Tvísköttunarsamningar

.

Almennt

Skattlagningarvaldi ríkja má almennt greina í tvennt:

  • Yfir eigin þegnum og innlendum lögaðilum. Skattlagningarvaldið byggir á tengslum umræddra þegna og lögaðila við ríkið og nær til allra tekna þeirra og eigna óháð uppruna eða staðsetningu. Það nær þannig einnig til tekna upprunna erlendis og eigna staðsetta erlendis. Umræddir aðilar bera þá almenna (ótakmarkaða) skattskyldu í viðkomandi ríki.
  • Innan eigin lögsögu. Skattlagningarvaldið byggir á tengslum tekna eða eigna við ríkið óháð því hver er eigandi þeirra. Ríki getur þannig haft takmarkað skattlagningarvald yfir þegnum erlendra ríkja og erlendum lögaðilum vegna verðmæta sem staðsett eru eða eiga uppruna innan lögsögu þess.

Af framangreindu leiðir að aðili með heimilisfesti í einu ríki sem aflar tekna í öðru ríki, eða á þar eignir, getur verið skattskyldur í báðum ríkjunum vegna umræddra tekna eða eigna sem myndi að óbreyttu leiða til tvískattlagningar. Til að koma í veg fyrir tvísköttun hafa ríki gert tvísköttunarsamninga sín á milli sem fela í sér reglur um það hvernig skattlagningarvaldi yfir mismunandi verðmætum er skipt milli samningsríkjanna. Tvísköttunarsamningarnir eru hins vegar ekki sjálfstæð skattlagningarheimild.

Hafa ber í huga að þrátt fyrir að tilteknar tekjur komi ekki til skattlagningar hér á landi vegna ákvæða tvísköttunarsamninga, þá eru þær tekjur framtalsskyldar hér á landi og geta haft áhrif á skattlagningu annarra tekna hérlendis. Hver þau áhrif eru ræðst af því hvaða aðferð er beitt til að komast hjá tvísköttun, en þeim er lýst í hverjum samningi fyrir sig. Þegar um skattlagningu einstaklinga er að ræða hafa tekjur erlendis einnig áhrif á útreikning barnabóta á sama hátt og tekjur hér á landi.

Listi yfir tvísköttunarsamninga

Undanþága á grundvelli tvísköttunarsamnings

Endurgreiðsla

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum