2010

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 324/2010

10.11.2010

Skattaðili: X ehf. (nú þrotabú).

 Verknaðarlýsing: A, sem fyrrum stjórnarmanni, framkvæmdastjóra og prókúruhafa X ehf. frá júní 2007 til ársloka 2008 var gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilanna júlí, október, nóvember og desember rekstrarárið 2007. A var einnig gefið að sök að hafa vanrækt að standa skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu vegna greiðslutímabilanna júlí, október og desember rekstrarárið 2007 á lögmæltum tíma.

B sem daglegum stjórnanda með prókúru á árinu 2008 og stjórnarmanni og prókúruhafa frá mars 2008 var gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni skil á afdreginni staðgreiðslu launamanna X ehf. vegna greiðslutímabilanna janúar til og með júlí rekstrarárið 2008. B var einnig gefið að sök að hafa vanrækt að standa skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu vegna greiðslutímabilanna janúar, apríl, maí og júní rekstrarárið 2008 á lögmæltum tíma.

Vongoldin afdregin skilaskuld staðgreiðsla opinberra gjalda nam 9.674.092 kr.

 B var einnig gefið að sök að hafa vanrækt að standa innheimtumanni skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri X ehf. vegna uppgjörstímabilsins maí-júní rekstrarárið 2008 og að hafa vanrækt að standa skil á virðisaukaskattsskýrslu vegna sama tímabils á lögmæltum tíma. Vangoldinn innheimtur virðisaukaskattur vegna tímabilsins nam 112.369 kr.

 Niðurstaða: Háttsemi B þótti sönnuð. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra voru greiðslur til innheimtumanns ekki sundurliðaðar með hliðsjón af því að fleiri en einn aðili voru taldir bera refsiábyrgð vegna vanrækslu á skilum staðgreiðslu vegna aðgreindra tímabila. Því voru ekki taldar forsendur til annars en að líta til allra greiðslna sem gerð var grein fyrir í skýrslu skattrannsóknarstjóra. Undantekning frá fésektarlágmarki sem mælt er fyrr í lögum nr. 134/2005 tók til staðgreiðslu að fjárhæð 829.130 kr. og til virðisaukaskatts að öllu leiti. Lágmarksákvæði 2. mgr. 30. gr. laga 45/1987 tók til staðgreiðslu að fjárhæð 4.804.868 kr.

 Brotin varða við: 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt með áorðnum breytingum. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda með áorðnum breytingum.

 Úrskurðuð sekt: B var gert að greiða sekt að fjárhæð 9.200.000  kr. til ríkissjóðs.

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum