Fyrirtækjaskrá er í Katrínartúni 6
Afgreiðsla fyrirtækja- og ársreikningaskrár er í Katrínartúni 6.
Opnunartími er virka daga frá 09:00-15:30 nema á föstudögum 09:00-14:00
Skil á ársreikningum til opinberrar birtingar
Frá og með mánudeginum 24. júlí 2023 verður ekki lengur tekið á móti ársreikningum eða samstæðureikningum á pappír. Öllum ársreikningum skal skilað í gegnum þjónustuvef embættisins, þ.e. www.skattur.is.
Frestur til skila ársreikningi er 31. ágúst
Skila ber ársreikningi innan mánaðar eftir að reikningurinn er samþykktur á aðalfundi félags, þó eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs.
Ný gjaldskrá tekur gildi
Hinn 15. janúar 2018 breyttist gjaldskrá Lögbirtingablaðsins sem felur í sér að gjaldskrá fyrirtækjaskrár mun taka breytingum til samræmis við það.
