Lækkun (ívilnun)

Við tilteknar aðstæður er heimilt að lækka tekjuskatts- og útsvarsstofn einstaklinga. Óska þarf eftir lækkun (ívilnun) í skattframtali og fylla út þar til gerða umsókn (RSK 3.05). Gera þarf grein fyrir aðstæðum og sýna fram á útlagðan kostnað. Sé umsókn ófullnægjandi eða nauðsynleg gögn fylgja ekki er umsókninni hafnað.

Heimild til lækkunar á einkum við vegna sérstakra áfalla, svo sem slysa eða veikinda, sérstakra útgjalda vegna þungrar framfærslu, en einnig ef maður verður fyrir verulegu óbættu eignatjóni eða tapar kröfum sem ekki stafa af atvinnurekstri.

Veikindi, slys, ellihrörleiki

Veikindi/fötlun barns

Framfærsla vandamanna

Ungmenni í námi

Eignatjón

Tapaðar kröfur

Viðmiðunarreglur: Hvernig lækkun er ákveðin

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð