Bókhald

Öllum bókhaldsskyldum aðilum ber að færa bókhald og haga færslum, bókhaldsbókum og reikningaskipan í samræmi við bókhaldslög.

Haga skal bókhaldi þannig að á skýran og aðgengilegan hátt megi rekja viðskipti og notkun fjármuna. Það skal veita svo sundurliðaðar upplýsingar um rekstur og efnahag sem nauðsynlegar eru til að meta tekjur og gjöld, eignir og skuldir.

Meginreglan er að bókhald skal vera tvíhliða. Einstaklingum í ákveðnum atvinnugreinum er þó heimilt að færa einhliða bókhald ef þeir nota ekki meira aðkeypt vinnuafl við starfsemi sína en sem svarar einum starfsmanni á ári.

Í bókhaldi aðila sem halda skal tvíhliða bókhald skal liggja fyrir skrifleg lýsing á skipulagi og uppbyggingu bókhaldskerfisins og m.a. veita upplýsingar um tölvukerfi og tölvubúnað, tengsl við aðrar tölvur og hlutverk þeirra. Ef sjálfvirkri tölvuúrvinnslu er beitt í bókhaldi skal á sama hátt liggja fyrir lýsing á henni á þann hátt að unnt sé án erfiðleika að fylgja eftir og hafa eftirlit með meðferð hvers liðar. Reikningar bókhaldsins skulu sérstaklega tilgreindir og notkun þeirra greinilega afmörkuð, svo og lýsing á söluskráningu (tekjuskráningu).

Tilhögun bókhalds

Bókhaldsgögn

Rafrænt bókhald

Bókhald vegna virðisaukaskatts

Kaup á skattskyldri vöru og þjónustu

Í bókhaldi skal skrá vegna hvers uppgjörstímabils þau kaup skattskyldrar vöru og þjónustu sem innlendir seljendur hafa gert skattaðila reikning fyrir á tímabilinu, svo og þann innflutning hans sem hefur verið tollafgreiddur á tímabilinu.

Gögn til grundvallar innskatti

Lækkun innskatts samkvæmt mótteknum kreditreikningi

Leiðréttingarskylda innskatts vegna breytingar á forsendum fyrir frádrætti

Sala á skattskyldri vöru og þjónustu

Til skattskyldrar veltu hvers uppgjörstímabils skal í bókhaldi telja hvers kyns afhendingu skattskyldrar vöru og þjónustu á tímabilinu, hvort sem greiðsla hefur þá þegar farið fram eður ei. Sé reikningur gefinn út fyrir afhendingu telst afhending hafa farið fram á útgáfudegi reiknings. Innborganir teljast til skattskyldrar veltu þess tímabils þegar þær eru mótteknar.

Tekjufærsla skal byggð á samritum af útgefnum sölureikningum, útgefnum rafrænum reikningum, samritum af útgefnum kvittunum vegna innborgana, samritum af útgefnum kreditreikningum, mótteknum afreikningum og/eða söluuppgjörsyfirlitum eða gögnum úr tekjuskráningarkerfi sem aðili hefur fengið heimild ríkisskattstjóra fyrir, svo og færslum í undirbók vegna úttektar eiganda, framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna fyrirtækis í stjórnunarstöðum.

Undanþegin velta

Útlagður kostnaður

Opinber þjónustugjöld

Um bókhald þeirra sem halda skulu tvíhliða bókhald

Meginreglan er sú að bókhald skuli vera tvíhliða. Í því felst að sérhver viðskipti skulu færð á tvo bókhaldsreikninga, annars vegar bókun þeirra verðmæta sem fyrirtækið móttekur og hins vegar bókun þeirra verðmæta sem fyrirtækið lætur af hendi. Reikningsskipan skal hafa þannig að færðir séu hreinir eigna- og skulda, gjalda- og teknareikningar.

Þeir sem skyldugir eru til þess að halda tvíhliða bókhald skulu hafa í fjárhagsbókhaldi sínu sérstaka reikninga fyrir þær fjárhæðir sem færa þarf á virðisaukaskattsskýrslur. Heimilt er þó að færa fjárhæðirnar í sérstakar undirbækur eða yfirlit sem byggð eru á reikningaskipan fjárhagsbókhalds. Það er þó háð því að niðurstöðutölur vegna hvers uppgjörstímabils séu færðar á viðeigandi bókhaldsreikninga fyrir lok skilafrests virðisaukaskattsskýrslu tímabilsins. Ávallt verður að vera hægt að rekja færslur í fjárhagsbókhaldi til færslna í undirbækur.

Aðgreining í bókhaldi

Teknareikningar

Gjaldareikningar

Skattreikningar

Einhliða bókhald

Um bókhald þeirra sem ekki þurfa að halda tvíhliða bókhald.

Þeir sem undanþegnir eru skyldu til að halda tvíhliða bókhald skulu skrá með reglulegum hætti öll kaup sín og sölu á skattskyldri vöru og þjónustu. Það sama gildir um innskatt og útskatt. Þessar upplýsingar skal færa í sérstakar færslubækur virðisaukaskatts, sem hægt er að fá í bóka- og ritfangaverslunum. Skylt er að halda þá reikninga/bækur sem bókhaldslög kveða á um, t.d. sjóðbók. Þeir sem færa tvíhliða bókhald, án þess að þeim sé það skylt, skulu haga færslu bókhalds síns eftir reglum um tvíhliða bókhald.

Færsla bókhalds og sjóðsbók

Ávallt skal vera hægt að rekja einstakar fjárhæðir í uppgjörsgögnum til þeirra færslna og fylgiskjala sem byggt er á í bókhaldi. Þá skal vera hægt að rekja færslur í bókhaldi til þeirra undirbóka sem kunna að vera haldnar. Þannig skulu skattyfirvöld jafnan geta gengið úr skugga um réttmæti virðisaukaskattsskýrslna og þeirra fylgiskjala og uppgjörsgagna sem að baki liggja.

Sjóðsbók

Talning vörubirgða

Skattaðilar skulu telja vörubirgðir í lok hvers reikningsárs og reikna út verðmæti þeirra. Á vörutalningarlista skal koma fram magn, einingarverð og útreiknað verðmæti hverrar einstakrar vörutegundar, ásamt heildarverðmæti vara (samtölu). Ef tilgreint einingarverð á vörutalningarlista er söluverð vöru verður að skýra og rökstyðja á skilmerkilegan hátt hvernig kostnaðarverð vörubirgða alls er reiknað út.

Þeir sem nota stöðugt birgðabókhald, sem er tölvufært og tengt sölukerfi, eru ekki bundnir af reglunni um vörutalningu í lok árs, en vörutalningar á einstökum hlutum vörubirgða skulu þá fara fram með reglubundnum hætti og nauðsynlegar leiðréttingar gerðar á birgðaskrám.

Varðveisla bókhaldsgagna

Skattskyldum aðilum ber að geyma bókhald sitt, bókhaldsfylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn, þar með talin gögn sem varðveitt eru á tölvutæku formi, á örfilmu eða á annan sambærilegan hátt, í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Ef tölvubúnaði sem nauðsynlegur er til að kalla fram bókhaldsgögn er breytt eða fargað ber að prenta gögnin í upprunalegu formi eða yfirfæra á nýjan miðil þannig að áfram verði unnt að kalla þau fram.

Ársreikning skal ætíð geyma í 25 ár.

Innri strimlar sjóðvéla

Gögn vegna byggingar, viðhalds og endurbóta á fasteign

Öryggisafrit rafræns bókhalds

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum