Skattar vegna fjármálaþjónustu

Fjársýsluskattur

Fjármálafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki og tryggingafélög bera fjársýsluskatt. Stofninn eru allar tegundir skattskyldra launa og þóknana og skal skila skattinum mánaðarlega í staðgreiðslu. Frá og með álagningu árið 2021 er Íbúðalánasjóður ekki lengur gjaldskyldur til fjársýsluskatts.

Sé um að ræða greiðslur til/vegna starfsmanna sem ekki teljast til skattskyldra launa eða hlunninda þeirra, s.s. samgöngugreiðslur sem uppfylla skilyrði þess að teljast ekki til skattskyldra tekna launþega, þá mynda þær greiðslur/kostnaður ekki stofn til tryggingagjalds eða fjársýsluskatts, enda séu uppfyllt öll skilyrði sem fram koma í lögum og eftir atvikum í skattmati.

Skatturinn er 5,50% á tekjuárinu 2024.

Ár Hlutfall
2024  5,50%
2023  5,50%
2022 5,50%
2021 5,50% 
2020 5,50% 
2019 5,50% 
2018 5,50% 
2017 5,50%
2016 5,50%
2015 5,50%
2014 5,50%
2013 6,75%
2012 5,45%

Nánari upplýsingar um fjársýsluskatt

Sérstakur fjársýsluskattur

Þessi skattur er 6% viðbótar tekjuskattur á tekjuskattsstofn (án tillits til samsköttunar og yfirfæranlegs taps) umfram 1.000 milljónir króna og er lagður á sömu aðila og bera fjársýsluskatt. Standa skal skil á mánaðarlegum fyrirframgreiðslum á tekjuárinu 2014 og síðar.

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki

Skylda til að greiða sérstakan skatt hvílir á fjármálafyrirtækjum sem hafa fengið starfsleyfi sem viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki og á öðrum þeim sem fengið hafa leyfi til að taka við innlánum.

Stofn skattsins eru heildarskuldir samkvæmt skattframtali, umfram 50 milljarða króna. Við álagningu 2014 og síðar leggst þessi skattur einnig á banka í slitameðferð.

Hlutfall sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki

Ár  Hlutfall 
 2024 0,145%
 2023 0,145%
 2022 0,145%
 2021 0,145% 
 2020 0,376%
 2019 0,376% 

Skatturinn var 0,376% við álagningu 2014 til og með 2020 (var áður 0,041%).

Viðbót við sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki

Við álagningu opinberra gjalda 2012 og 2013 var til viðbótar við sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki lagður á 0,0875% skattur. Skattstofninn var eftir sem áður heildarskuldir skv. skattframtali. Gjalddagi var 1. nóvember á gjaldári og fyrirframgreiðsla 1. nóvember á tekjuári.

Sérstakt gjald á lífeyrissjóði

Við álagningu opinberra gjalda 2012 var 0,0814% gjald lagt á lífeyrissjóði. Gjaldstofninn var hrein eign til greiðslu lífeyris. Gjalddagi var 1. nóvember. (Lífeyrissjóðir bera ekki fjársýsluskatta.)

Fyrirframgreiðsla vegna 2012 var 31. desember 2011.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Fjársýsluskattur – lög nr. 165/2011, um fjársýsluskatt

Sérstakt gjald á lífeyrissjóði – ákvæði til bráðabirgða XIV. í lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Sérstakur fjársýsluskattur – 3. mgr. 71. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki – lög nr. 155/2010, um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki

Viðbót við sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki – ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 155/2010, um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki

Annað

Tilkynning um fjársýsluskatt

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum