2009

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 331/2009

30.12.2009

Skattaðili: X ehf.

 Verknaðarlýsing: A, sem fyrrum framkvæmdastjóra, stjórnarmanni og prókúruhafa X ehf., var gefið að sök að hafa vanrækt að tilkynna skattstjóranum í Suðurlandsumdæmi um breytingu á forsendu á frádrætti á innskatti og uppfylla þar með leiðréttingarskyldu vegna frádráttar á innskatti vegna sölu á hluta í fasteign sem X ehf. leigði út með frjálsri skráningu. Óleiðréttur innskattur framreiknaður til uppgjörstímabilsins janúar – febrúar rekstrarárið 2003 nam kr. 13.098.705.

 Niðurstaða: Háttsemin þótti sönnuð. Yfirskattanefnd taldi brotið varða eitt einstakt atvik og felast frekar í stórkostlegu gáleysi en ásetningi. Tekið var tillit til þess að dráttur varð á meðferð málsins án þess að gjaldanda yrði um kennt.

Brotin varða við: 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum.

Úrskurðuð sekt: A gert að greiða sekt að fjárhæð kr. 9.500.000 til ríkissjóðs.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum