2010

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 299/2010

13.10.2010

Skattaðili: X ehf. (nú þrotabú).

 Verknaðarlýsing: A, sem fyrrum stjórnarmanni, framkvæmdastjóra og prókúruhafa X ehf. var gefið að sök að hafa vanrækt að standa skattstjóranum í Reykjavík skil á virðisaukaskattskýrslum vegna virðisaukaskattskyldrar starfsemi X ehf. vegna uppgjörstímabilanna janúar-febrúar til og með nóvember-desember rekstrarárið 2007.

 Nam vanframtalin skattskyld velta 48.357.820 kr. og vanframtalinn útskattur samtals 11.847.687. Mögulegur innskattur nam 5.538.523 kr.

 Niðurstaða: A bar í skýrslutöku að ákveðnir sölureikningar X ehf. væru tapaðar kröfur. Ekki var tekið tillit til þess í niðurstöðu skýrslu skattrannsóknarstjóra. Yfirskattanefnd tók hins vegar tillit til þessara skýringa A þar sem skattrannsóknarstjóri hafði ekki sýnt fram á að þessir reikningar hefði fengist greiddir. Var því byggt á útskatti að fjárhæð 11.258.510 kr. Að öðru leiti var byggt á skýrslu skattrannsóknarstjóra.

 Brotin varða við: 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt með áorðnum breytingum.

 Úrskurðuð sekt: A var gert að greiða sekt að fjárhæð 10.800.000 kr. til ríkissjóðs.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum