2007

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 147/2007

6.6.2007

 

Skattaðili X ehf. og Y ehf.

Verknaðarlýsing: A, sem stjórnarmanni og daglegum stjórnanda X ehf. og sem stjórnarmanni og daglegum stjórnanda Y ehf. og B sem skráðum framkvæmdastjóra og prókúruhafa Y ehf. var gefið að sök eftirfarandi:

 Brot vegna rekstrar X ehf.:

A var gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna X ehf. vegna greiðslutímabilanna nóvember og desember rekstrarárið 2002. Þá var A gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni ríkissjóðs á lögmæltum tíma skil á skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda vegna framangreindra greiðslutímabila. Nam fjárhæðin samtals kr. 77.080.

 Þá var A gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri X ehf., vegna uppgjörstímabilanna nóvember-desember rekstrarárið 2001 og janúar-febrúar og mars-apríl rekstrarárið 2004. Eins var A gefið a sök að hafa vanrækt að standa á lögmæltum tíma skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna framangreindra uppgjörstímabila. Nam fjárhæðin samtals kr. 358.134.

 Brot vegna rekstrar Y ehf.:

A og B var gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna Y ehf., vegna greiðslutímabilanna mars til og með október rekstrarárið 2003. Þá var A og B gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni ríkissjóðs, á lögmæltum tíma, skil á skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilanna mars, apríl, maí og ágúst rekstrarárið 2003. Nam fjárhæðin samtals kr. 836.531.

 Eins var A og B gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri Y ehf. vegna uppgjörstímabilanna maí-júní og júlí-ágúst rekstrarárið 2003. Þá var A og B gefið að sök að hafa vanrækt að standa, á lögmæltum tíma skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna framangreindra uppgjörstímabila. Nam fjárhæðin samtals kr. 345.592.

Niðurstaða: Háttsemin þótti sönnuð. Lækkunarákvæði laga nr. 42/1995 þóttu eiga við.

Brotin varða við: 1. og 2. mgr. 20. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með áorðnum breytingum, sbr. 2. mgr. 30. gr. sömu laga.

2. mgr., sbr. 9. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, með áorðnum breytingum.

1. mgr. 15. gr. og 1. og 2. mgr. 24. gr., sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum.

1. mgr., sbr. 8. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum.

Úrskurðuð sekt: A gert að greiða sekt að fjárhæð kr. 100.000 til ríkissjóðs. B gert að greiða sekt að fjárhæð kr. 60.000 til ríkissjóðs.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum