Skráning tekna

Tekjuskráning virðisaukaskattsskyldra aðila

Tekjuskráning skattskylds aðila verður að byggja á skýru og öruggu kerfi sem tryggir að unnt sé að sannreyna að allar tekjur komi fram. Með öruggu kerfi í þessu sambandi er fyrst og fremst átt við notkun sölureikninga eða sjóðvéla enda sé a.m.k. lágmarkskröfum um notkun þeirra fullnægt.

Tegund tekjuskráningar

Tímamark tekjuskráningar

Form og efni sölureikninga og annarra tekjuskráningargagna

Sölureikningar, sem og önnur skjöl sem varða bókhald, skulu vera á pappírsformi. Að uppfylltum ákvæðum reglugerðar um rafrænt bókhald, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna bókhaldskerfa, er rekstraraðilum þó heimilt að senda og móttaka sölureikninga og önnur skjöl er varða bókhaldið með rafrænum hætti (pappírslaust). Meðal skilyrða þess að bókhaldskerfi teljist rafrænt er að yfirlýsing seljanda eða hönnuðar hugbúnaðarins þess efnis að hugbúnaðurinn uppfylli skilyrði hennar liggi fyrir í bókhaldsgögnum notanda. Athygli er vakin á því að þegar um er að ræða sölu til rekstraraðila eru tekjuskráningargögn seljanda jafnframt grundvöllur fyrir gjaldfærslu/eignfærslu og færslu innskatts hjá kaupanda. Því er mikilvægt að gætt sé að því að skilyrði sölureikninga að því er varðar form þeirra og efni séu uppfyllt þar sem heimilt er að synja aðila um færslu á innskatti ef svo er ekki.

Formskilyrði sölureikninga

Efni sölureikninga

Afgreiðsluseðlar

Kvittun fyrir innborgun

Gíróseðlar

Afreikningar

Kreditreikningar

Tekjuskráning smásöluverslana o.fl.

Tilteknum smásöluverslunum og þjónustusölum, sem selja vöru sína eða þjónustu nær eingöngu til endanlegra neytenda, er heimilt að nota sjóðvélar í stað sölureikninga. Við skráningu í sjóðvél skal aðgreina skattskylda sölu eftir skatthlutföllum. Samhliða skráningu í sjóðvél er þessum aðilum jafnframt skylt að gefa út reikning til annars skattskylds aðila sem þarf reikning til að nota í bókhaldi sínu. Í því tilviki skal reikningur vera a.m.k. í tvíriti og fullnægja öllum framangreindum skilyrðum um form og efni. Þó er ekki skylt að hann sé fyrirfram tölusettur en seljandi skal varðveita samrit í réttri útgáfuröð. Jafnframt skal hefta greiðslukvittun sjóðvélar við frumrit reiknings sem afhent er viðskiptamanni. Þegar notuð er sjóðvél sem hefur rafræna dagbók í stað innri strimils nægir að seljandi afhendi kaupanda greiðslukvittun sjóðvélar í stað reiknings enda skal greiðslukvittunin að formi og efni fullnægja kröfum um rafræna sölureikninga, þ.m.t. um áprentað raðnúmer við útprentun og jafnframt áritun um uppruna, t.d.: „Greiðslukvittun úr sjóðvél með rafræna dagbók”. Ef um er að ræða sölu sem er 6.000 kr. eða lægri þarf ekki að tilgreina nafn og kennitölu kaupanda á reikninginn, sbr. 7. mgr. 20. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

Notkun sjóðvéla

Útbúnaður sjóðvéla og uppgjör

Sérstakt auðkenni vöru og vörupakkningar

Gjafakort

Annað söluskráningarkerfi

Úttekt eigenda og sala til starfsmanna

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum