Tollflokkun

Inngangur

Þeim sem eru að byrja að feta sig eftir hinu flókna völundarhúsi tollskrárinnar fallast oft hendur við að ráða fram úr jafnvel einföldustu tollflokkun vöru. Ástæðan er þá yfirleitt sú að leiðbeiningar hefur skort um það hvernig nota skuli flokkunarkerfið. Raunin er þó sú að tiltölulega fáar almennar reglur gilda urn það hvernig kerfinu skuli beitt, svokallaðar almennar túlkunarreglur tollskrár. Þeir sem hafa náð að tileinka sér þær ná fljótlega góðum árangri í tollflokkun jafnvel þótt þeir noti tollskrána sjaldan í sínu starfi. Fyrir byrjendur er vandinn fyrst og fremst sá að átta sig á þessum almennu reglum. Það er þó oft ekki heiglum hent því orðalagið í þessum reglum er njörvað og virkar nokkuð uppskrúfað við fyrsta yfirlestur. Sannkallaður "kansellistíll" eins og gjarnan er sagt um torráðinn texta í opinberum gögnum. Ástæðan fyrir þessu er þó einfaldlega sú að höfundar kerfisins þjappa textanum svona saman til að koma sem mest í veg fyrir hártoganir og mistúlkun.

Á þessari síðu er reynt að draga saman í almennum orðum og á eins auðveldan hátt og auðið er þýðingu þessara reglna. Fyrst verður þó sagt frá uppruna skrárinnar og skiptingu hennar í kafla og flokka.

Alþjóðlegt kerfi

Uppskipting skrárinnar

Vöruliðir, undirliðir og skiptiliðir

Túlkunarreglurnar

Túlkunarregla 1

Túlkunarregla 2

Túlkunarregla 3 (b)

Túlkunarregla 4

Túlkunarregla 5

Túlkunarregla 6

Tollflokkun ökutækja

Vöruliður 87.03

Vöruliður 87.04

Tollflokkun á skjám og ýmsum lækningavörum

Tollflokkun á skjáum

Tollflokkun ýmissa lækningavara

Túlkunarreglur tollskrár

Almennar reglur um túlkun tollskrárinnar

Tolltaxtadálkar tollskrárinnar

Tollskráin á vefnum - fyrirvari