Breytingar og slit
Breytingar á skráningu hjá fyrirtækjaskrá, eins og breytingar á stjórn, framkvæmdastjóra eða heimilisfangi, þarf að tilkynna innan mánaðar frá því að ákvörðun var tekin, til dæmis á hluthafafundi eða stjórnarfundi.
Undantekningar frá þessum fresti eru til – t.d. má tilkynna hlutafjáraukningu allt að ári síðar, en hlutafjárlækkun þarf að tilkynna strax ef hún er vegna taps.
-
Tilkynningar má senda í tölvupósti á fyrirtaekjaskra@skatturinn.is
-
Ekki þarf að skila frumritum – skannað afrit dugar.
-
Mikilvægt er að greiðsla fylgi eða fylgi kvittun fyrir greiðslu.
Afgreiðslutími er yfirleitt 10–12 virkir dagar, ef öll gögn eru í lagi.
