Framtalsleiðbeiningar 2024

Leiðbeiningar um útfyllingu skattframtals einstaklinga eru nær eingöngu sóttar á netið. Hægt er að fá leiðbeiningarnar á pappír með því að sækja þær í næstu starfsstöð Skattsins, en þær eru ekki bornar út. Þegar talið er fram á vefnum eru framtalsleiðbeiningar alltaf við höndina.

Framtalsfrestur 2024 er til 14. mars.

Leiðbeiningar á vefnum

Á skatturinn.is er hægt að opna leiðbeiningarnar á rafrænu formi og er kaflaskiptingin eins og í pappírsútgáfunni.

Leiðbeiningabæklingur

Hægt er að sækja leiðbeiningarnar í pdf-útgáfu hér, eða sækja þær á pappír í afgreiðslur Skattsins.

RSK 8.01 Skattframtal einstaklinga 2024




Mynd af forsíðu bæklings um einföld framtalsskil

Einfaldar leiðbeiningar

Í leiðbeiningunum er stiklað á stóru yfir það helsta sem einstaklingar þurfa að huga að til að skila skattframtali.

Opna leiðbeiningar

 

 

 

Þessar leiðbeiningar eru einnig fáanlegar á sex erlendum tungumálum:
English
Polski
Español
Lietuviškai
عربي (arabíska)
українська(úkraínska)

Leiðbeiningar með vefframtali

Á vefnum eru leiðbeiningarnar settar þannig fram að á framtalinu og fylgiskjölum þess er að finna hvítt spurningarmerki á bláum grunni. Ef smellt er á það opnast leiðbeiningar á skjánum, í þeim kafla sem á við um þann framtalslið eða fylgiskjal sem framteljandi er með á skjánum þegar hann smellir.

Leiðbeiningar vegna hlutabréfa 2023

Sala hlutabréfa – almennar leiðbeiningar

Kaup hlutabréfa – almennar leiðbeiningar

Hlutabréf vantalin

Arðgreiðsla á árinu

Arður vanframtalinn

Kaup í Ísfélagi hf. – hlutafjárútboð

Kaup í Hampiðjunni hf. – hlutafjárútboð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum