2022

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, 5. apríl 2022, í máli S-5482/2021

5.4.2022

Héraðssaksóknari 

(Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari)

gegn

Sverri Einari Eiríkssyni
(Ragnar Baldursson lögmaður)

Dómur

Mál þetta, sem dómtekið var 25. mars 2022,er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 18. nóvember 2021, á hendur Sverri Einari Eiríkssyni, kt. [...], [...], Reykjavík, „fyrir meiri háttar brot gegn skattalögumog fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélaganna BHG, kt. [...], Sogið veitingar, kt. [...]og Jupiter gisting, kt. [...], nú allra gjaldþrota og afskráðra, sem fyrirsvarsmaður félaganna eins og nánar greinir um brot í rekstri hvers félags í ákæruköflum I til III:

I

Fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti sem framkvæmdastjóri og varastjórnarmaður félagsins BHG ehf.:

1. Með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins á lögmæltum tíma vegna uppgjörstímabilanna september-október og nóvember –desember rekstrarárið 2017 og janúar –febrúar og mars -apríl rekstrarárið 2018 og með því að hafa ekki staðið ríkissjóði skil í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, á virðisaukaskatti sem innheimtur var, eða innheimta bar, í rekstri félagsins vegna uppgjörstímabilanna júlí – ágúst, september - október og nóvember – desember rekstrarárið 2017 og janúar – febrúar og mars – apríl rekstrarárið 2018, samtals að fjárhæð 3.788.096 krónur, sem sundurliðast svo:

Ár Tímabil Fjárhæð  Samtals
 2017 júlí - ágústkr.  381.122 
 september - októberkr.  212.113 
  SAMTALSkr. 870.025 
     
 2018 janúar - febrúarkr.  2.134.439 
  mars - aprílkr.  783.632 
  SAMTALSkr.  2.918.071
     
  Allskr.  3.788.096 

2. Með því að hafa ekki staðið á lögmæltum tíma skil á staðgreiðsluskilagreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilanna ágúst, september, október, nóvember og desember rekstrarárið 2017 og janúar, febrúar, mars, apríl, maí og júní rekstrarárið 2018 og með því að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins vegna sömu greiðslutímabila á sömu rekstrarárum samtals að fjárhæð 10.392.463krónur, sem sundurliðast sem hér greinir:

Ár  Tímabil Fjárhæð  Samtals
 2017 ágústkr.  963.037 
 september kr.  738.505 
 október kr. 752.508 
 nóvember kr. 951.994 
 desember kr.  951.544 
  SAMTALSkr
4.357.588 
     
 2018 janúarkr. 873.196  
  febrúarkr.935.733  
  marskr. 823.828  
  aprílkr. 839.449  
  maíkr. 1.329.597  
  júníkr. 1.233.072  
  SAMTALSkr. 
6.034.875 
     
  ALLSkr. 
10.392.463 

3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu BHG ehf. ávinnings af brotum samkvæmt ákæruliðum 1 og 2, samtals að fjárhæð 14.180.559 krónur, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins.

II

Fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins Sogið veitingar ehf.:

1.Með því að hafa ekki staðið á lögmæltum tíma skil á staðgreiðsluskilagreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilanna júní, júlí, ágúst, september, október og nóvember rekstrarárið 2018 og með því að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins vegna sömu greiðslutímabila á sömu rekstrarárum samtals að fjárhæð 9.295.378 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir:

Ár Tímabil  Fjárhæð Samtals 
 2018 júní kr.  1.819.303 
  júlí kr. 2.013.515 
  ágúst kr. 2.339.863 
  september kr. 1.415.511 
  október kr. 1.217.392 
  nóvember kr. 489.794 
  SAMTALS kr.  9.295.378

2. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu Sogið veitingar ehf. ávinnings af brotum samkvæmt ákærulið 1, samtals að fjárhæð 9.295.378 krónur, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins.

III

Fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaðurfélagsins Jupiter gisting ehf.:

1. Með því að hafa ekki staðið á lögmæltum tíma skil á staðgreiðsluskilagreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda vegna greiðslutímabilanna júlí, ágúst, september, nóvember og desember rekstrarárið 2018 og janúar, febrúar og mars 2019 og með því að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins vegna greiðslutímabilanna júlí, ágúst, september, október, nóvember og desember rekstrarárið 2018 og janúar, febrúar, mars og apríl 2019 samtals að fjárhæð 8.724.220krónur, sem sundurliðast sem hér greinir:

Ár  Tímabil Fjárhæð  
2018 júlí kr. 1.049.266 
  ágúst kr. 1.078.327 
  september kr. 998.903 
  október kr. 759.538 
  nóvember kr. 1.004.889 
  desember kr. 753.943 
  SAMTALS kr.  5.644.866
     
 2019janúar  kr.723.973  
  febrúar kr. 738.944 
  mars kr. 573.946 
  apríl kr. 1.042.491 
  SAMTALS kr. 3.079.354 
     
  ALLS kr.  8.724.220
 

2. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu Jupiter gisting ehf. ávinnings af brotum samkvæmt ákærulið 1, samtals að fjárhæð 8.724.220krónur, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins.

