Vanskilakröfur
Gjöld sem ekki hafa verið greidd á gjalddaga eru vanskilakröfur (skuldir). Innheimtumanni ríkissjóðs er skylt að innheimta allar kröfur. Það frestar ekki íþyngjandi vanskilaúrræðum þótt skattskýrslu hafi ekki verið skilað eða skattálagning verið kærð.
Lesa meiraGreiðsluáætlanir
Með greiðsluáætlun eru vanskil innheimt á lengri tíma og því léttist greiðslubyrði gjaldanda. Hagsmunum ríkissjóðs er einnig þjónað þar sem undirskrift greiðsluáætlunar rýfur fyrningu kröfunnar.
Lesa meiraLaunaafdráttur
Vinnuveitanda er skylt að halda eftir af launum gjaldanda sé þess krafist af innheimtumanni ríkissjóðs. Heimild er til að ganga á vinnuveitanda ef ekki er brugðist við kröfum innheimtumanns.
Lesa meiraFerill fjárnáms
Fimmtán dögum eftir birtingu greiðsluáskorunar í blöðum eða með stefnuvotti er innheimtumanni heimilt að senda sýslumanni fjárnámsbeiðni hafi gjaldandi ekki greitt kröfuna að fullu.
Lesa meira