Fríverslunarsamningar

.

Almennt

Fríverslunarsamningar gilda aðeins á milli þeirra ríkja sem eru aðilar að þeim.  Þau ríki sem ekki eru aðilar að samningi eru nefnd þriðju ríki með tilliti til þess samnings.

Hægt er að skipta þeim fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að í tvo flokka, marghliða og tvíhliða samninga. Aðilar að marghliða samningum eru fleiri en tveir.  Nokkrir marghliða samningar hafa verið gerðir á milli EFTA-ríkjanna annars vegar og einstakra ríkja hins vegar.  Samningar EFTA-ríkjanna við Tyrkland, Lettland, Litháen, o.s.frv. eru dæmi um marghliða samninga.  Tvíhliða samningur er samningur á milli tveggja ríkja, samanber til dæmis fríverslunarsamning á milli Íslands og Grænlands frá 1985.

Bæði tvíhliða og marghliða fríverslunarsamningar eru byggðir á meginreglunni um gagnkvæmni.  Báðir eða allir samningsaðilar njóta góðs af ákvæðum um tollfríðindi við útflutning til annars samningsaðila.  Þetta þarf þó ekki að þýða að samningarnir geti ekki verið ósamhverfir, þ.e. einn samningsaðilinn veitir t.d. tiltekinni vöru tollfrelsi (0%) frá gildistöku samningsins en annar samningsaðili lækkar tolla af sömu vöru í áföngum.

Veljið einstaka samninga úr valmyndinni til að lesa umfjöllun um þá, þar er þó ekki fjallað um alla fríverslunarsamninga Íslands.

Nánari upplýsingar um fríverslunarsamninga (kafli 2)

Listi og umfjöllun á vef Utanríkisráðuneytisins um fríverslunarsamninga sem Ísland á aðild að.

.

Ítarefni

Nánari upplýsingar

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum