Skattfrádráttur vegna nýsköpunar

Opinber stuðningur við nýsköpunarverkefni

Nýsköpunarverkefni, sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís eiga rétt á sérstökum skattfrádrætti vegna nýsköpunar. Með opinberum stuðningi er átt við skattfrádrátt og styrki frá opinberum aðilum, samanlagt. Njóti verkefnið opinberra styrkja hafa þeir áhrif á fjárhæð skattfrádráttar. Hér er að finna þær reglur sem gilda um opinberan stuðning við nýsköpunarverkefni.

Styrkhæfur kostnaður

Styrkhæfur kostnaður, til útreiknings á skattfrádrætti gjaldárið 2020, getur numið allt að 600 milljónum króna vegna rekstrarkostnaðar og allt að 900 milljónum króna vegna rannsóknar- eða þróunarvinnu sem keypt er af ótengdum aðila.  Gera á grein fyrir útlögðum kostnaði og fengnum styrkjum með skattframtali.  NB. Gjaldárið 2016 og fyrr voru þessar fjárhæðir 100 og 150 milljónir kr. og gjaldárin 2017-2019 voru þær 300 og 450 milljónir kr.

Á gjaldárunum 2021, 2022, 2024 og 2025 vegna rekstraráranna 2020, 2021, 2023 og 2024 verður hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti 1.100.000.000 kr., þar af er heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- og þróunarvinnu. 

Á gjaldárinu 2023 vegna rekstrarársins 2022 verður hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti 1.000.000.000 kr., þar af er heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- og þróunarvinnu.

Hvaða rekstrarkostnaður er styrkhæfur?

Reiknaður skattfrádráttur

Skattfrádráttur nemur 20% af styrkhæfum kostnaði og getur því að hámarki orðið 120 milljónir króna vegna rekstrarkostnaðar eða 180 milljónir króna ef um aðkeypta vinnu er að ræða (gjaldárið 2020). Sé skattfrádráttur hærri en álagður tekjuskattur er mismunurinn greiddur út.  NB. Gjaldárið 2016 og fyrr voru þessar fjárhæðir 20 og 30 milljónir kr. og gjaldárin 2017-2019 voru þær 60 og 90 milljónir kr.

Á gjaldárunum 2021 til 2025 vegna rekstraráranna 2020 til 2024 verða þessi hlutföll 35% í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja.  Hámark skattafrádráttar getur því orðið 385.000.000 kr. hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og 275.000.000 kr. hjá stórum fyrirtækjum gjaldárin 2021, 2022, 2024 og 2025

Gjaldárið 2023 vegna rekstrarársins 2022 er hámark skattafrádráttar 350.000.000 kr. hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og 250.000.000 kr. hjá stórum fyrirtækjum.

Styrkur frá opinberum aðilum

Njóti verkefni styrkja frá opinberum aðilum hámarkast opinber stuðningur við ákveðið hlutfall af styrkhæfum kostnaði, sbr. töflu yfir hámarksstuðning. Umtalsverðir opinberir fjárstyrkir geta því leitt til lækkunar á skattfrádrætti.

Dæmi: Skattfrádráttur og styrkir frá opinberum aðilum geta samanlagt orðið að hámarki 45% af styrkhæfum kostnaði við þróunarverkefni hjá litlu fyrirtæki (sjá töflu).

Einkaverkefni – aukið styrkhæfi

Ef nýsköpunarfélag stendur fyrir rannsóknarverkefni þar sem niðurstöður verða birtar með almennum hætti og dreift ókeypis, veitir það verkefninu aukið styrkhæfi.

Styrkhæfi - hámark opinbers stuðnings

 

Rannsóknarverkefni

 Þróunarverkefni

Stærð fyrirtækis 

Almennt

Aukið

Almennt

Aukið

Lítið

70%

 80%

45% 

 60%

 Meðalstórt

60%

75%

35%

50%

 Stórt

50%

65%

25%

40%

Samstarfsverkefni

Til að nýsköpunarverkefni geti talist samstarfsverkefni þarf það að vera í eigu tveggja eða fleiri óskyldra aðila. Reglur um styrkhæfan kostnað gilda fyrir verkefnið í heild en skattfrádrætti er skipt milli fyrirtækjanna sem taka þátt í því. Skrá yfir alla eigendur verkefnis skal fylgja skattframtali á eyðublaðinu RSK 4.22, Nýsköpun – samstarfsverkefni.

Samstarfsverkefni – aukið styrkhæfi

Stærð fyrirtækja

Lítið fyrirtæki

Fyrirtæki sem er með færri en 50 starfsmenn og er með árlega veltu undir 10 milljónum evra og/eða efnahagsreikning undir 10 milljónum evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 651/2014 frá 17. júní 2014.

Meðalstórt fyrirtæki

Fyrirtæki sem er með á bilinu 50–250 starfsmenn og er með árlega veltu undir 50 milljónum evra og/eða efnahagsreikning undir 43 milljónum evra, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 651/2014.

Stórt fyrirtæki

Fyrirtæki sem er með fleiri en 250 starfsmenn, sbr. I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 651/2014.

Skilgreining laga 152/2009 með tilvísun í framangreindan viðauka felur í sér að horfa þarf til allrar samstæðunnar þegar stærð fyrirtækjanna er ákvörðuð, ekki bara umsóknarfyrirtækisins (dótturfélag) hér á landi. Sjá nánar:

Opna reglugerð

Nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hafa styrk

Samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, skal ríkisskattstjóri birta upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hefur staðfestingu á verkefni sínu af hálfu Rannís ef fjárhæð skattafrádráttarins er yfir tilteknum mörkum. Frá og með árinu 2019 er miðað við fjárhæð skattafrádráttar yfir 500.000 evrur á ári.

Skattafrádráttur 2024

Skattafrádráttur 2023

Skattafrádráttur 2022

Skattafrádráttur 2021

Skattafrádráttur 2020

Skattafrádráttur 2019

Skattafrádráttur 2018

Skattafrádráttur 2017

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum