Upprunareglur

Upprunareglurnar kveða á um skilyrði þess að vara, sem á undir fríverslunarsamning, teljist upprunavara og eru því nauðsynlegar til þess að unnt sé að greina vörur, sem falla undir fríverslunarsamningana og njóta fríðindameðferðar frá öðrum vörum sem ekki fá notið fríðindameðferðar, hinum svonefndu þriðja lands vörum.


PEM-samkomulagið – upprunareglur

PEM-samkomulagið (svæðisbundinn samningur um sameiginlegar upprunareglur Evrópu og Miðjarðarhafsríkja) felur í sér sameiginlegar reglur um uppruna vara sem gilda samkvæmt fjölmörgum fríverslunarsamningum milli ríkja í Evrópu og á Miðjarðarhafssvæðinu.

Lesa meira

Upprunareglur

Tilgangurinn með fríverslunarsamningum er sá að víkja frá almennum reglum um innheimtu tolla og annarra aðflutningsgjalda í vöruviðskiptum milli ríkja með því að fella niður tolla eða lækka þá og/eða með því að afnema eða takmarka aðrar hindranir í viðskiptum aðildarríkjanna með vörur sem samningarnir eru gerðir um.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum