CFC félög

Að tilteknum skilyrðum uppfylltum ber innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru á lágskattasvæðum (hér eftir nefnt CFC-félag) að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins. Skilyrðin eru eftirfarandi:

  • Félagið, sjóðurinn eða stofnunin er staðsett í lágskattaríki. Þau ríki teljast lágskattaríki ef sá tekjuskattur sem lagður er á lögaðilann ytra er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á lögaðilann hefði hann verið heimilisfastur á Íslandi og
  • Íslenskir skattaðilar, einn eða fleiri saman, eiga beint eða óbeint minnst helming í CFC-félaginu eða stjórnunarleg yfirráð þeirra hafa verið til staðar innan tekjuárs. Ekki er litið til eignarhalds hvers einstaks eiganda við ákvörðun þess hvort skilyrði telst uppfyllt, heldur sameiginlegs eignarhalds eða stjórnunarlegra yfirráða allra íslenskra skattaðila í hinu erlenda félagi.

Sem íslenskur skattaðili hér að framan teljast einstaklingar og lögaðilar sem bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi. 

Við skattlagningu söluhagnaðar vegna sölu hlutar í CFC-félagi er ekki tekið tillit til fyrri skattlagningar hjá eigendum vegna hlutdeildar í hagnaði CFC-félagsins. Unnt er að sækja um lækkun á tekjuskattsstofni hafi söluhagnaður eigenda verið skattlagður í ríki þar sem ekki er fyrir hendi samningur til að komast hjá tvísköttun.

Lágskattasvæði

Lágmarkseignarhald eða umráð

Skattlagning CFC tekna og arðs

Meðferð á tapi erlenda félagsins

Undanþágur frá skattskyldu

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar

Annað


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum