Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbifreiða

Engin gjöld eru nú felld niður við innflutning rafmagns- og tengiltvinnbifreiða.

Einu sinni var

Virðisaukaskattur var tímabundið felldur niður að ákveðnu hámarki við innflutning rafmagnsbifreiða. Sú heimild féll niður í lok árs 2023.

Niðurfelling virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar gilti til 31.12.2023. Engin niðurfelling er á árinu 2024.

Áður voru gjöld einnig felld niður af tengiltvinnbifreiðum. Eftir að 15.000 slíkar bifreiðar sem notið höfðu þess háttar ívilnunar höfðu verið skráðar í ökutækjaskrá var hámarkinu náð. Engin gjöld eru nú felld niður við innflutning á tengiltvinnbifreiðum.

Sérstakt vörugjald af ökutækjum

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum