Hlutverk Skattsins og framkvæmd eftirlits með peningaþvætti

Áhættumiðað eftirlit

Áhættumiðað eftirlit byggist á grein 48 (10) í 4. peningaþvættistilskipun ESB nr. 2015/849 en þar segir:

„10. By 26 June 2017, the ESAs shall issue guidelines addressed to competent authorities in accordance with Article 16 of Regulations (EU) No 1093/2010, (EU) No 1094/2010 and (EU) No 1095/2010 on the characteristics of a risk- based approach to supervision and the steps to be taken when conducting supervision on a risk-based basis. Specific account shall be taken of the nature and size of the business, and, where appropriate and proportionate, specific measures shall be laid down.“

Samkvæmt framangreindu felst áhættumiðað eftirlit í að eftirlitsaðilum ber að áhættumeta þá tilkynningarskyldu aðila sem þeir hafa eftirlit með, bæði fjármálamarkaðinn í heild og starfsemi einstakra aðila, m.a. hvað varðar einstakar vörur og þjónustu sem þeir bjóða upp á. Einnig ber þeim að greina hvar meiri hætta er til staðar og hvar hún er minni og leggja áherslu á eftirlit með þeirri starfsemi og viðskiptum þar sem meiri hætta er á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Evrópsku eftirlitsstofnanirnar hafa gefið út viðmiðunarreglur um áhættumiðað eftirlit (e. The. Risk based Supervision Guidelines RBS). Samkvæmt reglunum skiptist áhættumiðað eftirlit í fernt. Í fyrsta lagi skilgreina áhættuþætti, í öðru lagi í mati á áhættu, í þriðja lagi áhættumiðað eftirlit og í fjórða lagi í endurskoðun og eftirfylgni. Áhersla er lögð á að eftirlit er endalaus hringrás. Við eftirlit skal tekið tillit til stærðar þess aðila sem metinn er hvað varðar upplýsingagjöf, tíðni og styrkleika eftirlits. Þrátt fyrir það skulu eftirlitsaðilar hafa í huga að smærri lögaðilar geta jafnvel falið í sér meiri áhættu en stærri lögaðilar.

Aðilar sem falla undir eftirlit RSK

Dagsektir

Eftirlitsaðilar skv. 38. gr. geta lagt dagsektir á tilkynningarskylda aðila og aðila skv. 3. mgr. 38. gr. veiti hann ekki umbeðnar upplýsingar eða sinni ekki kröfum um úrbætur innan frests skv. 44. gr. Dagsektir leggjast á þangað til farið hefur verið að kröfum eftirlitsaðila. Dagsektirnar geta numið frá 10.000 kr. til 1 millj. kr. á dag. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika viðkomandi aðila.

Stjórnvaldssektir

Eftirlitsaðilar geta lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn tilteknum ákvæðum pþl., reglugerðum og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra. Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á tilkynningarskylda aðila geta numið frá 500 þús. kr. til 800 millj. kr. Stjórnvaldssektir sem lagðar eru á starfsmenn tilkynningarskyldra aðila geta numið frá 100 þús. kr. til 625 millj. kr. Þrátt fyrir framangreint getur upphæð stjórnvaldssekta eftir atvikum numið allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef lögaðili er hluti af samstæðu.

Ef einstaklingur eða lögaðili hefur hlotið fjárhagslegan ávinning af broti er heimilt að ákvarða hinum brotlega sektarfjárhæð sem nemi allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem fjárhagslegur ávinningur hins brotlega nam. Þegar brot á lögum þessum er framið í starfsemi lögaðila, og í þágu hans, má leggja stjórnvaldssekt á lögaðilann án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðila. Hafi fyrirsvarsmaður eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má einnig leggja stjórnvaldssekt á lögaðilann ef brotið var í þágu hans. Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

Reglur 33/2025 um sáttagerðir samkvæmt lögum nr. 140/2018 og nr. 68/2023

Viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra um opinbera birtingu viðurlaga samkvæmt lögum nr. 140/2018 og nr. 68/2023

Hættumerki

Ýmsar aðferðir og hættumerki (e. red flags) eru þekkt við að þvætta fé m.a. út frá dómaframkvæmd, fræðiritum og leiðbeiningum ESB og FATF. Jafnframt hefur það sýnt sig að ýmsir veikleikar eru í starfsemi lögaðila hvað viðkemur hættu á að starfsemin sé notuð við að þvætta fé. Líkt og áður var nefnt er tilkynningarskyldum aðilum skylt að tilkynna öll grunsamleg viðskipti til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu, að eigin frumkvæði, og veita henni allar nauðsynlegar upplýsingar við greiningu tilkynninga. Með hugtakinu grunur er vísað til lægsta stigs gruns, þ.e. að sérhver grunur, óháð því hve mikill hann er, uppfyllir skilyrði greinarinnar um grun. Með grun er því að þessu leyti ekki gerð jafn ítarleg og afdráttarlaus krafa og almennt gildir í réttarfari um rökstuddan grun. Væri í þessu sambandi nægjanlegt að grunur kviknaði um að fjármuni kunni að mega rekja til refsiverðrar háttsemi hvort sem sá grunur reynist síðar meir hafa verið reistur á fullnægjandi rökum eður ei.

Eftirfarandi eru dæmi um hættumerki er tengjast peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það skal athugast að þessi listi er einungis til viðmiðunar og alls ekki tæmandi. Þrátt fyrir að eitthvað af eftirfarandi hættumerkjum eigi við getur það átt sér eðlilegar skýringar. Tilkynningarskyldir aðilar skulu því meta áhættu með heildrænum hætti þar sem eitt hættumerki á ekki að færa viðskiptavin upp eða niður um áhættuflokk.

Dæmi um hættumerki tengd peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Ítarefni

Skammstafanir

Hvar finn ég reglurnar?