IV

Brot ákærða samkvæmt ákærulið I-1teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. 

Brot ákærða samkvæmt ákæruliðum I-2, II-1 og III-1teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Brot ákærða samkvæmt ákæruliðum I-3, II-2 og III-2teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr.,264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“ 

Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegra málsvarnarþóknunarsér til handa.

Við þingfestingu málsins 16. mars sl. féll ákæruvaldið frá ákærufyrir peningaþvætti samkvæmtákæruköflum I-3, II-2 og III-2.

Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 

Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Ákærði mótmælir heimfærslubrota samkvæmt I-1, I-2, II-1 og III-1til 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlagaog telur að brot hans séu ekki stórfelld í skilningi ákvæðisins.

Samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga skal hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gerist m.a. sekur um meiriháttar brot gegn 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sæta fangelsi allt að 6 árum. Í 3. mgr. 262. gr. laganna eru tilgreind þau þrjú viðmið sem litið skal til við mat á því hvort brot teljist meiri háttar í skilningi ákvæðisins, þ.e. hvort brotið lúti að verulegum fjárhæðum, hvort verknaður sé framinn með sérlega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög saknæmi brotsins, svo og ef maður, sem til refsingar skal dæma fyrir eitthvert þeirra brota sem getur í1. eða 2. mgr., hefur áður verið dæmdur fyrir sams konar brot eða eitthvert annað brot sem undir þau ákvæði fellur. 

Hvert þeirra atriða sem tilgreind eru í 3. mgr. nægja til þess að sakfella megi fyrir brot gegn greininni en í þessu sambandi vísast til dóms Landsréttar í máli nr. 504/2018. Til sömu viðmiða lítur skattrannsóknarstjóri við mat á því hvort skilyrði séu til að ljúka máli með sektargerð. Brot ákærða er ásetningsbrot en hann stóð, í tengslum við rekstur þriggja félaga sem hann var í forsvari fyrir, ekki skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna uppgjörstímabila sem tilgreind eru í ákæru. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var, eða innheimta bar, nánar tilgreind uppgjörstímabil. Þá stóð ákærði hvorkiskil á staðgreiðsluskilagreinum allra félaganna á lögmæltum tíma vegna staðgreiðslu opinberra gjalda né stóð hann skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins vegna nánar tilgreindra greiðslutímabila. Teljast brot sem þessi til skattsvika. Ber því jafnframt að líta til þess við hvaða aðstæður brot ákærða var framið og með hvaða hætti. Þegar svo háttar til sem í tilviki ákærða verður að líta svo á að vanframtaldar fjárhæðir hafi takmarkaðra vægi en ella. Í tilviki ákærða er þó um að ræða verulegar fjárhæðir. 

Með vísan til framangreinds teljast brot ákærða samkvæmt framangreindum ákæruköflum vera meiri háttar í skilningi 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. 

Samkvæmt fyrirliggjandi sakavottorði hefur ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Til þess er litið við ákvörðun refsingar svo og til skýlausrar játningar hans hér fyrir dómi. 

Með vísan til dómaframkvæmdar í sambærilegum málum er refsing ákærða ákveðin 10mánaða fangelsien fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 

Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda verður ákærða jafnframt gerð sektarrefsing. Brot gegn ákvæðunum varðar sektum, sem skulu aldrei vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna og ekki hærri en nemur tífaldri fjárhæðinni. Verður miðað við tvöfalda fjárhæð vanskila og skal ákærði greiða 64.400.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Vararefsing ákærða er með hliðsjón af viðmiðunarreglum dómstólaráðs ákveðin 360 daga fangelsi.

Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ragnars Baldurssonarlögmanns,195.300 krónur en tekið er tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunarinnar.

Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

D Ó M S O R Ð:

Ákærði, Sverrir Einar Eiríksson, sæti fangelsi í tíu mánuðien fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.Þá greiði ákærði 64.400.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 360 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins.

Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðsverjanda síns, RagnarsBaldurssonarlögmanns, 195.300 krónur.

Sigríður Hjaltested

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum