Barnabótaauki
Barnabótaauki 2022
Barnabótaauki að fjárhæð 20.000 með hverju barni var greiddur þann 1. júlí 2022 til þeirra sem fengu ákvarðaðar barnabætur við álagningu einstaklinga 2022. Fjárhæðin skiptist jafnt milli hjóna og sambúðarfólks.
Sérstökum barnabótaauka verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga
Nánari upplýsingar um barnabætur
Barnabótaauki 2021
Framfærandi
Sérstakur barnabótaauki var greiddur til þeirra sem töldust framfærendur barna samkvæmt skilgreiningu í A-lið 68. gr. tekjuskattslaga. Við ákvörðun þess hver telst framfærandi barns er fyrst og fremst litið til þess hjá hverjum barnið er skráð til heimilis í árslok samkvæmt Þjóðskrá og skiptir ekki máli þótt barnið hafi ekki verið á framfæri hans allt árið. Sá sem greiðir meðlag með barni telst ekki framfærandi í þessu sambandi.
Skerðingar og skuldajöfnun
Sérstakur barnabótaauki telst ekki til skattskyldra tekna og skerðir ekki aðrar greiðslur. Honum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.