Skráning á virðisaukaskattsskrá

Tilkynning um starfsemi - Umsókn um VSK-númer

Tilkynna skal virðisaukaskattsskyldan atvinnurekstur til ríkisskattstjóra eigi síðar en átta dögum áður en starfsemi hefst. Tilkynnt er um starfsemina með rafrænum hætti á þjónustuvef Skattsins

Ríkisskattstjóri úthlutar virðisaukaskattsnúmeri (VSK-númeri) og sendir staðfestingu skráningar.

Athugið að aðili sem skráir sig á virðisaukaskattsskrá ber að jafnaði einnig að skrá sig á launagreiðendaskrá sé hann ekki skráður þar fyrir.

Opna tilkynningu til virðisaukaskattsskrár og launagreiðendaskrár

Innskráning á þjónustuvef er gerð með rafrænum skilríkjum hjá einstaklingum eða prókúruhafa félags. Einnig er hægt að nota veflykil til innskráningar.

Félög - aðalveflykill

Breyting á starfsemi

Tilkynna þarf um breytingar á starfsemi eigi síðar en átta dögum eftir að breyting á sér stað.

Dæmi um breytingar sem tilkynna þarf:

  • Breyting á tegund starfsemi
  • Breyting á heimilisfangi starfsstöðvar
  • Rekstur er seldur eða yfirtekinn. Þá lýkur starfsemi fyrri rekstraraðila og nýr tekur við.
  • Breytingar á reiknuðu endurgjaldi eða minnkun á starfshlutfalli.

Ef starfsemi fer ekki fram á skráðu lögheimili aðila þarf að tilkynna um heimilisfang starfsstöðvar þegar sótt er um skráningu. Einnig ber að tilkynna ef breyting verður á heimilisfangi starfsstöðvar.

Gerð er grein fyrir öllum breytingum á eyðublaði RSK 5.02 Tilkynningu til launagreiðenda- og virðisaukaskattsskrár.

Tilkynning um lok starfsemi - Loka VSK-númeri

Virðisaukaskattsskyldur aðili skal tilkynna ríkisskattstjóra um lok starfsemi. Tilkynningin skal gerð með eyðublaði RSK 5.04 ekki síðar en átta dögum fyrir lok starfseminnar.

Við lok starfsemi skal telja vörubirgðir, vélar, tæki og aðra rekstrarfjármuni til skattskyldrar veltu hvort sem þeir hafa verið seldir eða ekki og er meginreglan sú að miða skuli skattverð við gangverð þeirra verðmæta. Verðmæti rekstrarfjármuna skal einnig koma fram á eyðublaðinu. Tilgreina þarf framangreinda rekstrarfjármuni með veltu á virðisaukaskattsskýrslu á því uppgjörstímabili sem starfsemi lýkur.

Þegar aðili sem skráður er í ársskil á virðisaukaskatti lýkur starfsemi ber að skila virðisaukaskattsskýrslu fyrir þann hluta ársins sem liðinn er á næsta gjalddaga tveggja mánaða skila. Til dæmis ef starfsemi lýkur í júlí ber að skila skýrslu fyrir janúar-júlí á júlí-ágúst tímabilinu sem er með gjalddaga 5. október þar á eftir.

Skila þarf RSK 10.01 skýrslu á pappír í þessum tilvikum, skanna og undirrita hana og senda í tölvupósti á tölvupóstfangið skatturinn@skatturinn.is.

Leiðbeiningar um útfyllingu á RSK 5.02 og RSK 5.04

Upplýsingar sem þurfa að koma fram á tilkynningu RSK 5.02 um skráningu og endurskráningu

Upplýsingar sem þurfa að koma fram á tilkynningu RSK 5.04 um afskráningu

Fyrirfram skráning

Sé rekstur á þróunar- eða undirbúningsstigi þar sem fjárfesting er veruleg og tekjur munu ekki skila sér þegar á fyrstu uppgjörstímabilum er hægt að sækja um fyrirfram skráningu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Tímabil fyrirfram skráningar

Skilyrði fyrirfram skráningar

Umsókn og nauðsynleg fylgigögn

  • Viðskiptaáætlun, sem nær til þess tíma sem áætlað er að verkefnið skili hagnaði.
  • Upplýsingar um í hvaða varanlegu rekstrarfjármunum eða vörubirgðum er verið að fjárfesta (þ.m.t. fasteignir og ræktun)
    Hér þarf einnig að veita upplýsingar um hvernig þær fjárfestingar varða sölu á virðisaukaskattsskyldri vöru vinnu eða þjónustu.
  • Staðfesting með gögnum að fyrirsjáanlegt sé að starfsemin muni skila tekjum t.d. með samningi um vilyrði fyrir kaupum á vöru.
  • Staðfesting á að verkefnið hafi verið fjármagnað.

Ríkisskattstjóri áskilur sér rétt til þess að óska eftir frekari gögnum sé þeirra þörf til að meta skilyrði til skráningar.

Uppfylli aðili ekki öll skilyrðin er möguleiki að leggja fram tryggingu í formi skilyrðislausrar sjálfskuldarábyrgðar banka.

Umsókn um fyrirfram skráningu skal senda í tölvupósti til Skattsins á skatturinn@skatturinn.is.

Framlenging fyrirfram skráningar

Sérstök skráning vegna byggingar atvinnuhúsnæðis til leigu eða sölu

Við byggingu fasteignar á eigin lóð eða leigulóð og sölu hennar til aðila sem skráður er á virðisaukaskattsskrá er hægt að sækja um sérstaka skráningu til ríkisskattstjóra.

Ef byggingaraðili er ekki kominn með kaupanda eða leigutaka fyrir öllu rýminu er möguleiki að leggja fram tryggingu fyrir áætluðum virðisaukaskatti af byggingarkostnaði í formi skilyrðislausrar sjálfskuldarábyrgðar banka.

Einnig er möguleiki að sækja um sérstaka skráningu samhliða frjálsri skráningu, þ.e. að leiga með virðisaukaskatti. Nánari skilyrði má sjá hér að neðan.

Aðeins er hægt að fá sérstaka skráningu vegna byggingar atvinnuhúsnæðis.

Gögn og upplýsingar sem þurfa að fylgja með umsókn um sérstaka skráningu

Nauðsynlegar upplýsingar

Byggingaraðili hefur þegar selt eignina

Byggingaraðili hefur ekki selt eignina

Byggingaraðili ætlar að leigja út atvinnurekstrarhúsnæði

Skilyrði fyrir niðurfellingu ábyrgðar


Senda þarf umsókn ásamt ofangreindum gögnum í tölvupósti á skatturinn@skatturinn.is.

Frjáls skráning vegna langtímaleigu fasteigna í atvinnuskyni

Sá sem í atvinnuskyni leigir fasteign eða hluta fasteignar getur sótt um frjálsa skráningu til ríkisskattstjóra. Frjáls skráning getur ekki tekið til húsnæðis sem nýtt er að öllu leyti eða að hluta sem íbúðarhúsnæði.

Upplýsingar með umsókn um frjálsa skráningu

Gögn með umsókn um frjálsa skráningu

Breyting á frjálsri skráningu

Ef að það er nýr leigutaki í atvinnuhúsnæði sem skráð er frjálsri skráningu þarf að tilkynna um það til Skattsins með uppfærðum gögnum þ.e. leggja fram nýja leigusamninga og þinglýstar yfirlýsingar leigutaka fyrir frjálsri skráningu.

Við eigendaskipti á atvinnuhúsnæði sem skráð er frjálsri skráningu þarf að leggja fram gögn til sönnunar á aðilaskiptum á leigusamningi t.d. kaupsamning.

Framangreind gögn skal senda til Skattsins í tölvupósti á tölvupóstfangið skatturinn@skatturinn.is.

Samskráning hlutafélaga/einkahlutafélaga

Ríkisskattstjóri getur heimilað að tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög, verði samskráð. Með samskráningu er öllum innheimtum virðisaukaskatti móður- og dótturfélaga innan samstæðunnar skilað í nafni móðurfélagsins í stað hvers og eins félags.

Skilyrði samskráningar

Umsókn um samskráningu og gögn með umsókn

Slit á samskráningu


Umsókn um skráningu ásamt upplýsingum og gögnum skal senda á netfangið skatturinn@skatturinn.is.


Afturvirk skráning

Gjaldþrot - þrotabú

Góðgerðarstarfsemi

Umboðsmaður erlendra aðila

Einföld skráning (VOES)

Aðilar undanþegnir skráningarskyldu

Ítarefni

Leiðbeiningar

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum