Almenn heimild til nýtingar séreignar

.

Almennt

Heimilt er að nýta séreignarsparnað skattfrjálst vegna kaupa á íbúð til eigin nota. Nýting séreignarsparnaðar vegna kaupa á fasteign getur verið tvenns konar:

  • Greiða viðbótariðgjald mánaðarlega inn á lánið
    Skilyrði er að lánið sé tryggt með veði og hafi verið tekið til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota umsækjanda. Umsókn um að greiða mánaðarlega inn á lán gildir aðeins frá þeim tíma sem hún berst.
  • Taka út uppsafnaðan séreignarsparnað við kaup á fasteign
    Fasteignin þarf ekki að vera fyrsta eign umsækjanda. Aðeins er hægt að taka út viðbótariðgjald sem hefur safnast á meðan umsækjandi eða maki eru ekki skráðir eigendur fasteignar.

Sótt er um að nýta þessi úrræði, ráðstöfun inn á lán eða útgreiðslu á uppsöfnuðum viðbótariðgjöldum með því að skila umsókn í gegnum leidretting.is. Hægt er að sækja um annað þessara úrræða eða bæði.

Opna umsókn um nýtingu séreignarsparnaðar

Annað úrræði fyrir fyrstu kaupendur

Annað úrræði stendur þeim til boða sem eru að kaupa sínu fyrstu íbúð og vilja taka út uppsafnaðan séreignarsparnað eða ráðstafa inn á lán.
Lesa nánar um stuðning við kaup á fyrstu íbúð

Nýting séreignar með almenna úrræðinu

Umsækjandi

Öflun íbúðar til eigin nota

Séreignarsparnaður sem heimilt er að nýta

Hámarksheimild árs

Full nýting eða takmörkuð nýting

Nánar um mánaðarlega ráðstöfun inn á lán

Einstaklingur sem greiðir viðbótariðgjald til séreignarsjóðs getur sótt um að mánaðarlegum greiðslum til séreignarsjóðsins sé ráðstafað áfram inn á fasteignaveðlán sem var tekið til öflunar íbúðar til eigin nota. 

Umsókn um nýtingu séreignar inn á lán tekur aðeins til séreignar sem greidd er eftir að umsókn berst.

Leiðbeiningar um umsóknarferli

Sótt er um mánaðarlega greiðslu séreignarsparnaðar inn á lán á leidretting.is.

Eftir að umsækjandi hefur skráð sig inn velur hann „Séreignarsparnaður“ og þar undir „ráðstöfun séreignarsparnaðar“.

Skref 1 af 3

Skref 2 af 3

Skref 3 af 3

Breytingar á umsókn

Ef einhverjar breytingar verða á meðan úrræðið er virkt þá þarf umsækjandi að tilkynna Skattinum um það með því að fara inn í umsóknina og velja „breyta umsókn“. Þetta geta verið breytingar á séreignarsjóði, láni eða hjúskaparstöðu. 

Breytingar á umsókn taka aðeins gildi frá þeim tíma sem þær berast Skattinum í gegnum rafrænt umsóknarferli á leidretting.is.

Breyta þarf umsókn maka sérstaklega

Ráðstafa séreign inn á nýtt lán

Ráðstafa séreign úr nýjum sjóði

Hætta ráðstöfun

Inn á hvaða lán má greiða?

Heimilt er að ráðstafa séreignarsparnaði mánaðarlega inn á fasteignaveðlán sem voru tekin vegna öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota fyrir umsækjanda. Skilyrði sem lánið þarf að uppfylla eru því tvíþætt.

Fasteignaveðlán

Íbúð til eigin nota

Nýtt lán/Endurfjármögnun

Mánaðarlegar greiðslur inn á lán virðast hafa hætt?

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að mánaðarlegar ráðstafanir falla niður. Hér er farið yfir helstu ástæður þess hvers vegna greiðslur hætta að berast inn á lán, og hvernig hefja megi greiðslur aftur.

Láni hefur verið hafnað af lánastofnun

Umsækjandi er kominn upp í hámarksnýtingu ársins 

Umsækjandi var að skipta um vinnu

Ráðstöfun var ekki framlengd

Nánar um útgreiðslu uppsafnaðs viðbótariðgjalds

Sá sem kaupir íbúðarhúsnæði til eigin nota á tímabilinu 1. júlí 2014 – 31. desember 2025 getur átt rétt á að taka út inneign í séreignarlífeyrissjóði skattfrjálst. Sótt er um útgreiðslu uppsafnaðs séreignarsparnaðar vegna kaupa í gegnum leidretting.is.

Umsækjandi þarf að vera orðinn þinglýstur eigandi fasteignarinnar þegar sótt er um. Úrræðið fellur úr lögum 31. desember 2025 og því þarf umsókn að hafa borist fyrir þann tíma.

Öflun íbúðar til eigin nota

Tímabil sem heimilt er að nýta

Leiðbeiningar vegna umsóknar um útgreiðslu séreignar

Sótt er um úttekt séreignarsparnaðar vegna kaupa á fasteign í gegnum leidretting.is. Þar skráir umsækjandi sig inn, velur „séreignarsparnaður“ og þar undir „útgreiðsla séreignarsparnaðar“.

Þrep 1 af 4

Þrep 2 af 4

Þrep 3 af 4

Þrep 4 af 4

.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum