. Afdregin staðgreiðsla skal tilgreind á framtali og gengur til greiðslu opinberra gjalda sem lögð eru á lögaðila í atvinnurekstri.

Útvarpsgjald

Gjaldið er 17.800 kr. við álagningu á árinu 2015 og er lagt á skattskylda lögaðila, aðra en dánarbú og þrotabú. Lögaðilar sem undanþegnir eru skattskyldu samkvæmt 4. grein skattalaga eru einnig undanþegnir útvarpsgjaldi. Það eru t.d. ríkissjóður, sveitarfélög, alþjóðastofnanir, styrktar- og líknarfélög, lífeyrissjóðir og eftirlaunasjóðir.

Kærufrestur

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum