Spurt og svarað

Hér hefur verið safnað saman helstu spurningum og svörum vegna FATCA.  Á vefsíðu bandarískra skattyfirvalda má einnig finna svör við helstu spurningum um FATCA.

Eru eignarhaldsfélög og fjárfestingafélög fjármálastofnanir samkvæmt FATCA?

„Umsjónaraðili“ telst vera fjármálastofnun samkvæmt FATCA ef að starfsemi hans felst aðallega í veita þjónustu til viðskiptavina sem felst í: Ef eignarhaldsfélagi eða fjárfestingafélagi er stjórnað af umsjónaraðila sem aðallega starfar við að veita þá þjónustu sem talin var upp hér að framan þá telst eignarhaldsfélagið / fjárfestingafélagið vera fjármálastofnun skv. FATCA.  Þetta á við ef umsjónaraðilinn, beint eða óbeint framkvæmir eitthvað af ofantöldu fyrir eignarhaldsfélagið / fjárfestingafélagið og tekjur félagsins eru aðallega tengdar fjárfestingu, endurfjárfestingu eða viðskiptum með fjármunaeignir.  Ef ekki er veitt umboð til að taka ákvarðanir um fjárfestingar telst eignarhaldsfélagið / fjárfestingafélagið ekki vera í umsjón. Ef íslenskt eignarhaldsfélag / fjárfestingafélag telst ekki vera fjármálastofnun skv. FATCA flokkast félagið sem lögaðili sem er ekki fjármálastofnun (NFFE = Non-Financial Foreign Entity) skv. FATCA.  Félagið telst vera virkt NFFE (active NFFE) ef minna en 50% af heildartekjum þess á síðasta reikningsári eru óbeinar tekjur (vextir, arður, söluhagnaður o.þ.h.) og minna en 50% af eignum félagsins á síðasta reikningsári eru eignir sem mynda óbeinar tekjur.  Þau félög sem ekki teljast vera virk NFFE teljast vera óvirk NFFE.  Þegar reikningshafi er óvirkur NFFE skal íslenska tilkynnandi fjármálastofnunin afla upplýsinga um raunverulega eigendur félagsins og kanna hvort þeir teljist vera bandarískir aðilar.  Sé svo þarf að afla upplýsinga um bandarískar skattkennitölur þeirra. Eignarhaldfélag / fjárfestingafélag sem telst vera fjármálastofnun skv. FATCA verður að uppfylla þær skyldur sem FATCA samningurinn leggur á herðar fjármálastofnana.  Það þýðir að félagið verður að skrá sig hjá bandarískum skattyfirvöldum og fá svokallað GII-númer (GIIN) Upplýsi eignarhaldsfélagið / fjárfestingafélagið sinn umsjónaraðili ekki um GII-númerið eða ef félagið hefur ekki skráð sig þarf umsjónaraðilinn að meðhöndla félagið sem fjármálastofnun sem ekki er þátttakandi í FATCA (Non-Participating Financial Institution).

Hvað þýðir FATCA samningurinn fyrir íslenskar fjármálastofnanir?

Hverjir falla undir hugtakið fjármálastofnun samkvæmt FATCA?

Eru einhverjar fjármálastofnanir undanþegnar?

Hvað er GIIN?

Til hvaða reikninga taka FATCA reglurnar?

Hvaða upplýsingar þarf að senda til Skattsins?

Gilda sérstakar reglur um upplýsingagjöf vegna reikninga barna og ungmenna?

Hvaða einstaklingar teljast vera bandarískir aðilar samkvæmt FATCA?

Hvernig á að aðgreina fjárhagsreikninga þegar reikningshafinn er einstaklingur?

Er nauðsynlegt að kalla eftir nýjum upplýsingum frá viðskiptavini sem stofnar nýjan reikning hjá fjármálastofnun þar sem hann hefur þegar reikning fyrir?

Hvaða þýðingu hafa bráðabirgðareglurnar sem IRS birti með „Notice 2014-33“ fyrir íslenskar fjármálastofnanir?

Hvernig á að fylla út eyðublöðin W-8BEN-E og önnur eyðublöð frá IRS?

Er hægt að sækja um frest til að skila upplýsingum til RSK?

Hvernig á íslensk fjármálastofnun að upplýsa RSK um að ekki hafi verið unnt að afla TIN (skattkennitala)?

Reikningshafi upplýsir að hann sé fæddur í Bandaríkjunum, en hann hefur ekki bandaríska skattkennitölu og upplýsir jafnframt að hann sé ekki skattskyldur í Bandaríkjunum.  Í yfirlýsingu til fjármálastofnunar hefur hann ekki upplýst um ríkisborgararétt.  Á að fara með viðskiptavininn sem hann væri bandarískur aðili?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum