2010

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 325/2010

10.11.2010

Skattaðili: A.

Verknaðarlýsing: A var gefið að sök að hafa vanrækt að standa skattstjóranum í Reykjavík skil á virðisaukaskattskýrslum vegna virðisaukaskattskyldrar starfssemi sinnar vegna allra uppgjörstímabila rekstraráranna 2005, 2006 og 2007. Vanframtalin skattskyld velta nam 17.915.284 og vanframtalinn útskattur nam 4.389.233.

Niðurstaða: Háttsemin þótti sönnuð. Í skýrslutöku bar A að einn sölureikninganna hafi verið vegna endurgreiðslu láns frá A, að fjárhæð 544.687. Skattrannsóknarstjóri hafnaði þeirri skýringu A og einnig yfirskattanefnd þar sem reikningurinn var á engan hátt frábrugðinn öðrum sölureikningum A og bar með sér að vera vegna útseldrar vinnu og á honum var tilgreindur virðisaukaskattur. Undantekning frá fésektarlágmarki sbr. lög nr. 134/2005 tók ekki til þessa máls.

 Brotin varða við: 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum.

 Úrskurðuð sekt: A var gert að greiða sekt að fjárhæð 8.300.000 kr. til ríkissjóðs.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum