2020

Dómur Landsréttar 18. desember 2020 í máli nr. 388/2019

18.12.2020

Dómur föstudaginn 18. desember 2020. Mál nr. 388/2019:

Ákæruvaldið

(Einar Tryggvason saksóknari)

gegn

A

(Gestur Jónsson lögmaður)

Lykilorð

Skattalög. Skattrannsókn. Skilorð. Sekt. Álag. Stjórnarskrá. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Frávísunarkröfu hafnað. Dráttur á máli.

Útdráttur

A var sakfelldur í héraði fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008 með því að hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum tekjur af uppgjöri á samtals 584 gjaldmiðlasamningum, samtals að fjárhæð 593.522.000 krónur. Fyrir Landsrétti krafðist A þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi, til vara sýknu, að því frágengnu að ákvörðun refsingar yrði frestað en að öðrum kosti að fullnustu refsingar yrði frestað skilorðsbundið. Landsréttur féllst ekki á þá röksemd fyrir frávísun málsins að meðferð málsins fyrir dómstólum bryti gegn banni við endurtekinni málsmeðferð samkvæmt 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu A. Var refsing A ákveðin fangelsi í átta mánuði auk þess sem honum var gert að greiða sekt í ríkissjóð að fjárhæð 103.680.100 krónur, sem nam tvöfaldri fjárhæð þess skattstofns sem undan var dreginn að frádregnum skatti af álagi. Var fullnustu refsingar A, bæði refsivist og fésekt, frestað skilorðsbundið í tvö ár, en ryfi A skilorðið skyldi tólf mánaða fangelsi koma í stað sektarinnar.

Dómur Landsréttar

Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson, Jón Höskuldsson og Ragnheiður Harðardóttir.

Málsmeðferð og dómkröfur aðila

1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 15. maí 2019 að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 4. janúar 2019 í málinu nr. S-[…]/2013.

2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd.

3 Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, til vara krefst hann sýknu af kröfum ákæruvaldsins, að því frágengnu að ákvörðun refsingar verði frestað en að öðrum kosti að fullnustu refsingar, jafnt fangelsis- sem sektarrefsingar, verði frestað skilorðsbundið.

Málsatvik

4 Í máli þessu er ákærða gefið að sök meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008 með því að hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum tekjur af uppgjöri af samtals 584 gjaldmiðlasamningum sem gerðir voru við Landsbanka Íslands hf. og Íslandsbanka/Glitni Banka hf., samtals að fjárhæð 593.522.000 krónur, það er 254.592.000 krónur tekjuárið 2006, 142.610.000 krónur tekjuárið 2007 og 196.320.000 krónur tekjuárið 2008, sem skattskyldar voru samkvæmt 3. tölulið C- liðar 7. gr., sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Er háttsemin í ákæru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003.

5 Skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf 13. janúar 2011 rannsókn á skattskilum ákærða og gaf hann skýrslu hjá skattrannsóknarstjóra 24. mars það ár. Skattrannsóknarstjóri tók saman skýrslu um rannsóknina 14. október 2011 og var málið sent ríkisskattstjóra til meðferðar 18. sama mánaðar, sbr. 6. mgr. 103. gr. og 3. mgr. 101. gr. laga nr. 90/2003.

6 Með úrskurði ríkisskattstjóra 28. mars 2012 var stofn til útreiknings fjármagnstekjuskatts ákærða vegna gjaldáranna 2007 til og með 2009 endurákvarðaður að viðbættu 25% álagi á vanframtalinn skattstofn, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003. Fyrir liggur að ákærði greiddi skattskuldina 17. apríl sama ár.

7 Ákærði skaut úrskurði ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar með kæru 25. júní 2012 og krafðist þess að hækkun á skattstofni hans yrði lækkuð. Með úrskurði yfirskattanefndar 19. júní 2013 var kröfum ákærða hafnað.

8 Með bréfi 3. maí 2012 vísaði skattrannsóknarstjóri máli ákærða til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, sbr. 4. mgr. 110. gr. laga nr. 90/2003. Hófst rannsókn málsins hjá því embætti með skýrslutöku af ákærða 19. nóvember það ár. Með ákæru sérstaks saksóknara 22. janúar 2013 var mál þetta síðan höfðað á hendur ákærða fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003, sem fyrr greinir.

9 Mál ákærða var þingfest í héraði 8. febrúar 2013. Við fyrirtöku þess 29. maí það ár lagði verjandi ákærða fram greinargerð þar sem þess var krafist að málinu yrði frestað uns niðurstaða yfirskattanefndar í tilefni af kæru hans 25. júní 2012 lægi fyrir. Til vara var þess krafist að málinu yrði vísað frá dómi en að því frágengnu að ákærði yrði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Var frávísunarkrafa ákærða á því reist að með ákvörðun ríkisskattstjóra um skattálag hefði honum verið gerð refsing í skilningi 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Færi frekari málsmeðferð því í bága við það ákvæði mannréttindasáttmálans þar sem þess væri krafist að ákærða yrði á ný gerð refsing fyrir sömu brot. Í þinghaldinu færði héraðsdómari til bókar að málinu yrði frestað til 17. september 2013 meðan beðið væri niðurstöðu í máli ákærða fyrir yfirskattanefnd.

10 Með bréfi verjanda ákærða til héraðsdómara 24. júní 2013 var upplýst að niðurstaða yfirskattanefndar í málinu lægi fyrir. Var þess jafnframt farið á leit að meðferð málsins fyrir héraðsdómi yrði enn frestað á meðan mál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri gegn Íslandi væri rekið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem reyndi á svipuð álitaefni og í máli ákærða sem krafa hans um frávísun væri reist á. Með dómi Mannréttindadómstólsins 18. maí 2017 var fallist á röksemdir kærenda í því máli um að brotið hefði verið gegn ákvæði 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmálans.

11 Málið var næst tekið fyrir í héraðsdómi 13. desember 2017 og ákveðinn munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu ákærða sem síðan fór fram 23. mars 2018. Við upphaf þess þinghalds var fært til bókar að málinu hefði upphaflega verið frestað utan réttar vegna meðferðar fyrrgreinds máls fyrir Mannréttindadómstólnum og síðar meðan beðið hafi verið dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 283/2016 þar sem krafist hafi verið frávísunar á sama grunni og í máli ákærða.

12 Með úrskurði héraðsdóms 25. apríl 2018 var fallist á kröfu ákærða um frávísun málsins en sá úrskurður var ómerktur með úrskurði Landsréttar 9. maí 2018 í máli nr. 388/2018 og málinu vísað aftur heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar á ný. Með úrskurði héraðsdóms 17. sama mánaðar var á ný fallist á frávísunarkröfu ákærða. Með úrskurði Landsréttar 4. október 2018 í máli nr. 456/2018 var sá úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar.

13 Aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi fór fram 7. desember 2018. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi kvað ákærði efnislýsingu í ákæru rétta. Þá bar hann ekki brigður á gögn um viðskipti sín samkvæmt gjaldmiðlasamningum umrædd ár sem liggja fyrir í málinu og vísað er til í ákæru. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 4. janúar 2019. Með honum var ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í eitt ár með vísan til 57. gr. almennra hegningarlaga.

14 Ríkissaksóknari áfrýjaði héraðsdómi til Landsréttar 15. maí 2019 að fengnu áfrýjunarleyfi. Málsgögn bárust ríkissaksóknara frá héraðsdómi 13. desember sama ár og voru send Landsrétti 4. febrúar 2020. Greinargerð ákæruvaldsins barst réttinum 19. sama mánaðar en verjanda 1. apríl og fór aðalmeðferð málsins fram fyrir Landsrétti 20. nóvember 2020.

Niðurstaða

Krafa um frávísun

15 Krafa ákærða um að málinu verði vísað frá héraðsdómi er sem fyrr á því reist að efnismeðferð og sakfelling í því fari í bága við ákvæði 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð í sakamálum, það er sú regla sem nefnd hefur verið ne bis in idem. Vísar ákærði til þess að skattyfirvöld hafi áður endurákvarðað stofn til útreiknings fjármagnstekjuskatts hans vegna gjaldáranna 2007 til og með 2009 og bætt 25% álagi við vantalinn skattstofn samkvæmt heimild í 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003.

16 Með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands og Mannréttindadómstóls Evrópu verður lagt til grundvallar að meðferð máls ákærða hjá skattyfirvöldum og beiting stjórnsýsluviðurlaga sem fólu í sér að bætt var álagi við vantalinn skattstofn, sem að framan greinir, hafi verið sakamál í skilningi framangreinds ákvæðis mannréttindasáttmálans. Jafnframt að með rekstri þess hjá skattyfirvöldum annars vegar og rannsókn og meðferð þess hjá lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómi hins vegar hafi verið rekin tvö aðskilin mál á hendur ákærða vegna sama brots í skilningi ákvæðisins. Líkt og dómaframkvæmd ber með sér getur slíkt samrýmst fyrrnefndri reglu mannréttindasáttmálans að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, einkum að sýnt sé fram á að rekstur málanna hafi verið nægjanlega samþættur eða samtengdur í efni og tíma, þannig að úr hafi orðið ein samþætt heild.

17 Með úrskurði Landsréttar í máli nr. 456/2018, sem að framan er getið, færði rétturinn röksemdir fyrir þeirri niðurstöðu að í máli ákærða hafi verið fullnægt þeim skilyrðum sem leiði af dómi Hæstaréttar 21. september 2017 í máli nr. 283/2016 og dómum Mannréttindadómstólsins svo að ekki verði talið brotið gegn reglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð í sakamálum. Ákærði telur þá niðurstöðu ekki samrýmast niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í fyrrgreindum dómi í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri gegn Íslandi frá 18. maí 2017. Þá sé niðurstaðan í andstöðu við dóma Mannréttindadómstólsins sem síðar hafa gengið í málum Ragnars Þórissonar gegn Íslandi frá 12. febrúar 2019 og Bjarna Ármannssonar gegn Íslandi frá 16. apríl 2019.

18 Við mat á því hvort málsmeðferð teljist nægilega samþætt að efni til verður að líta til þess hvort meðferð síðara málsins hafi verið til fyllingar eða viðbótar meðferð hins fyrra, hvort hin tvíþætta málsmeðferð hafi verið fyrirsjáanleg afleiðing þeirrar háttsemi sem um ræðir, hvort leitast hafi verið við af fremsta megni að forðast endurtekna öflun og mat sönnunargagna og loks hvort í síðari málsmeðferðinni hafi verið tekið tillit til þeirra viðurlaga sem áður voru á lögð.

19 Eins og rakið er í framangreindum úrskurði Landsréttar í máli nr. 456/2018 voru viðurlög við þeim skattalagabrotum sem ákærða eru gefin að sök fyrirsjáanleg samkvæmt íslenskum rétti, auk þess sem hann hafði á öllum stigum málsins upplýsingar frá skattyfirvöldum um framgang þess. Þá leiðir af 109. gr. laga nr. 90/2003 að frá sektarfjárhæð í sakamáli skuli draga álag samkvæmt 108. gr. laganna. Sem fyrr greinir gaf ákærði skýrslu hjá skattrannsóknarstjóra í mars 2011 og síðan á ný hjá sérstökum saksóknara í nóvember 2012 eftir að máli hans hafði verið vísað þangað. Við upphaf síðari skýrslutökunnar lagði ákærði fram bókun þar sem fram kom að hann myndi nýta sér rétt sinn til að svara ekki spurningum rannsakenda meðan mál hans væri til afgreiðslu hjá yfirskattanefnd og fór svo að hann svaraði ekki spurningum sem til hans var beint við yfirheyrsluna. Þótt rannsókn skattrannsóknarstjóra og sérstaks saksóknara hafi að meginstefnu beinst að sömu atriðum var markmið þeirra lögum samkvæmt ekki það sama. Þannig laut rannsókn skattrannsóknarstjóra að því að upplýsa hvernig staðið hefði verið að skattskilum ákærða og hvort hann hefði vanrækt skyldur sínar í því efni. Rannsókn sérstaks saksóknara miðaði á hinn bóginn að því að leiða í ljós hvort háttsemin teldist meiri háttar brot gegn skattalögum sem framið hefði verið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, sbr. 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Var meðferð sakamálsins því til fyllingar eða viðbótar málsmeðferð skattyfirvalda, sbr. til hliðsjónar framangreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 283/2016. Þótt rannsóknin hafi beinst að mismunandi þáttum hlýtur rannsókn skattyfirvalda eðli máls samkvæmt að jafnaði að vera grundvöllur að rannsókn lögreglu og meðal gagna hennar. Svo var í þessu tilviki og verður ekki talið að rannsókn sérstaks saksóknara hafi falið í sér ónauðsynlega endurtekningu fyrri málsmeðferðar, heldur hafi verið um að ræða rekstur tveggja aðskilinna mála sem mynduðu að efni til eina samþætta heild.

20 Við mat á því hvort málsmeðferðin hafi verið nægilega samþætt í tíma verður að líta til framvindu hennar með hliðsjón af þeim viðmiðum sem fram koma í dómum Mannréttindadómstólsins og dómi Hæstaréttar í máli nr. 283/2016.

21 Í málsatvikakafla hér að framan hefur verið gerð grein fyrir rekstri mála ákærða hjá skattyfirvöldum og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Hefur heildartími meðferðar mála hans verið níu ár og ellefu mánuðir miðað við upphafsdag rannsóknar skattrannsóknarstjóra 13. janúar 2011. Eins og þar er rakið lauk málinu hjá skattyfirvöldum árið 2013 og ákæra var gefin út 22. janúar sama ár. Meðferð málsins fyrir héraðsdómi var frestað að beiðni verjanda í júní 2013 og stóð fresturinn í um það bil fjögur og hálft ár, lengst af á meðan beðið var dóms Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri gegn íslenska ríkinu. Mál ákærða voru rekin samhliða hjá skattyfirvöldum og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum í sjö mánuði frá því er hann gaf skýrslu sem sakborningur hjá sérstökum saksóknara 19. nóvember 2012 til 19. júní 2013 þegar úrskurður yfirskattanefndar var kveðinn upp, sem er það tímamark sem miðað var við í dómi Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri gegn Íslandi. Hins vegar myndi meðferð málanna talin hafa skarast í þrettán mánuði ef miðað yrði við það tímamark er úrskurður yfirskattanefndar varð endanlegur eins og gert var í dómi Mannréttindadómstólsins í máli Bjarna Ármannssonar gegn Íslandi. Þá sker mál ákærða sig frá framangreindum málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fleiri, Bjarna Ármannssonar og Ragnars Þórissonar, sem rekin voru fyrir Mannréttindadómstólnum, með því að ákæra var gefin út á hendur honum áður en meðferð málsins lauk hjá skattyfirvöldum, eða fimm mánuðum fyrir uppkvaðningu úrskurðar yfirskattanefndar sem varð endanlegur sex mánuðum síðar.

22 Samkvæmt framangreindu verður talið að skilyrðum um nauðsynlega samþættingu mála ákærða að efni til og í tíma hafi verið fullnægt við rekstur mála hans hjá skattyfirvöldum annars vegar og lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum hins vegar. Þá verður ekki fallist á það með ákærða að af dómum Mannréttindadómstólsins í málum Bjarna Ármannssonar og Ragnars Þórissonar leiði að ekki beri að miða við þau sjónarmið sem lögð voru til grundvallar í dómi Hæstaréttar í máli nr. 283/2016. Kröfu ákærða um að málinu verið vísað frá héraðsdómi er því hafnað.

Krafa um sýknu

23 Í málinu er ágreiningslaust að viðskipti ákærða sem ákæra lýtur að teljast til afleiðuviðskipta í skilningi laga um verðbréfaviðskipti, sbr. nú lög nr. 108/2007, áður lög nr. 33/2003. Ákærði krefst sýknu á þeim grunni að ekki hafi verið heimilt að lögum að skattleggja tekjur af afleiðusamningum sem vaxtatekjur samkvæmt 3. tölulið C-liðar 7. gr., sbr. 8. gr. laga nr. 90/2003, eins og gert var í máli hans. Með 4. gr. laga nr. 142/2013 hafi lögum nr. 90/2003 verið breytt þannig að bætt var við 1. mgr. 12. gr. laganna ákvæði um að tekjur af afleiðusamningum yrðu skattlagðar sem söluhagnaður í stað vaxtatekna. Hafi það haft í för með sér að draga megi frá skattskyldum hagnaði af sölu eigna tap sem skattaðili hefur orðið fyrir vegna sölu sams konar eigna á sama ári, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 90/2003.

24 Sem að framan greinir er ákærða gefið að sök meiri háttar brot gegn 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 en samkvæmt þeirri lagagrein skal skattskyldur maður sæta refsingu ef hann skýrir af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því sem máli skiptir um tekjuskatt sinn. Lagasetningin sem ákærði vísar til breytti engu um refsinæmi þess verknaðar sem ákæra lýtur að. Í henni fólst því ekki breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðar og skal dæma málið eftir gildandi skattalögum á þeim tíma er ákærði aflaði teknanna og bar að telja þær fram, sbr. lokamálslið 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga, sbr. og dóma Hæstaréttar 22. maí 2014 í máli nr. 416/2013, 5. júní 2014 í máli nr. 538/2013 og 11. júní 2015 í máli nr. 550/2014. Þeir afleiðusamningar sem leiddu til hagnaðar fyrir ákærða fólu í sér tekjur af peningalegum eignum sem voru skattskyldar samkvæmt 3. tölulið C-liðar 7. gr., sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2003. Var því ekki fyrir að fara heimild til þeirrar uppgjörsaðferðar sem í 1. mgr. 24. gr. laganna greinir.

25 Ekki verður heldur fallist á það með ákærða að tekjur hans af viðskiptum með afleiðusamninga hafi borið að skattleggja sem tekjur af sjálfstæðri atvinnustarfsemi, sbr. B-lið 7. gr. laga nr. 90/2003. Ákærði stundaði viðskiptin í eigin nafni en fyrir liggur að hann var í launuðu starfi hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna á þeim tíma. Ekkert er fram komið í málinu til stuðnings þeirri staðhæfingu að hann hafi stundað viðskiptin í atvinnuskyni. Þá leysir það ákærða ekki undan refsiábyrgð á framtali tekna að Landsbanki Íslands hf. og Íslandsbanki/Glitnir Banki hf. hafi ekki haldið eftir staðgreiðslu skatts af tekjum af viðskiptunum samkvæmt lögum nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, sbr. til hliðsjónar framangreinda dóma Hæstaréttar í málum nr. 416/2013 og 538/2013. Loks er engum upplýsingum til að dreifa um hugsanlegan kostnað vegna viðskiptanna sem heimilt væri að draga frá skattskyldum hagnaði af þeim en ákærði hafði alla möguleika á að leggja slík gögn fram.

26 Samkvæmt framangreindu skýrði ákærði rangt frá fjármagnstekjum sínum gjaldárin 2007 til og með 2009 vegna tekjuáranna 2006 til og með 2008 svo að máli skipti um skattlagningu hans. Háttsemin er virt honum til stórkostlegs hirðuleysis og var um meiri háttar brot að ræða enda varðaði það verulegum fjárhæðum. Verður því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003.

27 Ákærði hefur einnig í þessu sambandi vísað til breytingar sem varð með lögum nr. 33/2020 þar sem ákvæði til bráðabirgða vær bætt við lög nr. 90/2003. Ákvæðið lýtur að málsmeðferð skattyfirvalda og lögreglu en varðar ekki refsinæmi háttsemi samkvæmt framangreindum lagagreinum. Annað það sem ákærði hefur fært fram getur ekki orðið til þess að hann verði sýknaður eða málinu vísað frá dómi.

Ákvörðun refsingar og sakarkostnaðar

28 Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar í máli hans verður til þess litið að brot hans varðaði háum fjárhæðum en einnig til þess að óhæfilegur dráttur hefur orðið á rekstri málsins eins og að framan er rakið. Þannig eru nú liðin nær tíu ár frá upphafi rannsóknar skattrannsóknarstjóra og tæp átta ár frá útgáfu ákæru.

29 Samkvæmt framangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði. Með hliðsjón af 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 verður honum jafnframt gerð fésekt svo nemi tvöfaldri fjárhæð þess skattstofns sem undan var dreginn að frádregnum skatti af álagi samkvæmt 108. gr. laganna eða 103.680.100 krónur.

30 Þar sem meðferð málsins hefur dregist óheyrilega án þess að við ákærða sé að sakast þar um þykir mega ákveða að fresta fullnustu refsingar hans, bæði refsivist og fésekt, eins og í dómsorði greinir.

31 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð: Ákærði, A, sæti fangelsi í átta mánuði. Ákærði greiði 103.680.100 króna sekt til ríkissjóðs.

Fresta skal fullnustu refsingar ákærða og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Rjúfi ákærði skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá því að ákærða var tilkynnt að refsing kæmi til framkvæmda.

Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 2.077.011 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gests Jónssonar lögmanns, 1.800.000 krónur.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. janúar 2019

Árið 2019, föstudaginn 4.janúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S- 47/2013: Ákæruvaldið gegn A en málið var dómtekið 7. desember sl.

Málið er höfðað með ákæru sérstaks saksóknara, dagsettri 22. janúar 2013, á hendur:

„A, kt. […], […], Reykjavík

Fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008, en ákærði lét undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum tekjur af uppgjöri af samtals 584 gjaldmiðlasamningum sem gerðir voru við Landsbanka Íslands hf. og Íslandsbanka/Glitni Banka hf., samtals að fjárhæð kr. 593.522.000, sem skiptist þannig, kr. 254.592.000 tekjuárið 2006, kr. 142.610.000 tekjuárið 2007 og kr. 196.320.000 tekjuárið 2008, sem skattskyldar eru skv. 3. tl. C-liðar 7. gr., sbr. 2. mgr.

8. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, sem sundurliðast sem hér greinir:

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) í Landsbanka Íslands hf. árið 2006:

Auðkenni/ Tilvísun

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 19.1.2006 27.1.2006 103,57 1.000.000 -103.570.000
[…] 20.1.2006 27.1.2006 103,87 -1.000.000 103.870.000 300.000
[…] 3.3.2006 7.3.2006 110,05 1.000.000 -110.050.000
[…] 7.3.2006 7.3.2006 111,50 -1.000.000 111.500.000 1.450.000
[…] 10.3.2006 14.3.2006 116,64 1.000.000 -116.640.000
[…] 10.3.2006 14.3.2006 116,75 1.000.000 -116.750.000
[…] 14.3.2006 14.3.2006 118,30 -2.000.000 236.600.000 3.210.000
[…] 15.3.2006 17.3.2006 117,85 -1.000.000 117.850.000
[…] 15.3.2006 17.3.2006 117,50 -1.000.000 117.500.000
[…] 16.3.2006 17.3.2006 117,20 1.000.000 -117.200.000
[…] 7.3.2006 17.3.2006 111,73 1.000.000 -111.730.000 6.420.000
[…] 16.3.2006 20.3.2006 115,90 -1.000.000 115.900.000
[…] 17.3.2006 20.3.2006 116,62 -1.000.000 116.620.000
[…] 16.3.2006 20.3.2006 115,71 1.000.000 -115.710.000
[…] 16.3.2006 20.3.2006 115,74 1.000.000 -115.740.000 1.070.000
[…] 20.3.2006 22.3.2006 118,42 2.000.000 -236.840.000
[…] 22.3.2006 22.3.2006 121,00 -2.000.000 242.000.000 5.160.000
[…] 27.3.2006 29.3.2006 123,26 -2.000.000 246.520.000
[…] 27.3.2006 29.3.2006 121,20 2.000.000 -242.400.000 4.120.000


Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Auðkenni/ Tilvísun

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 30.3.2006 3.4.2006 118,55 2.000.000 -237.100.000
[…] 3.4.2006 3.4.2006 122,85 -2.000.000 245.700.000 8.600.000
[…] 3.4.2006 5.4.2006 122,56 2.000.000 -245.120.000
[…] 5.4.2006 5.4.2006 123,55 -2.000.000 246.700.000 1.580.000
[…] 5.4.2006 12.4.2006 123,35 2.000.000 -247.100.000
[…] 11.4.2006 12.4.2006 125,11 -2.000.000 250.220.000 3.120.000
[…] 16.5.2006 18.5.2006 125,99 -4.000.000 503.960.000
[…] 18.5.2006 18.5.2006 125,55 4.000.000 -502.200.000 1.760.000
[…] 3.4.2006 13.6.2006 124,73 2.000.000 -249.460.000
[…] 23.5.2006 13.6.2006 126,33 -4.000.000 505.320.000
[…] 24.5.2006 13.6.2006 127,78 2.000.000 -255.560.000
[…] 13.6.2006 13.6.2006 130,70 -2.000.000 261.400.000
[…] 14.3.2006 13.6.2006 120,46 2.000.000 -240.920.000 20.780.000
[…] 13.6.2006 15.6.2006 130,61 2.000.000 -261.220.000
[…] 15.6.2006 15.6.2006 131,70 -2.000.000 263.400.000 2.180.000
[…] 14.6.2006 16.6.2006 131,12 3.000.000 -393.360.000
[…] 16.6.2006 16.6.2006 131,30 -3.000.000 393.900.000 540.000
[…] 8.6.2006 20.6.2006 129,62 2.000.000 -259.240.000
[…] 20.6.2006 20.6.2006 130,30 -2.000.000 260.600.000 1.360.000
[…] 20.6.2006 4.7.2006 130,73 2.000.000 -261.460.000
[…] 30.6.2006 4.7.2006 133,65 -2.000.000 267.300.000 5.840.000
[…] 18.8.2006 22.8.2006 122,20 2.000.000 -244.400.000
[…] 18.8.2006 22.8.2006 122,55 2.000.000 -245.100.000
[…] 18.8.2006 22.8.2006 122,70 -2.000.000 245.400.000
[…] 21.8.2006 22.8.2006 123,20 -2.000.000 246.400.000 2.300.000
[…] 22.8.2006 24.8.2006 124,35 -2.000.000 248.700.000
[…] 22.8.2006 24.8.2006 123,80 2.000.000 -247.600.000 1.100.000
[…] 30.8.2006 1.9.2006 122,35 2.000.000 -244.700.000
[…] 31.8.2006 1.9.2006 122,84 -2.000.000 245.680.000 980.000
[…] 7.9.2006 11.9.2006 123,15 3.000.000 -369.450.000
[…] 7.9.2006 11.9.2006 124,15 -3.000.000 372.450.000 3.000.000
[…] 14.11.2006 16.11.2006 122,20 2.000.000 -244.400.000
[…] 15.11.2006 16.11.2006 123,85 -2.000.000 247.700.000 3.300.000
[…] 21.11.2006 23.11.2006 125,20 3.000.000 -375.600.000
[…] 21.11.2006 23.11.2006 125,50 3.000.000 -376.500.000
[…] 22.11.2006 23.11.2006 127,35 -3.000.000 382.050.000
[…] 22.11.2006 23.11.2006 127,29 -3.000.000 381.870.000 11.820.000
[…] 4.12.2006 6.12.2006 123,59 3.000.000 -370.770.000
[…] 6.12.2006 6.12.2006 124,90 -3.000.000 374.700.000 3.930.000
[…] 6.12.2006 8.12.2006 124,95 2.000.000 -249.900.000
[…] 7.12.2006 8.12.2006 125,10 -2.000.000 250.200.000 300.000


Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Auðkenni/ Tilvísun

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 5.12.2006 13.12.2006 123,09 3.000.000 -369.270.000
[…] 6.12.2006 13.12.2006 125,17 3.000.000 -375.510.000
[…] 8.12.2006 13.12.2006 124,70 -6.000.000 748.200.000
[…] 11.12.2006 13.12.2006 125,72 3.000.000 -377.160.000
[…] 13.12.2006 13.12.2006 125,40 -3.000.000 376.200.000 2.460.000
Samtals: 96.680.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) hjá Íslandsbanka hf. árið 2006:

Auðkenni

Viðskipta- dagur Uppgjörs- dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 20.1.2006 24.1.2006 103,80 -1.000.000 103.800.000
[…] 20.1.2006 24.1.2006 104,24 1.000.000 -104.240.000
[…] 20.1.2006 24.1.2006 103,80 1.000.000 -103.800.000
[…] 24.1.2006 24.1.2006 104,71 -1.000.000 104.710.000 470.000
[…] 23.1.2006 25.1.2006 104,14 -1.000.000 -104.140.000
[…] 25.1.2006 25.1.2006 104,81 1.000.000 104.810.000 670.000
[…] 19.1.2006 27.1.2006 103,64 1.000.000 -103.640.000
[…] 20.1.2006 27.1.2006 103,87 -1.000.000 103.872.000 232.000
[…] 26.1.2006 30.1.2006 104,49 1.000.000 -104.490.000
[…] 26.1.2006 30.1.2006 104,51 -1.000.000 104.510.000 20.000
[…] 10.2.2006 14.2.2006 105,99 1.000.000 -105.990.000
[…] 13.2.2006 14.2.2006 106,71 -1.000.000 106.710.000 720.000
[…] 22.2.2006 24.2.2006 114,85 -2.000.000 229.700.000
[…] 22.2.2006 24.2.2006 112,40 -2.000.000 224.800.000
[…] 22.2.2006 24.2.2006 111,35 2.000.000 -222.700.000
[…] 22.2.2006 24.2.2006 113,60 2.000.000 -227.200.000
[…] 22.2.2006 24.2.2006 113,64 2.000.000 -227.280.000
[…] 24.2.2006 24.2.2006 111,35 -2.000.000 222.700.000 20.000
[…] 20.2.2006 28.2.2006 106,27 1.000.000 -106.270.000
[…] 21.2.2006 28.2.2006 108,21 -1.000.000 108.210.000 1.940.000
[…] 27.2.2006 1.3.2006 110,46 -2.000.000 220.920.000
[…] 1.3.2006 1.3.2006 108,59 2.000.000 -217.180.000 3.740.000
[…] 2.3.2006 6.3.2006 109,25 2.000.000 -218.500.000
[…] 2.3.2006 6.3.2006 109,91 -2.000.000 219.820.000 1.320.000
[…] 2.3.2006 6.3.2006 110,15 1.000.000 -110.150.000
[…] 3.3.2006 6.3.2006 111,28 -1.000.000 111.280.000 1.130.000
[…] 8.3.2006 10.3.2006 113,65 1.000.000 -113.650.000
[…] 8.3.2006 10.3.2006 114,45 -1.000.000 114.450.000 800.000


Auðkenni

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 8.3.2006 10.3.2006 112,45 2.000.000 -224.900.000
[…] 8.3.2006 10.3.2006 114,25 2.000.000 -228.500.000
[…] 8.3.2006 10.3.2006 113,60 -2.000.000 227.200.000
[…] 10.3.2006 10.3.2006 114,25 -2.000.000 228.500.000 2.300.000
[…] 16.3.2006 16.3.2006 116,25 -2.000.000 232.500.000
[…] 16.3.2006 16.3.2006 116,17 2.000.000 -232.340.000 160.000
[…] 24.2.2006 17.3.2006 111,84 2.000.000 -223.680.000
[…] 7.3.2006 17.3.2006 111,27 1.000.000 -111.270.000
[…] 7.3.2006 17.3.2006 111,27 1.000.000 -111.270.000
[…] 10.3.2006 17.3.2006 114,43 2.000.000 -228.860.000
[…] 17.3.2006 17.3.2006 116,23 -2.000.000 232.460.000
[…] 17.3.2006 17.3.2006 117,29 -2.000.000 234.580.000
[…] 17.3.2006 17.3.2006 117,45 -2.000.000 234.900.000 26.860.000
[…] 21.3.2006 23.3.2006 119,56 2.000.000 -239.120.000
[…] 23.3.2006 23.3.2006 120,39 -2.000.000 240.780.000 1.660.000
[…] 27.3.2006 27.3.2006 122,90 -1.500.000 184.350.000
[…] 27.3.2006 27.3.2006 121,64 1.500.000 -182.460.000 1.890.000
[…] 24.3.2006 28.3.2006 121,45 2.000.000 -242.900.000
[…] 27.3.2006 28.3.2006 123,20 -2.000.000 246.400.000 3.500.000
[…] 22.3.2006 30.3.2006 118,50 3.000.000 -355.500.000
[…] 24.3.2006 30.3.2006 121,84 2.000.000 -243.680.000
[…] 27.3.2006 30.3.2006 123,27 -2.000.000 246.540.000
[…] 27.3.2006 30.3.2006 121,59 -2.000.000 243.180.000
[…] 28.3.2006 30.3.2006 121,21 -1.000.000 121.210.000
[…] 28.3.2006 30.3.2006 120,10 2.000.000 -240.200.000
[…] 30.3.2006 30.3.2006 118,50 -2.000.000 237.000.000 8.550.000
[…] 5.4.2006 12.4.2006 121,52 3.000.000 -364.560.000
[…] 11.4.2006 12.4.2006 125,01 -3.000.000 375.030.000 10.470.000
[…] 19.4.2006 24.4.2006 134,67 -3.000.000 404.010.000
[…] 24.4.2006 24.4.2006 131,30 3.000.000 -393.900.000 10.110.000
[…] 4.5.2006 8.5.2006 126,38 -5.000.000 631.900.000
[…] 8.5.2006 8.5.2006 125,30 5.000.000 -626.500.000 5.400.000
[…] 22.5.2006 24.5.2006 127,30 3.000.000 -381.900.000
[…] 23.5.2006 24.5.2006 128,60 -3.000.000 385.800.000 3.900.000
[…] 23.5.2006 26.5.2006 128,14 3.000.000 -384.420.000
[…] 26.5.2006 26.5.2006 128,56 -3.000.000 385.680.000 1.260.000
[…] 4.4.2006 13.6.2006 122,09 3.000.000 -366.270.000
[…] 4.4.2006 13.6.2006 122,27 2.000.000 -244.540.000
[…] 8.5.2006 13.6.2006 126,21 -5.000.000 631.050.000 20.240.000
[…] 20.6.2006 27.6.2006 124,88 2.000.000 -249.760.000
[…] 27.6.2006 27.6.2006 131,85 -2.000.000 263.700.000 13.940.000


Auðkenni

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 15.6.2006 4.7.2006 131,26 2.000.000 -262.520.000
[…] 20.6.2006 4.7.2006 130,82 2.000.000 -261.640.000
[…] 30.6.2006 4.7.2006 133,85 -2.000.000 267.700.000
[…] 4.7.2006 4.7.2006 130,82 -2.000.000 261.640.000 5.180.000
[…] 7.9.2006 11.9.2006 122,90 3.000.000 -368.700.000
[…] 7.9.2006 11.9.2006 123,95 -3.000.000 371.850.000 3.150.000
[…] 6.10.2006 10.10.2006 119,00 2.000.000 -238.000.000
[…] 9.10.2006 10.10.2006 119,50 -2.000.000 239.000.000 1.000.000
[…] 26.10.2006 1.11.2006 118,48 2.000.000 -236.960.000
[…] 31.10.2006 1.11.2006 119,34 -2.000.000 238.680.000 1.720.000
[…] 14.11.2006 16.11.2006 122,50 2.000.000 -245.000.000
[…] 15.11.2006 16.11.2006 123,85 -2.000.000 247.700.000 2.700.000
[…] 20.11.2006 22.11.2006 125,00 3.000.000 -375.000.000
[…] 20.11.2006 22.11.2006 124,95 3.000.000 -374.850.000
[…] 22.11.2006 22.11.2006 127,44 -6.000.000 764.640.000 14.790.000
[…] 6.12.2006 8.12.2006 124,70 3.000.000 -374.100.000
[…] 7.12.2006 8.12.2006 125,10 -3.000.000 375.300.000 1.200.000
[…] 5.12.2006 13.12.2006 123,11 3.000.000 -369.330.000
[…] 13.12.2006 13.12.2006 125,40 -3.000.000 376.200.000 6.870.000
Samtals: 157.912.000

Samtals tekjuárið 2006 kr. 254.592.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) hjá Landsbanka Íslands hf. árið 2007:

Tilvísun

Viðskipta- dagur Uppgjörs- dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 5.3.2007 5.3.2007 122,80 -1.000.000 122.800.000
[…] 1.3.2007 5.3.2007 120,69 1.000.000 -120.690.000 2.110.000
[…] 2.3.2007 6.3.2007 120,75 1.000.000 -120.750.000
[…] 5.3.2007 6.3.2007 122,80 -1.000.000 122.800.000 2.050.000
[…] 5.3.2007 7.3.2007 123,05 2.000.000 -246.100.000
[…] 5.3.2007 7.3.2007 123,20 -2.000.000 246.400.000 300.000
[…] 12.3.2007 14.3.2007 120,90 2.000.000 -241.800.000
[…] 14.3.2007 14.3.2007 121,40 -2.000.000 242.800.000 1.000.000
[…] 10.5.2007 14.5.2007 116,30 2.000.000 -233.200.000
[…] 11.5.2007 14.5.2007 116,70 -2.000.000 233.400.000 200.000
[…] 23.5.2007 25.5.2007 112,40 1.000.000 -112.400.000
[…] 24.5.2007 25.5.2007 113,25 -1.000.000 113.250.000 850.000
[…] 4.6.2007 6.6.2007 113,30 2.000.000 -226.600.000
[…] 4.6.2007 6.6.2007 113,85 -2.000.000 227.700.000 1.100.000


Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Tilvísun

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 6.6.2007 8.6.2007 114,60 1.000.000 -114.600.000
[…] 6.6.2007 8.6.2007 115,78 -1.000.000 115.780.000
[…] 6.6.2007 8.6.2007 114,55 1.000.000 -114.550.000
[…] 6.6.2007 8.6.2007 114,85 1.000.000 -114.850.000
[…] 6.6.2007 8.6.2007 114,40 -1.000.000 114.400.000
[…] 6.6.2007 8.6.2007 114,80 1.000.000 -114.800.000
[…] 7.6.2007 8.6.2007 114,30 -1.000.000 114.300.000
[…] 7.6.2007 8.6.2007 115,20 -1.000.000 115.200.000 880.000
[…] 7.6.2007 11.6.2007 115,05 2.000.000 -230.100.000
[…] 7.6.2007 11.6.2007 115,65 -2.000.000 231.300.000 1.200.000
[…] 8.6.2007 12.6.2007 116,41 3.000.000 -349.230.000
[…] 8.6.2007 12.6.2007 116,85 3.000.000 -350.550.000
[…] 8.6.2007 12.6.2007 117,10 -3.000.000 351.300.000
[…] 8.6.2007 12.6.2007 116,55 3.000.000 -349.650.000
[…] 8.6.2007 12.6.2007 116,70 -3.000.000 350.100.000
[…] 8.6.2007 12.6.2007 116,35 -3.000.000 349.050.000 1.020.000
[…] 21.6.2007 25.6.2007 113,50 1.000.000 -113.500.000
[…] 21.6.2007 25.6.2007 114,05 1.000.000 -114.050.000
[…] 21.6.2007 25.6.2007 114,35 -2.000.000 228.700.000
[…] 21.6.2007 25.6.2007 114,40 1.000.000 -114.400.000
[…] 22.6.2007 25.6.2007 113,39 -1.000.000 113.390.000 140.000
[…] 20.7.2007 27.7.2007 111,51 2.000.000 -223.020.000
[…] 26.7.2007 27.7.2007 112,30 -2.000.000 224.600.000 1.580.000
[…] 26.7.2007 30.7.2007 111,50 3.000.000 -334.500.000
[…] 27.7.2007 30.7.2007 114,00 -3.000.000 342.000.000 7.500.000
[…] 27.7.2007 31.7.2007 113,15 2.000.000 -226.300.000
[…] 27.7.2007 31.7.2007 114,10 -2.000.000 228.200.000
[…] 27.7.2007 31.7.2007 114,10 -2.000.000 228.200.000
[…] 27.7.2007 31.7.2007 113,65 2.000.000 -227.300.000
[…] 27.7.2007 31.7.2007 113,65 2.000.000 -227.300.000
[…] 27.7.2007 31.7.2007 113,70 2.000.000 -227.400.000
[…] 30.7.2007 31.7.2007 114,30 -2.000.000 228.600.000
[…] 30.7.2007 31.7.2007 114,45 -2.000.000 228.900.000 5.600.000
[…] 31.7.2007 2.8.2007 113,80 2.000.000 -226.400.000
[…] 31.7.2007 2.8.2007 113,55 -2.000.000 227.000.000 600.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Tilvísun

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 1.8.2007 3.8.2007 115,00 3.000.000 -345.000.000
[…] 1.8.2007 3.8.2007 115,35 2.000.000 -230.700.000
[…] 1.8.2007 3.8.2007 116,00 -2.000.000 232.000.000
[…] 1.8.2007 3.8.2007 115,90 -3.000.000 347.700.000
[…] 1.8.2007 3.8.2007 116,40 -3.000.000 349.200.000


[…] 1.8.2007 3.8.2007 116,00 -2.000.000 232.000.000
[…] 1.8.2007 3.8.2007 115,75 -2.000.000 231.500.000
[…] 1.8.2007 3.8.2007 115,90 3.000.000 -347.700.000
[…] 1.8.2007 3.8.2007 116,00 4.000.000 -464.000.000
[…] 1.8.2007 3.8.2007 116,35 2.000.000 -232.700.000
[…] 3.8.2007 3.8.2007 115,80 -2.000.000 231.600.000 3.900.000
[…] 3.8.2007 8.8.2007 116,05 2.000.000 -232.100.000
[…] 3.8.2007 8.8.2007 115,15 2.000.000 -232.300.000
[…] 3.8.2007 8.8.2007 116,05 -2.000.000 232.100.000
[…] 3.8.2007 8.8.2007 116,90 -2.000.000 233.800.000
[…] 3.8.2007 8.8.2007 117,05 -2.000.000 234.100.000
[…] 3.8.2007 8.8.2007 117,43 2.000.000 -234.860.000
[…] 3.8.2007 8.8.2007 118,90 -2.000.000 237.800.000
[…] 7.8.2007 8.8.2007 117,35 2.000.000 -234.700.000 3.840.000
[…] 10.8.2007 14.8.2007 120,21 3.000.000 -360.630.000
[…] 10.8.2007 14.8.2007 121,05 2.000.000 -242.100.000
[…] 10.8.2007 14.8.2007 122,30 -2.000.000 244.600.000
[…] 10.8.2007 14.8.2007 121,60 2.000.000 -243.200.000
[…] 14.8.2007 14.8.2007 120,50 -2.000.000 241.000.000
[…] 14.8.2007 14.8.2007 120,21 -2.000.000 240.420.000
[…] 14.8.2007 14.8.2007 120,21 -1.000.000 120.210.000 300.000
[…] 15.8.2007 17.8.2007 122,71 2.000.000 -245.420.000
[…] 15.8.2007 17.8.2007 122,90 -2.000.000 245.800.000
[…] 14.8.2007 17.8.2007 120,30 1.000.000 -120.300.000
[…] 17.8.2007 17.8.2007 152,55 -1.000.000 125.550.000 5.630.000
[…] 23.8.2007 27.8.2007 118,55 1.000.000 -118.550.000
[…] 23.8.2007 27.8.2007 118,95 1.000.000 -118.950.000
[…] 24.8.2007 27.8.2007 119,75 -2.000.000 239.500.000 2.000.000
[…] 5.9.2007 7.9.2007 119,40 1.000.000 -119.400.000
[…] 5.9.2007 7.9.2007 119,45 1.000.000 -119.450.000
[…] 5.9.2007 7.9.2007 119,65 1.000.000 -119.650.000
[…] 6.9.2007 7.9.2007 119,55 -2.000.000 239.100.000
[…] 7.9.2007 7.9.2007 119,65 -1.000.000 119.650.000 250.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Tilvísun

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 7.9.2007 11.9.2007 119,35 3.000.000 -358.050.000
[…] 7.9.2007 11.9.2007 119,67 3.000.000 -359.010.000
[…] 7.9.2007 11.9.2007 120,32 3.000.000 -360.960.000
[…] 10.9.2007 11.9.2007 121,45 -3.000.000 364.350.000
[…] 11.9.2007 11.9.2007 121,30 -3.000.000 363.900.000
[…] 11.9.2007 11.9.2007 119,35 -3.000.000 358.050.000 8.280.000
[…] 11.9.2007 18.9.2007 119,57 3.000.000 -358.710.000
[…] 12.9.2007 18.9.2007 119,91 -3.000.000 359.730.000
[…] 14.9.2007 18.9.2007 120,10 2.000.000 -240.200.000


[…] 14.9.2007 18.9.2007 121,20 2.000.000 -242.400.000
[…] 14.9.2007 18.9.2007 120,75 -2.000.000 241.500.000
[…] 17.9.2007 18.9.2007 121,55 -2.000.000 243.100.000 3.020.000
[…] 19.10.2007 23.10.2007 114,60 1.000.000 -114.600.000
[…] 19.10.2007 23.10.2007 115,00 2.000.000 -230.000.000
[…] 23.10.2007 23.10.2007 115,35 -3.000.000 346.050.000 1.450.000
[…] 2.11.2007 6.11.2007 114,00 1.000.000 -114.000.000
[…] 5.11.2007 6.11.2007 114,25 -1.000.000 114.250.000 250.000
[…] 6.11.2007 8.11.2007 113,80 1.000.000 -113.800.000
[…] 7.11.2007 8.11.2007 114,55 -1.000.000 114.550.000 750.000
[…] 7.11.2007 9.11.2007 113,80 2.000.000 -227.600.000
[…] 8.11.2007 9.11.2007 116,80 -2.000.000 233.600.000 6.000.000
[…] 8.11.2007 12.11.2007 116,16 2.000.000 -232.320.000
[…] 8.11.2007 12.11.2007 116,50 2.000.000 -233.000.000
[…] 8.11.2007 12.11.2007 116,70 -2.000.000 233.400.000
[…] 8.11.2007 12.11.2007 115,95 2.000.000 -231.900.000
[…] 8.11.2007 12.11.2007 116,10 -2.000.000 232.200.000
[…] 9.11.2007 12.11.2007 117,50 -2.000.000 235.000.000 3.380.000
[…] 9.11.2007 13.11.2007 116,15 1.000.000 -116.150.000
[…] 9.11.2007 13.11.2007 116,40 2.000.000 -232.800.000
[…] 9.11.2007 13.11.2007 117,35 -1.000.000 117.350.000
[…] 9.11.2007 13.11.2007 117,05 1.000.000 -117.050.000
[…] 9.11.2007 13.11.2007 117,05 1.000.000 -117.050.000
[…] 12.11.2007 13.11.2007 118,00 -2.000.000 236.000.000
[…] 12.11.2007 13.11.2007 118,20 -2.000.000 236.400.000 6.700.000
[…] 15.11.2007 19.11.2007 117,00 2.000.000 -234.000.000
[…] 19.11.2007 19.11.2007 118,10 -2.000.000 236.200.000 2.200.000
[…] 16.11.2007 20.11.2007 117,95 2.000.000 -235.900.000
[…] 19.11.2007 20.11.2007 119,35 -2.000.000 238.700.000 2.800.000
[…] 19.11.2007 21.11.2007 118,60 2.000.000 -237.200.000
[…] 20.11.2007 21.11.2007 120,65 -2.000.000 241.300.000
[…] 20.11.2007 21.11.2007 122,05 2.000.000 -244.100.000
[…] 20.11.2007 21.11.2007 120,40 -2.000.000 240.800.000 800.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Tilvísun

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 20.11.2007 22.11.2007 119,70 2.000.000 -239.400.000
[…] 20.11.2007 22.11.2007 120,55 2.000.000 -241.100.000
[…] 20.11.2007 22.11.2007 120,40 -2.000.000 240.800.000
[…] 21.11.2007 22.11.2007 120,95 -2.000.000 241.900.000 2.200.000
[…] 16.11.2007 23.11.2007 116,62 2.000.000 -233.240.000
[…] 21.11.2007 23.11.2007 121,25 2.000.000 -242.500.000
[…] 21.11.2007 23.11.2007 120,95 -2.000.000 241.900.000
[…] 23.11.2007 23.11.2007 122,60 -2.000.000 245.200.000 11.360.000


Samtals: 91.240.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með evrur (EUR) hjá Landsbanka Íslands hf. árið 2007:

Tilvísun

Viðskipta-

dagur

Uppgjörs-

dagur

Gengi

EUR

ISK

Tekjur

[…] 1.8.2007 3.8.2007 85,00 3.000.000 -255.000.000
[…] 1.8.2007 3.8.2007 85,98 -3.000.000 257.940.000 2.940.000
[…] 15.8.2007 17.8.2007 90,46 1.000.000 -90.460.000
[…] 15.8.2007 17.8.2007 90,51 1.000.000 -90.510.000
[…] 17.8.2007 17.8.2007 92,35 -1.000.000 92.350.000
[…] 17.8.2007 17.8.2007 90,51 -1.000.000 90.510.000 1.890.000
[…] 17.8.2007 24.8.2007 90,67 1.000.000 -90.670.000
[…] 20.8.2007 24.8.2007 91,53 -1.000.000 91.530.000 860.000
[…] 8.11.2007 12.11.2007 87,12 1.000.000 -87.120.000
[…] 9.11.2007 12.11.2007 88,43 -1.000.000 88.430.000 1.310.000
Samtals: 7.000.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) hjá Glitni Banka hf. árið 2007:

Auðkenni

Viðskipta-
dagur

Uppgjörs-
dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 1.3.2007 5.3.2007 120,50 1.000.000 -120.500.000
[…] 5.3.2007 5.3.2007 122,80 -1.000.000 122.800.000 2.300.000
[…] 2.3.2007 6.3.2007 120,20 2.000.000 -240.400.000
[…] 5.3.2007 6.3.2007 122,80 -2.000.000 245.600.000 5.200.000
[…] 12.3.2007 14.3.2007 120,75 2.000.000 -241.500.000
[…] 14.3.2007 14.3.2007 121,40 -2.000.000 242.800.000 1.300.000
[…] 20.4.2007 24.4.2007 118,71 -2.000.000 237.420.000
[…] 20.4.2007 24.4.2007 118,65 2.000.000 -237.300.000 120.000
[…] 7.6.2007 11.6.2007 114,80 2.000.000 -229.600.000
[…] 7.6.2007 11.6.2007 115,75 -2.000.000 231.500.000 1.900.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Auðkenni

Viðskipta-
dagur

Uppgjörs-
dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 7.6.2007 11.6.2007 115,75 -1.000.000 115.750.000
[…] 11.6.2007 11.6.2007 114,88 1.000.000 -114.880.000 870.000
[…] 24.7.2007 26.7.2007 110,60 1.000.000 -110.600.000
[…] 25.7.2007 26.7.2007 111,11 -1.000.000 111.110.000 510.000
[…] 25.7.2007 27.7.2007 111,40 1.000.000 -111.400.000
[…] 25.7.2007 27.7.2007 111,39 1.000.000 -111.390.000
[…] 26.7.2007 27.7.2007 112,35 -1.000.000 112.350.000
[…] 26.7.2007 27.7.2007 112,10 -1.000.000 112.100.000 1.660.000
[…] 27.7.2007 31.7.2007 113,40 2.000.000 -226.800.000
[…] 31.7.2007 31.7.2007 113,45 -2.000.000 226.900.000
[…] 10.8.2007 14.8.2007 120,80 2.000.000 -241.600.000
[…] 10.8.2007 14.8.2007 122,45 -2.000.000 244.900.000


[…] 10.8.2007 14.8.2007 122,35 2.000.000 -244.700.000
[…] 14.8.2007 14.8.2007 126,10 -2.000.000 252.200.000 10.900.000
[…] 14.8.2007 16.8.2007 120,40 2.000.000 -240.800.000
[…] 14.8.2007 16.8.2007 120,85 -2.000.000 241.700.000
[…] 14.8.2007 16.8.2007 121,19 2.000.000 -242.380.000
[…] 14.8.2007 16.8.2007 121,55 -2.000.000 243.100.000 1.620.000
[…] 14.8.2007 17.8.2007 126,20 2.000.000 -252.400.000
[…] 15.8.2007 17.8.2007 123,40 2.000.000 -246.800.000
[…] 17.8.2007 17.8.2007 126,40 -2.000.000 252.800.000
[…] 17.8.2007 17.8.2007 123,40 -2.000.000 246.800.000 400.000
[…] 19.9.2007 21.9.2007 119,15 3.000.000 -357.450.000
[…] 19.9.2007 21.9.2007 120,00 -3.000.000 360.000.000 2.550.000
[…] 8.11.2007 12.11.2007 116,35 2.000.000 -232.700.000
[…] 9.11.2007 12.11.2007 117,40 -2.000.000 234.800.000 2.100.000
[…] 19.11.2007 21.11.2007 117,95 2.000.000 -235.900.000
[…] 19.11.2007 21.11.2007 118,70 2.000.000 -237.400.000
[…] 20.11.2007 21.11.2007 120,10 -2.000.000 240.200.000
[…] 21.11.2007 21.11.2007 121,80 -2.000.000 243.600.000 10.500.000
[…] 20.11.2007 22.11.2007 121,85 2.000.000 -243.700.000
[…] 22.11.2007 22.11.2007 122,30 -2.000.000 244.600.000 900.000
[…] 21.11.2007 23.11.2007 121,60 2.000.000 -243.200.000
[…] 23.11.2007 23.11.2007 122,00 -2.000.000 244.000.000 800.000
[…] 21.11.2007 28.11.2007 122,04 2.000.000 -244.080.000
[…] 27.11.2007 28.11.2007 122,41 -2.000.000 244.820.000 740.000
Samtals: 44.370.000

Samtals tekjuárið 2007 kr. 42.610.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) hjá Landsbanka Íslands hf. árið 2008:

Tilvísun

Viðskipta-
dagur

Uppgjörs-
dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 9.1.2008 11.1.2008 120,75 2.000.000 -241.500.000
[…] 9.1.2008 11.1.2008 121,80 2.000.000 -243.600.000
[…] 9.1.2008 11.1.2008 121,60 -2.000.000 243.200.000
[…] 9.1.2008 11.1.2008 122,55 -2.000.000 245.100.000
[…] 9.1.2008 11.1.2008 121,75 2.000.000 -243.500.000
[…] 9.1.2008 11.1.2008 121,95 2.000.000 -243.900.000
[…] 10.1.2008 11.1.2008 121,70 -2.000.000 243.400.000
[…] 11.1.2008 11.1.2008 121,95 -2.000.000 243.900.000 3.100.000
[…] 11.1.2008 15.1.2008 122,20 2.000.000 -244.400.000
[…] 11.1.2008 15.1.2008 122,69 -2.000.000 245.380.000 980.000
[…] 9.1.2008 16.1.2008 120,54 2.000.000 -241.080.000
[…] 14.1.2008 16.1.2008 122,57 2.000.000 -245.140.000
[…] 14.1.2008 16.1.2008 123,65 -2.000.000 247.300.000
[…] 14.1.2008 16.1.2008 123,40 2.000.000 -246.800.000
[…] 14.1.2008 16.1.2008 124,20 -2.000.000 248.400.000


[…] 15.1.2008 16.1.2008 124,05 -2.000.000 248.100.000 10.780.000
[…] 15.1.2008 17.1.2008 123,65 3.000.000 -370.950.000
[…] 15.1.2008 17.1.2008 124,80 3.000.000 -374.400.000
[…] 15.1.2008 17.1.2008 124,70 -3.000.000 374.100.000
[…] 16.1.2008 17.1.2008 126,40 -3.000.000 379.200.000
[…] 15.1.2008 17.1.2008 123,55 2.000.000 -247.100.000
[…] 15.1.2008 17.1.2008 125,00 2.000.000 -250.000.000
[…] 16.1.2008 17.1.2008 126,58 -2.000.000 253.160.000
[…] 17.1.2008 17.1.2008 125,75 -2.000.000 251.500.000 15.510.000
[…] 11.1.2008 18.1.2008 122,18 2.000.000 -244.360.000
[…] 16.1.2008 18.1.2008 126,35 2.000.000 -252.700.000
[…] 17.1.2008 18.1.2008 125,30 -2.000.000 250.600.000
[…] 18.1.2008 18.1.2008 125.55 -2.000.000 251.100.000 4.640.000
[…] 21.1.2008 23.1.2008 126,30 3.000.000 -378.900.000
[…] 21.1.2008 23.1.2008 127,35 -3.000.000 382.050.000
[…] 21.1.2008 23.1.2008 126,85 2.000.000 -253.700.000
[…] 21.1.2008 23.1.2008 127,10 2.000.000 -254.200.000
[…] 21.1.2008 23.1.2008 127,50 -2.000.000 255.000.000
[…] 23.1.2008 23.1.2008 127,90 -2.000.000 255.800.000 6.050.000
[…] 31.1.2008 4.2.2008 126,45 2.000.000 -252.900.000
[…] 31.1.2008 4.2.2008 126,60 -2.000.000 253.200.000 300.000
[…] 5.2.2008 7.2.2008 126,00 2.000.000 -252.000.000
[…] 5.2.2008 7.2.2008 126,25 2.000.000 -252.500.000
[…] 6.2.2008 7.2.2008 127,05 -2.000.000 254.100.000
[…] 7.2.2008 7.2.2008 128,80 -2.000.000 257.600.000 7.200.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Tilvísun

Viðskipta-
dagur

Uppgjörs-
dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 7.2.2008 11.2.2008 127,50 2.000.000 -255.000.000
[…] 7.2.2008 11.2.2008 128,75 2.000.000 -257.500.000
[…] 7.2.2008 11.2.2008 129,15 -2.000.000 258.300.000
[…] 8.2.2008 11.2.2008 129,80 -2.000.000 259.600.000 5.400.000
[…] 8.2.2008 12.2.2008 129,30 2.000.000 -258.600.000
[…] 8.2.2008 12.2.2008 130,20 2.000.000 -260.400.000
[…] 11.2.2008 12.2.2008 130,90 -2.000.000 261.800.000
[…] 12.2.2008 12.2.2008 131,95 -2.000.000 263.900.000 6.700.000
[…] 13.2.2008 15.2.2008 129,45 2.000.000 -258.900.000
[…] 15.2.2008 15.2.2008 129,65 -2.000.000 259.300.000 400.000
[…] 14.2.2008 19.2.2008 128,45 2.000.000 -256.960.000
[…] 15.2.2008 19.2.2008 129,05 -2.000.000 258.100.000 1.140.000
[…] 28.2.2008 3.3.2008 129,95 2.000.000 -259.900.000
[…] 29.2.2008 3.3.2008 130,40 -2.000.000 260.800.000 900.000
[…] 29.2.2008 4.3.2008 130,00 2.000.000 -260.000.000
[…] 29.2.2008 4.3.2008 129,85 2.000.000 -259.700.000
[…] 29.2.2008 4.3.2008 129,75 -2.000.000 259.500.000


[…] 3.3.2008 4.3.2008 131,21 -2.000.000 262.420.000 2.220.000
[…] 11.3.2008 13.3.2008 135,25 -1.000.000 136.250.000
[…] 11.3.2008 13.3.2008 135,80 -1.000.000 135.800.000
[…] 11.3.2008 13.3.2008 136,00 2.000.000 -272.000.000 50.000
[…] 13.3.2008 17.3.2008 141,99 -2.000.000 283.980.000
[…] 13.3.2008 17.3.2008 142,63 2.000.000 -285.260.000
[…] 13.3.2008 17.3.2008 143,93 -2.000.000 287.860.000
[…] 13.3.2008 17.3.2008 143,78 -2.000.000 287.560.000
[…] 13.3.2008 17.3.2008 142,42 4.000.000 -569.680.000
[…] 13.3.2008 17.3.2008 141,99 -2.000.000 283.980.000
[…] 13.3.2008 17.3.2008 142,21 2.000.000 -284.420.000 4.020.000
[…] 14.3.2008 18.3.2008 141,24 -2.000.000 282.480.000
[…] 14.3.2008 18.3.2008 140,91 2.000.000 -281.820.000
[…] 14.3.2008 18.3.2008 142,26 2.000.000 -284.520.000
[…] 14.3.2008 18.3.2008 143,24 -2.000.000 286.480.000
[…] 14.3.2008 18.3.2008 143,19 -2.000.000 286.380.000
[…] 14.3.2008 18.3.2008 142,54 2.000.000 -285.080.000 3.920.000
[…] 1.4.2008 3.4.2008 153,51 1.000.000 -153.510.000
[…] 1.4.2008 3.4.2008 153,89 -1.000.000 153.890.000
[…] 1.4.2008 3.4.2008 155,89 -2.000.000 311.780.000
[…] 1.4.2008 3.4.2008 155,46 2.000.000 -310.920.000
[…] 1.4.2008 3.4.2008 153,31 2.000.000 -306.620.000
[…] 1.4.2008 3.4.2008 153,89 -2.000.000 307.780.000 2.400.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Tilvísun

Viðskipta-
dagur

Uppgjörs-
dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 2.4.2008 4.4.2008 152,49 -2.000.000 304.980.000
[…] 2.4.2008 4.4.2008 151,71 2.000.000 -303.420.000
[…] 2.4.2008 4.4.2008 151,31 2.000.000 -302.620.000
[…] 2.4.2008 4.4.2008 150,64 -2.000.000 301.280.000
[…] 2.4.2008 4.4.2008 150,46 2.000.000 -300.920.000
[…] 2.4.2008 4.4.2008 151,09 -2.000.000 302.180.000
[…] 2.4.2008 4.4.2008 150,94 2.000.000 -301.820.000
[…] 2.4.2008 4.4.2008 150,89 -2.000.000 301.780.000 1.440.000
[…] 7.4.2008 9.4.2008 147,84 -2.000.000 295.680.000
[…] 7.4.2008 9.4.2008 146,96 2.000.000 -293.920.000
[…] 7.4.2008 9.4.2008 145,29 2.000.000 -290.580.000
[…] 7.4.2008 9.4.2008 145,81 -2.000.000 291.620.000
[…] 7.4.2008 9.4.2008 145,26 1.000.000 -145.260.000
[…] 8.4.2008 9.4.2008 146,39 -1.000.000 146.390.000 3.930.000
[…] 10.4.2008 14.4.2008 147,23 1.000.000 -147.230.000
[…] 11.4.2008 14.4.2008 147,39 -1.000.000 147.390.000 160.000
[…] 11.4.2008 15.4.2008 147,71 2.000.000 -295.420.000
[…] 11.4.2008 15.4.2008 149,46 2.000.000 -298.920.000
[…] 11.4.2008 15.4.2008 148,79 -2.000.000 297.580.000


[…] 14.4.2008 15.4.2008 150,09 -2.000.000 300.180.000 3.420.000
[…] 14.4.2008 16.4.2008 149,81 3.000.000 -449.430.000
[…] 14.4.2008 16.4.2008 150,22 3.000.000 -450.660.000
[…] 15.4.2008 16.4.2008 150,79 -6.000.000 904.740.000 4.650.000
[…] 17.4.2008 21.4.2008 151,21 2.000.000 -302.420.000
[…] 17.4.2008 21.4.2008 152,50 -2.000.000 305.000.000
[…] 17.4.2008 21.4.2008 152,14 -1.000.000 152.140.000
[…] 17.4.2008 21.4.2008 152,31 1.000.000 -152.310.000 2.410.000
[…] 18.4.2008 22.4.2008 153,40 -2.000.000 306.800.000
[…] 21.4.2008 22.4.2008 152,55 2.000.000 -305.100.000 1.700.000
[…] 23.4.2008 28.4.2008 150,00 2.000.000 -300.000.000
[…] 23.4.2008 28.4.2008 150,05 -2.000.000 300.100.000 100.000
[…] 29.4.2008 2.5.2008 148,35 1.000.000 -148.350.000
[…] 29.4.2008 2.5.2008 148,85 1.000.000 -148.850.000
[…] 30.4.2008 2.5.2008 148,90 -2.000.000 297.800.000 600.000
[…] 8.5.2008 13.5.2008 153,10 1.000.000 -153.100.000
[…] 8.5.2008 13.5.2008 153,15 -1.000.000 153.150.000
[…] 8.5.2008 13.5.2008 154,25 1.000.000 -154.250.000
[…] 8.5.2008 13.5.2008 155,63 1.000.000 -155.630.000
[…] 9.5.2008 13.5.2008 159,87 -1.000.000 159.870.000
[…] 9.5.2008 13.5.2008 159,78 -1.000.000 159.780.000 9.820.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Tilvísun

Viðskipta-
dagur

Uppgjörs-
dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 9.5.2008 14.5.2008 158,13 2.000.000 -316.260.000
[…] 9.5.2008 14.5.2008 159,28 -2.000.000 318.560.000
[…] 9.5.2008 14.5.2008 158,63 2.000.000 -317.260.000
[…] 13.5.2008 14.5.2008 158,44 -2.000.000 316.880.000 1.920.000
[…] 13.5.2008 15.5.2008 157,57 1.000.000 -157.570.000
[…] 13.5.2008 15.5.2008 158,17 -1.000.000 158.170.000
[…] 13.5.2008 15.5.2008 158,33 -1.000.000 158.330.000
[…] 13.5.2008 15.5.2008 158,28 -1.000.000 158.280.000
[…] 13.5.2008 15.5.2008 157,97 2.000.000 -315.940.000 1.270.000
[…] 19.5.2008 21.5.2008 146,96 1.000.000 -146.960.000
[…] 19.5.2008 21.5.2008 147,84 -1.000.000 147.840.000 880.000
[…] 28.5.2008 30.5.2008 147,80 1.000.000 -147.800.000
[…] 29.5.2008 30.5.2008 149,15 -1.000.000 149.150.000 1.350.000
[…] 30.5.2008 3.6.2008 149,80 -1.000.000 149.800.000
[…] 30.5.2008 3.6.2008 149,50 1.000.000 -149.500.000 300.000
[…] 2.6.2008 4.6.2008 150,10 1.000.000 -150.100.000
[…] 2.6.2008 4.6.2008 150,40 1.000.000 -150.400.000
[…] 2.6.2008 4.6.2008 151,40 1.000.000 -151.400.000
[…] 3.6.2008 4.6.2008 153,55 -2.000.000 307.100.000
[…] 3.6.2008 4.6.2008 152,75 -1.000.000 152.750.000 7.950.000


[…] 6.6.2008 10.6.2008 152,00 1.000.000 -152.000.000
[…] 9.6.2008 10.6.2008 152,35 -1.000.000 152.350.000 350.000
[…] 9.6.2008 11.6.2008 152,90 2.000.000 -305.800.000
[…] 11.6.2008 11.6.2008 154,69 -2.000.000 309.380.000 3.580.000
[…] 10.6.2008 12.6.2008 153,46 2.000.000 -306.920.000
[…] 11.6.2008 12.6.2008 154,89 -2.000.000 309.780.000 2.860.000
[…] 11.6.2008 13.6.2008 154,51 2.000.000 -309.020.000
[…] 11.6.2008 13.6.2008 155,31 2.000.000 -310.620.000
[…] 12.6.2008 13.6.2008 156,29 -2.000.000 312.580.000
[…] 12.6.2008 13.6.2008 156,24 -2.000.000 312.480.000 5.420.000
[…] 12.6.2008 16.6.2008 155,86 2.000.000 -311.720.000
[…] 12.6.2008 16.6.2008 156,24 -2.000.000 312.480.000
[…] 12.6.2008 16.6.2008 156,24 -2.000.000 312.480.000
[…] 13.6.2008 16.6.2008 156,24 2.000.000 -312.480.000 760.000
[…] 13.6.2008 18.6.2008 156,95 1.000.000 -156.950.000
[…] 13.6.2008 18.6.2008 156,95 1.000.000 -156.950.000
[…] 13.6.2008 18.6.2008 156,80 2.000.000 -313.600.000
[…] 13.6.2008 18.6.2008 156,24 -2.000.000 312.480.000
[…] 16.6.2008 18.6.2008 159,09 -2.000.000 318.180.000 3.160.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Tilvísun

Viðskipta-
dagur

Uppgjörs-
dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 20.6.2008 24.6.2008 161,14 1.000.000 -161.140.000
[…] 20.6.2008 24.6.2008 160,99 1.000.000 -160.990.000
[…] 20.6.2008 24.6.2008 162,89 1.000.000 -162.890.000
[…] 23.6.2008 24.6.2008 164,11 -2.000.000 328.220.000
[…] 23.6.2008 24.6.2008 167,84 -1.000.000 167.840.000 11.040.000
[…] 23.6.2008 25.6.2008 163,74 2.000.000 -327.480.000
[…] 23.6.2008 25.6.2008 167,24 -2.000.000 334.480.000
[…] 23.6.2008 25.6.2008 169,64 -2.000.000 339.280.000
[…] 23.6.2008 25.6.2008 168,21 2.000.000 -336.420.000 9.860.000
[…] 24.6.2008 26.6.2008 168,49 -1.000.000 168.490.000
[…] 24.6.2008 26.6.2008 168,39 -1.000.000 168.390.000
[…] 24.6.2008 26.6.2008 167,74 -1.000.000 167.740.000
[…] 25.6.2008 26.6.2008 162,81 1.000.000 -162.810.000
[…] 26.6.2008 26.6.2008 168,49 1.000.000 -168.490.000
[…] 26.6.2008 26.6.2008 167,74 1.000.000 -167.740.000 5.580.000
[…] 25.6.2008 27.6.2008 166,15 1.000.000 -166.150.000
[…] 26.6.2008 27.6.2008 168,49 -1.000.000 168.490.000 2.340.000
[…] 2.7.2008 4.7.2008 157,86 1.000.000 -157.860.000
[…] 3.7.2008 4.7.2008 159,20 -1.000.000 159.200.000 1.340.000
[…] 21.7.2008 23.7.2008 159,69 1.000.000 -159.690.000
[…] 22.7.2008 23.7.2008 161,22 -1.000.000 161.220.000 1.530.000
[…] 23.7.2008 25.7.2008 160,06 -1.000.000 160.060.000


[…] 23.7.2008 25.7.2008 159,54 1.000.000 -159.540.000 520.000
[…] 23.7.2008 25.7.2008 160,14 1.000.000 -160.140.000
[…] 24.7.2008 25.7.2008 162,06 -1.000.000 162.060.000 1.920.000
[…] 24.7.2008 28.7.2008 161,76 -1.000.000 161.760.000
[…] 24.7.2008 28.7.2008 162,34 1.000.000 -162.340.000
[…] 24.7.2008 28.7.2008 161,49 1.000.000 -161.490.000
[…] 24.7.2008 28.7.2008 161,74 1.000.000 -161.740.000
[…] 25.7.2008 28.7.2008 163,46 -1.000.000 163.460.000
[…] 25.7.2008 28.7.2008 162,86 -1.000.000 162.860.000 2.510.000
[…] 28.7.2008 30.7.2008 164,64 1.000.000 -164.640.000
[…] 28.7.2008 30.7.2008 165,34 1.000.000 -165.340.000
[…] 28.7.2008 30.7.2008 166,01 -1.000.000 166.010.000
[…] 28.7.2008 30.7.2008 166,24 1.000.000 -166.240.000
[…] 29.7.2008 30.7.2008 166,15 -2.000.000 332.300.000 2.090.000
[…] 1.8.2008 6.8.2008 159,14 1.000.000 -159.140.000
[…] 1.8.2008 6.8.2008 158,67 -1.000.000 158.670.000
[…] 1.8.2008 6.8.2008 159,26 2.000.000 -318.520.000
[…] 1.8.2008 6.8.2008 159,71 -2.000.000 319.420.000 430.000
[…] 14.8.2008 18.8.2008 158,32 -1.000.000 158.320.000
[…] 14.8.2008 18.8.2008 157,23 1.000.000 -157.230.000 1.090.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) - framhald

Tilvísun

Viðskipta-
dagur

Uppgjörs-
dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 4.9.2008 8.9.2008 160,82 1.000.000 -160.820.000
[…] 4.9.2008 8.9.2008 161,47 1.000.000 -161.470.000
[…] 5.9.2008 8.9.2008 163,59 -1.000.000 163.590.000
[…] 5.9.2008 8.9.2008 164,15 -1.000.000 164.150.000 5.450.000
[…] 8.9.2008 10.9.2008 163,00 1.000.000 -163.000.000
[…] 8.9.2008 10.9.2008 166,05 -1.000.000 166.050.000 3.050.000
[…] 15.9.2008 17.9.2008 170,55 -2.000.000 341.100.000
[…] 15.9.2008 17.9.2008 170,40 2.000.000 -340.800.000 300.000
[…] 16.9.2008 18.9.2008 172,27 -2.000.000 344.540.000
[…] 16.9.2008 18.9.2008 171,97 -2.000.000 343.940.000
[…] 16.9.2008 18.9.2008 172,13 2.000.000 -344.260.000
[…] 17.9.2008 18.9.2008 171,28 2.000.000 -342.560.000 1.660.000
[…] 19.9.2008 23.9.2008 174,15 -1.000.000 174.150.000
[…] 19.9.2008 23.9.2008 173,25 1.000.000 -173.250.000 900.000
[…] 24.9.2008 26.9.2008 179,51 -1.000.000 179.510.000
[…] 25.9.2008 26.9.2008 176,19 1.000.000 -176.190.000 3.320.000
[…] 26.9.2008 30.9.2008 182,41 -1.000.000 182.410.000
[…] 26.9.2008 30.9.2008 182,19 1.000.000 -182.190.000
[…] 26.9.2008 30.9.2008 183,60 -1.000.000 183.600.000
[…] 29.9.2008 30.9.2008 183,23 1.000.000 -183.230.000 590.000
[…] 29.9.2008 1.10.2008 186,57 -1.000.000 186.570.000


[…] 29.9.2008 1.10.2008 184,78 -1.000.000 184.780.000
[…] 29.9.2008 1.10.2008 186,22 1.000.000 -186.220.000
[…] 29.9.2008 1.10.2008 187,42 1.000.000 -186.420.000
[…] 29.9.2008 1.10.2008 188,88 -1.000.000 188.880.000
[…] 29.9.2008 1.10.2008 188,29 -1.000.000 188.290.000
[…] 29.9.2008 1.10.2008 187,81 1.000.000 -187.810.000
[…] 29.9.2008 1.10.2008 187,91 1.000.000 -187.910.000 160.000
Samtals: 189.420.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með evrur (EUR) hjá Landsbanka Íslands hf. árið 2008:

Tilvísun

Viðskipta-
dagur
Uppgjörs-
dagur

Gengi

EUR

ISK

Tekjur

[…] 7.2.2008 11.2.2008 97,92 -2.000.000 195.840.000
[…] 7.2.2008 11.2.2008 96,81 2.000.000 -193.620.000 2.220.000
Samtals: 2.220.000

Skattskyld afleiðuviðskipti með Gengisvísitölu íslensku krónunnar (GVT) hjá Glitni banka hf. árið 2008:

Auðkenni

Viðskipta-
dagur
Uppgjörs-
 dagur

Gengi

GVT

ISK

Tekjur

[…] 22.1.2008 24.1.2008 127,15 2.000.000 -254.300.000
[…] 23.1.2008 24.1.2008 128,20 -2.000.000 256.400.000 2.100.000
[…] 7.2.2008 11.2.2008 127,90 2.000.000 -255.800.000
[…] 7.2.2008 11.2.2008 128,84 -2.000.000 257.680.000 1.880.000
[…] 8.2.2008 12.2.2008 129,45 2.000.000 -258.900.000
[…] 8.2.2008 12.2.2008 129,80 -2.000.000 259.600.000 700.000
4.680.000

Samtals tekjuárið 2008 kr. 196.320.000

Með þeirri háttsemi sem lýst er hér að framan vanframtaldi ákærði fjármagnstekjuskattstofn sinn um samtals kr. 593.522.000, sem honum bar að greiða af fjármagnstekjuskatt samtals að fjárhæð kr. 59.352.200, sem sundurliðast eins og hér að neðan greinir:


Gjaldárið 2007:

Fjármagnstekjur:

Vanframtaldar fjármagnstekjur kr. 254.592.000
Vanframtalinn fjármagnstekjuskattur, skattprósenta 10% kr. 25.459.200


Gjaldárið 2008:

Fjármagnstekjur:

Vanframtaldar fjármagnstekjur kr. 142.610.000
Vanframtalinn fjármagnstekjuskattur, skattprósenta 10% kr. 14.261.000


Gjaldárið 2009:

Fjármagnstekjur:

Vanframtaldar fjármagnstekjur kr. 196.320.000
Vanframtalinn fjármagnstekjuskattur, skattprósenta 10% kr. 19.632.000

Samtals vanframtaldar fjármagnstekjur: kr. 593.522.000

Samtals vangreiddur fjármagnstekjuskattur: kr. 59.352.200

Framangreind brot ákærða teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.“

Upphaflegar kröfur ákærða voru þær að málinu yrði frestað uns niðurstaða lægi fyrir í máli yfirskattanefndar nr. 242/2012. Til vara var þess krafist að málinu yrði vísað frá héraðsdómi og til þrautavara var krafist sýknu og loks, kæmi til sakfellingar, að fullnustu refsingar yrði frestað.

Fljótlega eftir að dómsmeðferð málsins hófst var því frestað af ástæðum sem síðar verður gerð grein fyrir.

Nú verður rakinn framburður ákærða fyrir dómi

Ákærði kveður efnislýsingu í ákæru rétta en neitar sök. Hann staðfesti að skattframtölin sem ákært er vegna væru frá sér komin og hann hefði sjálfur gert þau. Hann kvað sér hafa átt að vera kunnugt um að tekjurnar sem vantaldar voru væru skattskyldar en hann hefði ekki gert sér grein fyrir því fyrr en eftir á að staðgreiðslu hefði ekki verið haldið eftir vegna viðskiptanna sem lýst er í ákærunni. Hann kvaðst ekki hafa talið fram á skattframtölum tekjurnar sem um ræðir í ákærunni og það hefði verið sín yfirsjón og engum öðrum um að kenna. Hann staðfesti þannig að skattframtölin sem ákært er vegna hefðu ekki gefið rétta mynd af tekjum hans og eignum á árunum 2006 til 2008, vegna gjaldaáranna 2007 til 2009. Ákærði kvaðst hafa greitt skattskuld sína að fullu með álagi af brúttófjárhæð.

Ákærði lýsti áhrifum dráttar málsins á líf sitt. Tíminn sem málið hefði tekið hefði haft slæm áhrif og hann ekki talið raunhæft að fá starf á sínu sviði meðan málinu væri ekki lokið af ástæðum sem hann rakti. Hann lýsti réttaróvissu sem uppi hefur verið á þessu sviði og áhrifum biðar eftir dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl. gegn Íslandi og síðan bið eftir dómi Hæstaréttar. Enn væri uppi óvissa og kvaðst hann vera í vafa um að jafnræðis hefði verið gætt er mál þetta er borið saman við sambærileg mál sem felld hefðu verið niður eða verið vísað frá dómi.

Niðurstaða

Sannað er með skýlausri játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi framið þá háttsemi sem í ákæru greinir.

Ákærði lét undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum tekjur af uppgjöri samtals 584 gjaldmiðlasamninga, eins og lýst er í ákærunni, en tekjur þessar voru skattskyldar samkvæmt 3. tl. c- liðar 7. gr., sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Frá því að ákærði framdi brot sín hefur löggjöf breyst með lögum nr. 142/2013, þar sem kveðið er á um það að skattleggja beri tekjur af afleiðusamningum sem söluhagnað í stað vaxtatekna og má því draga frá heildarhagnaði tap vegna sams konar eigna á sama ári áður en skattskyldur hagnaður af sölu eigna er ákveðinn, sbr. 1. mgr. 24. gr. laganna.

Ein málsástæða ákærða er sú að leggja beri lægri skattstofn til grundvallar í málinu með því að draga frá tap ákærða af sams konar viðskiptum á því tímabili sem ákæran tekur til. Því beri við þessar aðstæður (breytta löggjöf) að dæma eftir hinum breyttu lögum, þar sem refsinæmi verknaðar hafi breyst að þessu leyti og er í því sambandi vísað til meginreglu 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Hin breytta refsilöggjöf, sem vísað var til, breytir ekki nokkru um refsinæmi þess að skýra rangt eða villandi frá því sem máli skiptir við álagningu tekjuskatts. Af þessu leiðir að málið verður dæmt eftir gildandi skattalögum á þeim tíma sem ákærði aflaði teknanna og honum bar að telja fram, sbr. lokamálslið 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga.

Í úrskurði Landsréttar í máli ákærða nr. 456/2018 var niðurstaðan sú að uppfyllt væru þau skilyrði sem þyrfti og sem leiða mætti af dómi Hæstaréttar í málinu nr. 283/2016, uppkveðnum 21. september 2017, til að rekstur þessa máls bryti ekki eins og á stendur gegn 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og var lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Af þessu leiðir að frávísun málsins kemur ekki til álita af þessum sökum og þá eru engir annmarkar á málinu sem leiða eigi til frávísunar þess.

Í bókun verjanda ákærða er því haldið fram að í úrskurði Landsréttar í málinu nr. 456/2018 í máli ákærða væri villa þar sem útilokað væri að halda því fram, eins og kemur fram í úrskurði Landsréttar, að eitthvað annað hafi verið rannsakað hjá sérstökum saksóknara en það sem áður hafði verið rannsakað hjá skattrannsóknarstjóra. Taldi verjandinn að hjá skattrannsóknarstjóra og sérstökum saksóknara hefði verið um að ræða tvær heilar umferðir af nákvæmlega sömu rannsókninni. Ákærði hefði verið spurður sömu spurninga hjá sérstökum saksóknara og hjá skattrannsóknarstjóra og engin önnur álitamál rannsökuð né nokkur annar kallaður til vitnis. Telur verjandinn að með þessu hafi ekki verið uppfyllt skilyrði 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, þannig að málsmeðferðirnar teljist efnislega samþættar.

Í ofangreindum úrskurði Landsréttar, þar sem fjallað er um skilyrði fyrir efnislega samþættingu málanna segir svo í 15. gr. úrskurðarins: „Með vísan til þess sem að framan er rakið telst fullnægt skilyrðinu um nauðsynlega efnislega samþættingu mála varnaraðila hjá annars vegar skattyfirvöldum og hins vegar ákæruvaldi og dómstólum.“

Að mati dómsins verður að leggja þetta til grundvallar niðurstöðunni og verður málinu hvorki vísað frá dómi né ákærði sýknaður á grundvelli þessarar málsástæðu.

Ákærði stóð skil á röngum skattframtölum, eins og lýst er í ákærunni, af ástæðum sem raktar voru. Ákærði bar ábyrgð á að skila réttum skattframtölum, sbr. 2. mgr. 90. gr. laga nr. 90/2003. Háttsemi ákærða er virt honum sem stórkostlegt hirðuleysi, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003.

Brot ákærða varða við þau refsiákvæði sem í ákæru greinir, en brot hans telst meiri háttar í skilningi 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003.

Ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Fyrir liggur að ákærði hefur greitt skattskuld sína með álagi af brúttófjárhæð.

Ákæra í málinu var gefin út 22. janúar 2013 og málið þingfest 8. febrúar 2013. Verjandinn skilaði greinargerð 29. maí 2013 og í þinghaldi þann dag var málinu frestað uns niðurstaða yfirskattanefndar í máli ákærði lægi fyrir. Síðar var málinu ítrekað frestað þar sem ástæða þótti til að bíða dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl. gegn Íslandi og síðar var málinu frestað þar sem beðið var dóms Hæstaréttar í málinu nr. 283/2016.

Kveðinn var upp úrskurður um frávísun málsins 17. maí 2018. Hinn 4. október 2018 felldi Landsréttur frávísunarúrskurðinn úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Það er mat dómsins að í ljós hafi komið að full ástæða hafi verið til þess að fresta málinu eins og gert var vegna réttaróvissu á þessu sviði. Nægir að vísa til dómaframkvæmdar á þessu sviði þar sem málum er ýmist vísað frá eða ekki og einnig má vísa til niðurfellinga ákæruvaldsins á málum á þessu sviði auk niðurfellinga og afturköllunar ákæra eftir málshöfðun. Allt ber þetta vott um réttaróvissuna á þessu sviði. Augljósir hagsmunir ákærða voru af því að fresta málinu uns réttaróvissan skýrðist, sem það hefur gert að einhverju leyti en alls ekki til fulls. Rétt er að láta þess getið að dómari, sækjandi og verjandi, f.h. ákærða, voru sammála um að rétt væri að fresta málinu vegna réttaróvissunnar á þessu sviði. Það var samkvæmt ofanrituðu útilokað að sjá það fyrir að mál þetta skyldi hljóta efnisdóm en ekki sambærileg mál, þar sem tilviljun ein virðist ráða því hvort mál raðast þannig að þau teljist samrýmanleg í tíma eða að efni til þannig að ekki fari í bága við 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu.

Mjög langur tími er liðinn frá því ákærði framdi brot sín. Ákærði hefur verið undir ákæru í tæp 6 ár. Almennt má telja það að vera undir ákæru hafa í för með sér ýmiss konar erfiðleika fyrir einstakling, jafnt um atvinnu o.fl., uns dómur fellur. Sá tími er almennt fremur stuttur og kemur því yfirleitt ekki til skoðunar er refsing er ákvörðuð. Í máli ákærða horfir þetta öðruvísi við. Hann hefur verið undir ákæru í tæp 6 ár með afleiðingum sem hann lýsti fyrir dóminum og raktar voru að hluta að framan, m.a. að málareksturinn hefur öll árin skert atvinnumöguleika hans. Allt eru þetta afleiðingar sem eru langt umfram það sem almennt geta talist eðlilegar. Drátturinn á málinu er andstæður meginreglum sakamálalaga nr. 88/2008, um að hraða beri málsmeðferð, og áður sambærilegum meginreglum í lögum nr. 19/1992, um meðferð opinberra mála, og loks er hann andstæður 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Ákærði ber enga ábyrgð á drættinum á málinu og breytir engu í því sambandi þótt hann hafi fallist á að fresta málinu vegna réttaróvissunnar enda er drátturinn andstæður óundanþægum grundvallarmann-réttindum sem vísað var til.

Eins og mál þetta er vaxið eiga, að mati dómsins, sömu undirstöðurök við um skilorðsbundna frestun á ákvörðun refsingar, jafnt fangelsisrefsingar sem sektarrefsingar. Þau eru einkum drátturinn á málinu og það að skilorðsbundin frestun á ákvörðun refsingar sé fremur til þess fallin að milda afleiðingar þess hvernig brotið hefur verið gegn réttindum ákærða með drættinum á málinu vegna réttaróvissunnar. Að mati dómsins er ótækt, eins og á stendur, að dæma óskilorðsbundna refsingu þar sem svo langur tími er liðinn frá því brotin voru framin, en ákærði verður ekki sakaður um dráttinn og ekki er um alvarlegri brot að ræða en þau sem hér um ræðir. Er í þessu sambandi vísað til refsiramma brotanna sem ákærði er sakfelldur fyrir. Í dómaframkvæmd hefur dráttur á máli iðulega haft í för með sér skilorðsbindingu refsingar og einnig í tilvikum þegar um er að ræða brot með mun þyngri refsiramma en um ræðir í málinu. Eins og rakið var er sú óvenjulega og fordæmislausa staða uppi í máli þessu að ákærði hefur verið undir ákæru í nær 6 ár og málið hefur allan þann tíma haft mikil áhrif á líf hans.

Að öllu ofanrituðu virtu, og sérstaklega með vísan til hins gríðarlega langa tíma sem ákærði hefur verið undir ákæru, þykir rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða skilorðsbundið eins og nánar greinir í dómsorði og á það bæði við um fangelsisrefsingu og sektarrefsingu sem ákærða bæri að gera yrði refsing ákvörðuð. Það er mat dómsins að hvorki almenn né sérstök varnaðaráhrif skerðist við þetta. Við ákvörðun skilorðstíma er tekið mið af drættinum sem orðinn er á málinu.

Ákærði greiði 1.538.840 króna málsvarnarlaun Gests Jónssonar lögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn.

Dómsorð:

Frestað er ákvörðun refsingar ákærða A skilorðsbundið í eitt ár frá birtingu dómsins að telja og falli refsing hans niður að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

Ákærði greiði 1.538.840 króna málsvarnarlaun Gests Jónssonar lögmanns.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum