2009

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 301/2009

25.11.2009

Skattaðili A.

Verknaðarlýsing: A var gefið að sök að hafa staðið skattstjóranum í Reykjanesumdæmi skil á efnislega röngum skattframtölum vegna álagningar opinberra gjalda gjaldárin 2001, 2002 og 2003, vegna rekstraráranna 2000, 2001 og 2002. Vanframtaldar rekstrartekjur vegna sjálfstæðrar starfsemi A námu samtals kr. 15.889.463. Offramtalin rekstrargjöld vegna tilhæfulausra sölureikninga námu samtals kr. 2.380.000.

Eins var A gefið að sök að hafa staðið skattstjóranum í Reykjanesumdæmi skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum vegna uppgjörstímabilanna september – október og nóvember – desember tekjuárið 2001 og janúar – febrúar, mars – apríl og júlí – ágúst tekjuárið 2002. Vanframtalin skattskyld velta nemur samtals kr. 11.993.727 og vanframtalinn útskattur kr. 2.938.464. Offramtalinn innskattur nemur samtals kr. 583.100.

Niðurstaða: Háttsemin vegna brota á lögum um tekjuskatt vegna vanframtalinna rekstrartekna og vegna brota á lögum um virðisaukaskatt vegna vanframtalinnar skattskyldrar veltu og útskatts þótti sönnuð. Gjaldanda var ekki gerð sekt vegna meintra offramtalinna rekstrargjalda og meints offramtalins innskatts. Við ákvörðun á fjárhæð sektar var litið til dráttar á meðferð málsins án þess að gjaldanda yrði um kennt.

Brotin varða við: 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með áorðnum breytingum. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum.

Úrskurðuð sekt: A gert að greiða sekt að fjárhæð kr. 5.700.000 til ríkissjóðs og kr. 1.450.000 til bæjarsjóðs Garðabæjar.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum