Viðspyrnustyrkir

Viðspyrnustyrkir eru til að styðja við rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Markmið þeirra er að rekstraraðilar geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist. Tímabilið sem greiða átti viðspyrnustyrki fyrir var nóvember 2020 til og með nóvember 2021 og umsóknarfrestur til 31. desember 2021. Með lögum  nr. 16/2022 ákvað Alþingi á hinn bóginn bæði að endurvekja umsóknarfrest vegna mánaðanna ágúst-nóvember 2021 og hins vegar að framlengja styrkina þannig að þeir taka nú einnig til mánaðanna desember 2021 til og með mars 2022.

Information in English
Informacje w języku polskim

Þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi sem hófst annars vegar fyrir 1. október 2020, þ.e. vegna mánaðanna ágúst-nóvember 2021, og hins vegar fyrir 1. desember 2021, þ.e. vegna mánaðanna desember 2021 til og með mars 2022, og hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjufalli, sem rekja má til heimsfaraldurs kórónuveiru, eiga rétt á viðspyrnustyrk úr ríkissjóði að uppfylltum ýmsum skilyrðum.  Umsóknarfrestur vegna umræddra tímabila er nú til og með 30. júní 2022. 

Sækja þarf um fyrir hvern almanaksmánuð fyrir sig. 

Stofnanir, byggðasamlög og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga geta ekki sótt um viðspyrnustyrk.

Umsóknarfrestur var til 30. júní 2022.

.

Frumskilyrði

1. Umsækjandi þarf að bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi

2. Atvinnurekstur eða sjálfstæð starfsemi

Nánari skilyrði fyrir viðspyrnustyrk

Rekstraraðili sem uppfyllir öll eftirtalin skilyrði á rétt á viðspyrnustyrk úr ríkissjóði samkvæmt umsókn þar um.

40% tekjufall rakið til kórónuveirufaraldurs

Lágmarksfjárhæð tekna

Ekki í vanskilum með opinber gjöld og gögnum skilað

Ekki gjaldþrotaskipti eða slit

Launamaður

Stöðugildi

Rekstrarkostnaður

Önnur atriði

.

Kæruréttur

Unnt er að kæra niðurstöðu Skattsins um viðspyrnustyrk til yfirskattanefndar. Um kærufrest og málsmeðferð fer samkvæmt ákvæðum laga um yfirskattanefnd.

Veittur stuðningur