Úrskurður yfirskattanefndar nr. 254/2008
Skattaðili: X ehf.
Verknaðarlýsing: A, sem stjórnarmanni og prókúruhafa X ehf., og B, sem daglegum stjórnanda X ehf., var gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna X ehf., vegna greiðslutímabilanna janúar til og með desember rekstrarárið 2006 og febrúar og mars rekstrarárið 2007. Þá var A og B gefið að sök að hafa vanrækt að standa skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilanna janúar og júlí rekstrarárið 2006 og febrúar og mars rekstrarárið 2007 á lögmæltum tíma. Nam vangoldin afdregin skilaskyld staðgreiðsla opinberra gjalda launamanna X ehf. samtals kr. 6.318.969.
Niðurstaða: Málinu vísað frá yfirskattanefnd þar sem afstaða gjaldanda til málsmeðferðar fyrir yfirskattanefnd lá ekki fyrir, sbr. 2. mgr. 31. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Brotin varða við: 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda með áorðnum breytingum.