2008

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 276/2008

19.11.2008

 

Skattaðili A

Verknaðarlýsing: A var gefið að sök að hafa vanrækt að standa skattstjóranum í Reykjanesumdæmi skil á skattframtölum og fylgigögnum þeirra vegna álagningar opinberra gjalda gjaldárin 2006 og 2007, vegna rekstraráranna 2005 og 2006 og með því vanrækt að gera grein fyrir rekstrartekjum samtals kr. 6.570.780, sem til voru komnar vegna starfa A við þjónustu tölvu- og rafkerfa. Skattstjóri áætlaði ekki tekjuskatts- og útsvarsstofn A þar sem hann var ranglega skráður búsettur í öðru landi á umræddum árum.

 Þá var A gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum til skattstjórans í Reykjanesumdæmi vegna uppgjörstímabilanna janúar-febrúar, mars-apríl og maí-júní rekstrarárið 2005 og að hafa vanrækt að standa skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna uppgjörstímabilanna júlí-ágúst, september-október og nóvember-desember rekstrarárið 2005 og allra uppgjörstímabila rekstrarársins 2006 vegna verktakastarfsemi sinnar. Nam vanframtalin skattskyld velta samtals kr. 6.312.458 og vanframtalinn útskattur samtals kr. 1.546.552. Offramtalinn innskattur nam samtals kr. 55.418.

 Niðurstaða: Málinu vísað frá yfirskattanefnd þar sem afstaða gjaldanda til málsmeðferðar fyrir yfirskattanefnd lá ekki fyrir, sbr. 2. mgr. 31. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 50/1988,um virðisaukaskatt.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum