Gildistími og skráning

Við tollafgreiðslu sendinga á degi hverjum skal ákvörðun tollverðs í tollskýrslum byggð á tollafgreiðslugengi eins og opinbert viðmiðunargengi er skráð af Seðlabanka Íslands síðasta mánudag á undan.

Þetta merkir að gengið sem Seðlabanki skráir á hverjum mánudegi gildir frá og með þriðjudeginum eftir og til og með næsta mánudegi.

Dæmi: Gengi Seðlabanka á mánudegi gildir frá og með þriðjudegi og til miðnættis næsta mánudag. Frídagar virka á eftirfarandi hátt: Þegar helgidag eða almennan frídag ber upp á mánudag skal miða tollafgreiðslugengi við opinbert viðmiðunargengi næsta virka dags á undan.

Sérregla um útflutning

Sömu reglur gilda og um innflutning nema ekki skal nota nýrra gengi en í gildi er á brottfarardegi flutningsfars ef tollskýrsla er gerð og tollafgreidd eftir brottfarardag; þetta er sama regla og var í gildi fyrir 1. febrúar 2008.

Hraðsendingar og bráðabirgðatollafgreiðsla

Um hraðsendingar (HS sendingar) og bráðabirgðatollafgreiðslu inn- og útflutnings gilda að öðru leyti sömu reglur og giltu fyrir 1. febrúar 2008.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum