2007

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 150/2007

6.6.2007

 

Skattaðili: A.

 Verknaðarlýsing: A var gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í sjálfstæðri starfsemi hans vegna uppgjörstímabilanna mars-apríl, maí-júní, september-október og nóvember-desember tekjuárið 2000, frá janúar-febrúar til og með nóvember-desember tekjuárið 2001 og frá janúar-febrúar, mars-apríl, júlí-ágúst og nóvember-desember 2001. Þá var A gefið að sök að hafa vanrækt að standa skil á virðisaukaskattsskýrslum á lögmæltum tíma vegna framangreindra uppgjörstímabila. Nam fjárhæðin samtals kr. 4.730.890.

Niðurstaða: Háttsemin þótti sönnuð. Lækkunarákvæði laga nr. 134/2005 þótti eiga við að hluta.

Það hafði ekki áhrif á niðurstöðu málsins að A hafði fengið greiddar barnabætur úr ríkissjóðs sem ráðstafaði hafði verið til greiðslu skattskulda hans. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna vaxta- og barnabóta voru dregnar frá greiðslum inn á skattskuldir skattaðila.

Brotin varða við: 1. mgr. 15. gr. og 1. og 2. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum, sbr. 1. mgr. 40. gr. sömu laga.

Úrskurðuð sekt: A gert að greiða sekt að fjárhæð kr. 2.750.000 til ríkissjóðs.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum