2008

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 289/2008

10.12.2008

Skattaðili X ehf.

Verknaðarlýsing: A, sem stjórnarmanni og framkvæmdastjóra X ehf., var gefið að sök að hafa vanrækt að standa skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra á lögmæltum tíma skil á skattframtali og fylgigögnum þess fyrir hönd X ehf., vegna álagningar opinberra gjalda gjaldárið 2005, vegna rekstrarársins 2004, og með því vanrækt að gera grein fyrir rekstrartekjum félagsins, samtals kr. 18.439.849. Möguleg rekstrargjöld hjá félaginu vegna rekstrarársins 2004 námu kr. 19.545.035.

 Þá var A gefið að sök að hafa vanrækt að standa skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra á lögmæltum tíma skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna virðisaukaskattsskyldrar starfsemi X ehf. vegna uppgjörstímabilanna september-október og nóvember-desember rekstrarárið 2004 og janúar-febrúar, mars-apríl og maí-júní rekstrarárið 2005 og vanframtelja með því skattskylda veltu og virðisaukaskatt (útskatt) vegna starfsemi félagsins. Nam vanframtalin skattskyld velta kr. 33.647.419. Nam vanframtalinn útskattur kr. 8.246.018. Mögulegur innskattur nam kr. 1.587.017.

Niðurstaða: Engir annmarkar voru á tekjuskráningargögnum X ehf. og tekjuskráningu eða grundvelli skattskila félagsins. Þá hafði ríkisskattstjóri ekki talið ástæðu til endurákvörðunar á opinberum gjöldum félagsins gjaldárið 2005 eða virðisaukaskatti í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins. Skýringar gjaldanda á seinum framtalsskilum höfðu ekki verið nægilega rannsakaðar af skattrannsóknarstjóra ríkisins. Gjaldandi stóð skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna tveggja uppgjörstímabila daginn áður en rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins var sannanlega tilkynnt honum.

Brotin varða við: 6. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 og 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995.

Úrskurðuð sekt: Gjaldanda ekki gerð sekt í málinu.

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum