Reiknað endurgjald 2006

Viðmiðunarfjárhæðir

Viðmiðunarreglur um reiknað endurgjald eru settar árlega nú af ríkisskattstjóra og birtar í B-deild Stjórnartíðinda. Á staðgreiðsluárinu 2006 voru reglurnar settar af fjármálaráðherra. Reglurnar voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda hinn 28. desember 2005 sem auglýsing nr. 1196/2005. Viðmiðunarreglum um reiknað endurgjald er skipt upp eftir starfaflokkum A-H. Fjárhæðirnar eru lágmarksviðmiðun og taka mið af almennum taxtalaunum þannig að ef greidd eru einhvers konar hlunnindi til viðbótar, t.d. bifreiðahlunnindi, þá skulu þau metin samkvæmt skattmatsreglum og bætast við fjárhæðir samkvæmt viðkomandi viðmiðunarflokki. 

Flokkur A. Sérfræðiþjónusta

Flokkur B. Almenn starfsemi, iðnaður, verslun, útgerð og þjónusta

Flokkur C. Fjölmiðlun, listamenn, skemmtikraftar, útgefendur, sérhæfð sölustarfsemi eða þjónusta o.fl.

Flokkur D. Iðnaðarmenn

Flokkur E. Ýmis starfsemi einyrkja, ófaglærðra og vélstjórnenda

Flokkur F. Sjómennska

Flokkur G. Landbúnaður

Flokkur H. Makar og börn

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?