Endurgreiðsla virðisaukaskatts til opinberra aðila

Ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra fá endurgreiddan virðisaukaskatt sem þau greiða af tilteknum aðföngum, svo sem sorphreinsun, ræstingu, snjómokstri, björgunarstörfum og öryggisgæslu, samræmdri neyðarsímsvörun og sérfræðiþjónustu.

Sækja um endurgreiðslu

Sótt er um endurgreiðslur með rafrænum hætti á þjónustuvef Skattsins. Innskráning er gerð með aðalveflykli eða skilalykli fagaðila.

Opna umsókn

Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts til opinberra aðila

Endurgreiðslubeiðni skal byggjast á fullnægjandi sölureikningum.

Gögn með umsókn

Með umsókn um endurgreiðslu skal fylgja hreyfingalisti yfir reikningana sem umsóknin grundvallast á. Hreyfingarlistinn skal innihalda:

  • nafn og kennitölu seljanda
  • dagsetningu reikninga
  • fjárhæð umbeðinnar endurgreiðslu 
  • heildarsöluverð veittrar þjónustu eða seldrar vöru 
  • stutta lýsingu á því selda

Seljandi þjónustunnar verður að vera skráður á virðisaukaskattsskrá (vera með opið VSK-númer) á þeim tíma sem vinnan er innt af hendi. Gott er að kanna áður en reikningur er greiddur að þetta skilyrði sé uppfyllt.

Athuga hvort seljandi sé með opið VSK-númer

Umsókn vegna eldri tímabila

Hægt er að sækja um endurgreiðslur í sex ár talið frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist.

Endurgreiðslutímabil og afgreiðsla umsókna

Tímabil:

tb.

Skiladagur umsóknar og gagna

janúar- febrúar

8

1. apríl

mars -apríl

16

1. júní

maí -júní

24

1. ágúst

júlí - ágúst

32

1. október

september - október

40

1. desember

nóvember - desember

48

1. febrúar

Afgreiðslutími er 15 dagar frá lokum skilafrests. Athugið þó að skilafrestur framlengist ef ríkisskattstjóri getur, vegna atvika sem rekja má til umsækjanda, ekki gert nauðsynlegar athuganir á gögnunum sem beiðnin byggir á.

Endurgreiðslubeiðnir sem berast eftir lok skilafrests eru afgreiddar með umsókn næsta tímabils.

Endurgreiðsla má aðeins fara fram að ákvörðun um virðisaukaskatt viðkomandi opinbers aðila liggi fyrir.

Þjónusta sem endurgreitt er vegna

Sorphreinsun

Ræsting

Snjómokstur

Björgunarstörf og öryggisgæsla vegna náttúruhamfara og almannavarna.

Þjónusta sérfræðinga

Þjónusta vaktstöðva vegna samræmdrar neyðarsímsvörunar

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum