Framtalsleiðbeiningar 2012
Leiðbeiningar um útfyllingu skattframtals einstaklinga eru nær eingöngu sóttar á netið. Hægt að fá leiðbeiningarnar á pappír með því að sækja þær í næstu starfsstöð ríkisskattstjóra, en þær eru ekki bornar út. Þegar talið er fram á vefnum eru framtalsleiðbeiningar alltaf við höndina.
Leiðbeiningar á vefnum
Á rsk.is er hægt að opna leiðbeiningarnar á rafrænu formi og er kaflaskiptingin eins og í pappírsútgáfunni.
Leiðbeiningar á pappír
Hægt er að sækja leiðbeiningarnar í pdf-útgáfu hér, eða sækja þær á pappír í afgreiðslu ríkisskattstjóra.
RSK 8.01 | Skattframtal einstaklinga 2012 |
Leiðbeiningar með vefframtali
Á vefnum eru leiðbeiningarnar settar þannig fram að á framtalinu og fylgiskjölum þess er að finna hvítt spurningarmerki á bláum grunni. Ef smellt er á það opnast leiðbeiningar á skjánum, í þeim kafla sem á við um þann framtalslið eða fylgiskjal sem framteljandi er með á skjánum þegar hann smellir.