Reiknað endurgjald 2010

Viðmiðunarfjárhæðir

Viðmiðunarreglur um reiknað endurgjald eru settar árlega nú af ríkisskattstjóra og birtar í B-deild Stjórnartíðinda. Á staðgreiðsluárinu 2010 voru reglurnar settar af fjármálaráðherra. Reglurnar voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda hinn 30. desember 2009 sem auglýsing nr. 1090/2009. Viðmiðunarreglum um reiknað endurgjald er skipt upp eftir starfaflokkum A-H. Fjárhæðirnar eru  lágmarksviðmiðun og taka mið af almennum taxtalaunum þannig að ef greidd eru einhvers konar hlunnindi til viðbótar, t.d. bifreiðahlunnindi, þá skulu þau metin samkvæmt skattmatsreglum og bætast við fjárhæðir samkvæmt viðkomandi viðmiðunarflokki. 

Flokkur A. Sérfræðiþjónusta

Til flokks A teljast sérmenntaðir menn vegna starfa í sérgrein sinni og/eða stjórnunarstarfa á þeim vettvangi, svo sem lyfjafræðingar, læknar, tannlæknar, lögfræðingar, löggiltir endurskoðendur, verkfræðingar, ráðgjafar og aðrir sérfræðingar, m.a. á tölvusviði, í fjármálaráðgjöf og verðbréfaviðskiptum. Flokkurinn skiptist í fimm undirflokka eftir umfangi og eðli rekstrarins.

Deili tveir eða fleiri menn sem undir reglur þessar falla með sér stjórnun á rekstrinum skal reiknað endurgjald þeirra fara eftir flokki A(1) til A(4) miðað við að fjölda starfsmanna að þeim meðtöldum sé deilt á þá.

Flokkur A(1)

Sérfræðingur sem jafnframt stýrir rekstri þar sem starfa með honum fleiri en fimmtán starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum fleiri en fimmtán manna.

Mánaðarlaun   725.000 kr.

Árslaun           8.700.000 kr.

Flokkur A(2)

Sérfræðingur sem jafnframt stýrir rekstri þar sem starfa með honum tíu til fimmtán starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum tíu til fimmtán manna.

Mánaðarlaun   673.000 kr.

Árslaun           8.076.000 kr.

Flokkur A(3)

Sérfræðingur sem jafnframt stýrir rekstri þar sem starfa með honum sex til níu starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum sex til níu starfsmanna.

Mánaðarlaun   647.000 kr.

Árslaun           7.764.000 kr.

Flokkur A(4)

Sérfræðingur sem jafnframt stýrir rekstri þar sem starfa með honum tveir til fimm starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum tveggja til fimm starfsmanna. Læknar og tannlæknar falla undir þennan flokk ef þeir starfa einir eða með fimm starfsmenn eða færri.

Mánaðarlaun   595.000 kr.

Árslaun           7.140.000 kr.

Flokkur A(5)

Sérfræðingur, þó ekki læknir eða tannlæknir sem fellur undir A(4), sem starfar einn eða með færri en tveimur starfsmönnum eða samtals greidd laun og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum allt að tveggja starfsmanna.

Mánaðarlaun   517.000 kr.

Árslaun           6.204.000 kr.

Flokkur B. Almenn starfsemi, iðnaður, verslun, útgerð og þjónusta

Til flokks B teljast menn sem vinna við iðnaðar- og iðjurekstur, hvers konar verslun og viðskipti, veitingastarfsemi, útgerð og fiskvinnslu, framleiðslu landbúnaðarvara, verktakastarfsemi hvers konar og þjónustu, sem ekki heyrir undir flokk A eða C. Stjórnun rekstrarins eða félagsins er hluti af störfum þeirra sem falla undir flokk B(1), B(2), B(3) og B(4), þótt þeir vinni einnig önnur al

Deili tveir eða fleiri menn sem undir reglur þessar falla með sér stjórnun á rekstrinum skal reiknað endurgjald þeirra fara eftir flokki B(1), B(2), B(3) eða lægst B(4) miðað við að fjölda starfsmanna að þeim meðtöldum sé deilt á þá menn störf við reksturinn. Flokkurinn skiptist í fimm undirflokka.

Flokkur B(1)

Maður sem stýrir rekstri þar sem starfa með honum fleiri en fimmtán starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum fleiri en fimmtán manna.

Mánaðarlaun   685.000 kr.

Árslaun           8.220.000 kr.

Flokkur B(2)

Maður sem stýrir rekstri þar sem starfa með honum tíu til fimmtán starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum tíu til fimmtán manna.

Mánaðarlaun   616.000 kr.

Árslaun           7.392.000 kr.

Flokkur B(3)

Maður sem stýrir rekstri þar sem starfa með honum sex til níu starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum sex til níu starfsmanna.

Mánaðarlaun   514.000 kr.

Árslaun           6.168.000 kr.

Flokkur B(4)

Maður sem stýrir rekstri þar sem starfa með honum tveir til fimm starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum tveggja til fimm starfsmanna.

Mánaðarlaun   429.000 kr.

Árslaun           5.148.000 kr.

Flokkur B(5)

Maður, sem starfar einn eða með færri en tveimur starfsmönnum eða samtals greidd laun og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum allt að tveggja starfsmanna.

Mánaðarlaun   342.000 kr.

Árslaun           4.104.000 kr.

Flokkur C. Fjölmiðlun, listamenn, skemmtikraftar, útgefendur, sérhæfð sölustarfsemi eða þjónusta o.fl.

Til flokks C teljast menn, sem vinna við framangreinda starfsemi, svo sem blaðamenn, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn, þeir sem starfa við bóka- og blaðaútgáfu, kvikmyndagerð, listamenn, skemmtikraftar o.fl. Ennfremur sérhæfð sölustarfsemi, svo sem fasteignasala, bifreiðasala, bókhaldsþjónusta, kennslustarfsemi, skólarekstur og námskeiðahald. Einnig háskólamenntaðar heilbrigðisstéttir, s.s. hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar og nuddarar og aðrir með sérmenntun sem ekki falla undir flokka A eða B. Stjórnun starfseminnar er hluti af störfum þeirra sem falla undir flokk C(1), C(2), C(3) og C(4), þótt þeir vinni einnig önnur almenn störf við reksturinn. Flokkurinn skiptist í fimm undirflokka.

Deili tveir eða fleiri menn sem undir reglur þessar falla með sér stjórnun á rekstrinum skal reiknað endurgjald þeirra fara eftir flokki C(1), C(2), C(3) eða lægst C(4) miðað við að fjölda starfsmanna að þeim meðtöldum sé deilt á þá.

Flokkur C(1)

Maður sem stýrir rekstri þar sem starfa með honum fleiri en fimmtán starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum fleiri en fimmtán manna.

Mánaðarlaun   663.000 kr.

Árslaun           7.956.000 kr.

Flokkur C(2)

Maður sem stýrir rekstri þar sem starfa með honum tíu til fimmtán starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum tíu til fimmtán manna.

Mánaðarlaun   622.000 kr.

Árslaun           7.464.000 kr.

Flokkur C(3)

Maður sem stýrir rekstri þar sem starfa með honum sex til níu starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum sex til níu starfsmanna.

Mánaðarlaun   581.000 kr.

Árslaun           6.972.000 kr.

Flokkur C(4)

Maður sem stýrir rekstri þar sem starfa með honum tveir til fimm starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum tveggja til fimm starfsmanna.

Mánaðarlaun   497.000 kr.

Árslaun           5.964.000 kr.

Flokkur C(5)

Maður, sem starfar einn eða með færri en tveimur starfsmönnum eða samtals greidd laun og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum allt að tveggja starfsmanna.

Mánaðarlaun   414.000 kr.

Árslaun           4.968.000 kr.

Flokkur D. Iðnaðarmenn

Til flokks D teljast iðnaðarmenn í löggiltum iðngreinum. Ef stjórnun svo sem framkvæmdastjórn félags er aðalþáttur starfsins þar sem starfa með honum fleiri en fimm starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum fleiri en fimm starfsmanna skal miða reiknað endurgjald við flokka B(1), B(2) eða B(3) hér að framan. Flokkurinn skiptist í tvo undirflokka.

Flokkur D(1)

Iðnaðarmaður sem hefur tvo til fimm starfsmenn með sér eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum tveggja til fimm starfsmanna.

Mánaðarlaun   331.000 kr.

Árslaun           3.972.000 kr.

Flokkur D(2)

Iðnaðarmaður sem starfar einn eða með færri en tveimur starfsmönnum eða samtals greidd laun og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum allt að tveggja starfsmanna.

Mánaðarlaun   276.000 kr.

Árslaun           3.312.000 kr.

Flokkur E. Ýmis starfsemi einyrkja, ófaglærðra og vélstjórnenda

Til flokks E teljast menn sem vinna í störfum sem enga fagmenntun þarf til en geta þurft að hafa réttindapróf til að sinna starfinu, s.s. réttindi til að stjórna bifreiðum eða vinnuvélum o.s.frv. og falla ekki undir flokka A til D. Ef stjórnun svo sem framkvæmdastjórn félags er aðalþáttur starfsins og starfsmenn með honum eru fleiri en fimm eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum fleiri en fimm starfsmanna skal miða reiknað endurgjald við flokka B(1), B(2) eða B(3) hér að framan. Til þessa flokks teljast t.d. bifreiðastjórar, stjórnendur vinnuvéla, svo og starfsgreinar sem ekki krefjast sérstakrar starfsmenntunar svo sem hreingerningarmenn.

Flokkur E skiptist annars vegar í stjórnendur vinnuvéla og hins vegar í önnur ófagleg störf og hvor flokkurinn í tvo undirflokka:

Flokkur E(1)

Stjórnandi vinnuvéla, sem réttindi þarf til að stjórna, þar sem starfa með honum tveir til fimm starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum tveggja til fimm starfsmanna.

Mánaðarlaun   301.000 kr.

Árslaun           3.612.000 kr.

Flokkur E(2)

Stjórnandi vinnuvéla, sem réttindi þarf til að stjórna, sem starfar einn eða með færri en tveimur starfsmönnum eða samtals greidd laun og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum allt að tveggja starfsmanna.

Mánaðarlaun   240.000 kr.

Árslaun           2.880.000 kr.

Flokkur E(3)

Aðrir menn í störfum sem falla ekki undir skilgreiningu annarra flokka þar sem starfa með honum tveir til fimm starfsmenn eða samtals greidd laun til starfsmanna og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum tveggja til fimm starfsmanna.

Mánaðarlaun   278.000 kr.

Árslaun           3.336.000 kr.

Flokkur E(4)

Aðrir menn sem falla ekki undir skilgreiningu annarra flokka sem starfa einir eða með færri en tveimur starfsmönnum eða samtals greidd laun og greiðslur samkvæmt reikningum fyrir aðkeypt vinnuframlag samsvara árslaunum allt að tveggja starfsmanna.

Mánaðarlaun   222.000 kr.

Árslaun           2.664.000 kr.

Flokkur F. Sjómennska

Til þessa flokks teljast sjómenn, sem starfa sem skipverjar við útgerð og njóta sérstaks afsláttar, sjómannaafsláttar, af þeim launum sem þeir hafa fyrir sjómannsstörf. Um önnur störf við útgerð fer eftir flokki B. Flokkurinn skiptist í fimm undirflokka.

Reiknað endurgjald í flokkum F(1) – F(4) skal að lágmarki miðast við aflahlut skv. kjarasamningi og hliðstæðar greiðslur til annarra skipverja á sama skipi eða hliðstæðu.

Við skil á staðgreiðslu er heimilt að miða við fjárhæðir í eftirtöldum flokkum en í skattframtali skal reiknað endurgjald ekki vera lægra en viðmiðun við aflaverðmæti tilgreinir.

Flokkur F(1)

Skipstjóri.

Mánaðarlaun   414.000 kr.

Árslaun           4.968.000 kr.

Flokkur F(2)

Stýrimaður og vélstjóri.

Mánaðarlaun   386.000 kr.

Árslaun           4.632.000 kr.

Flokkur F(3)

Matsveinn og bátsmaður.

Mánaðarlaun   344.000 kr.

Árslaun           4.128.000 kr.

Flokkur F(4)

Háseti.

Mánaðarlaun   276.000 kr.

Árslaun           3.312.000 kr.

Flokkur F(5)

Skipverji á smábát, með og án kjarasamninga.

Mánaðarlaun   276.000 kr.

Árslaun           3.312.000 kr.

Reiknað endurgjald og greidd laun af aflahlut samtals skulu ekki vera lægri en 30% af 70% af aflaverðmæti bátsins, eða ekki lægri en heildarskiptaverðmæti samkvæmt ákvæðum viðeigandi kjarasamninga séu þeir fyrir hendi.

Flokkur G. Landbúnaður

Til flokks G teljast bændur sem einir eða með öðrum standa fyrir búrekstri, með eða án aðkeypts vinnuafls. Standi hjón bæði fyrir búrekstrinum skal reiknað endurgjald hvors hjónanna um sig metið miðað við vinnuframlag hvors um sig við búreksturinn og skiptist rekstrarhagnaður jafnframt á milli þeirra í hlutfalli við reiknað endurgjald þeirra. Vinni það hjóna, sem ekki stendur fyrir búrekstri með maka sínum, við reksturinn skal meta því endurgjald með hliðsjón af vinnuframlagi þess, metið á sama verði og endurgjald makans, og telst rekstrarhagnaður þá vera tekjur þess sem stendur fyrir búrekstrinum. Sé búrekstur umfangsmikill og tveir eða fleiri starfsmenn eru á launum auk bóndans og maka hans og barna innan 16 ára skal flokka starfið í flokka B(1) til B(4).

Flokkur G skiptist í þrjá undirflokka eftir tegund búskapar.

Flokkur G(1)

Bóndi með sauðfjárrækt sem aðalbúgrein og hefur meiri hluta bútekna af henni.

Mánaðarlaun   102.000 kr

Árslaun           1.224.000 kr.

Flokkur G(2)

Bóndi með kúabú sem aðalbúgrein og hefur meiri hluta bútekna af henni.

Mánaðarlaun   133.000 kr.

Árslaun           1.596.000 kr.

Flokkur G(3)

Bóndi sem stendur fyrir öðrum búrekstri, svo sem svínarækt, alifuglarækt, hrossarækt, loðdýrabú, grænmetisrækt og garðplönturækt.

Mánaðarlaun   204.000 kr.

Árslaun           2.448.000 kr.

Flokkur H. Makar og börn

Maður sem starfar við atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi maka síns eða starfar hjá félagi sem maki hans eða nákomnir venslamenn hafa ráðandi stöðu í vegna eignar- eða stjórnaraðildar svo og barn sem starfar með sama hætti við atvinnurekstur foreldris skal reikna endurgjald að lágmarki samkvæmt eftirtöldum flokkum.

Flokkur H(1)

Sérfræðingur, sbr. flokk A, sem vinnur í sérgrein sinni en stendur ekki fyrir starfsemi.

Mánaðarlaun   415.000 kr.

Árslaun           4.980.000 kr.

Flokkur H(2)

Iðnaðarmaður, sbr. flokk D, sem vinnur í iðngrein sinni en stendur ekki fyrir starfsemi.

Mánaðarlaun   222.000 kr.

Árslaun           2.664.000 kr.

Flokkur H(3)

Ófaglærður starfsmaður.

Mánaðarlaun   138.000 kr.

Árslaun           1.656.000 kr.

Flokkur H(4)

Barn, 15 ára.

Mánaðarlaun   96.000 kr.

Árslaun           1.152.000 kr

Flokkur H(5)

Barn, 13 eða 14 ára.

Mánaðarlaun   83.000 kr.

Árslaun           996.000 kr. 

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Reglur um reiknað endurgjald á tekjuárinu 2010 - Auglýsing nr. 1090/2009 í B-deild Stjórnartíðinda


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum