Stefna um þróun og notkun gervigreindar hjá Skattinum

1. Inngangur

1.1. Um skjalið

Í þessu skjali er stefnu Skattsins um þróun og notkun gervigreindar lýst. Skilgreiningin á hugtakinu gervigreind í þessari stefnu er útskýrð nánar í lið 1.3 hér fyrir neðan.

Markmið Skattsins er að nýta að fullu möguleika stafvæðingar. Aukin notkun gagna veitir okkur innsýn til að taka betri ákvarðanir um meðferð mála og önnur verkefni. Í stefnu Skattsins kemur m.a. fram að Skatturinn skuli sinna hlutverki sínu með tæknilegri framþróun og nýsköpun, bæði með innleiðingu stafrænnar þjónustu við viðskiptavini og í innra starfi stofnunarinnar. Enn fremur skal gagnadrifin ákvörðunartaka vera meginstefið í öllu starfi Skattsins.[1]

Gervigreind er svið innan upplýsingatækninnar sem er í hraðri þróun. Gervigreind getur haft í för með sér margvíslegan efnahagslegan ávinning til samfélagsins en getur um leið aukið hættuna á mismunun og misbeitingu. Því er afar mikilvægt fyrir Skattinn að tryggja að gervigreind sé ávallt beitt á löglegan, réttlátan og ábyrgan hátt.

Þessi stefna skilgreinir fimm grundvallarreglur fyrir þróun og notkun gervigreindar hjá Skattinum. Reglurnar skulu vera leiðbeinandi í öllum aðstæðum þegar Skatturinn tekur gervigreind í notkun og þeim er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir það sem síðar verður heildstæður rammi utan um gervigreind hjá Skattinum. Þessar fimm grundvallarreglur eru:

  • Ábyrgð
  • Gagnsæi
  • Réttlæti
  • Tæknilegar öryggisráðstafanir
  • Gagnastjórnun og persónuvernd

1.2. Lagaumhverfi

1.3. Lykilhugtök

2. Grundvallarreglur um þróun og notkun gervigreindar hjá Skattinum

2.1. Ábyrgð

2.2. Gagnsæi

2.3. Réttlæti

2.4. Tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir

2.5. Gagnastjórnun og persónuvernd

3. Beiting grundvallarreglna

Notkun á gervigreind hjá Skattinum má flokka á mismunandi vegu. Við beitingu grundvallarreglna stefnunnar er mikilvægt að líta á hvernig bein notkun gervigreindarinnar snertir hina skráðu og einnig á hvaða hátt verkefnið getur verið viðfang sjálfvirknivæðingar. Í stuttu máli má skipta notkun sjálfvirknivæðingar í 5 verkefnasvið:

  1. Þekking og innsýn: Stuðningur við að yfirfara upplýsingar, rannsaka og læra
  2. Innri ferli: Stuðningur við ákvarðanir fyrir stjórnun og stjórnsýslu
  3. Val og meðferðarferli: Val og stuðningur fyrir málsmeðferð og stjórnun
  4. Sérsniðnar leiðbeiningar: Stuðningur fyrir notendaleiðbeiningar og meðmæli
  5. Stafrænt samræðuform: Þjónusta, hnipp (ýtingar) og ráð, lagað að hverjum og einum

Áhætta

Meta verður gervigreindartækni og þróun hennar samkvæmt því hver ásættanleg áhætta er á mismunandi sviðum Skattsins. Skatturinn styðst við þá flokkun áhættu sem kemur fram í reglugerð ESB um gervigreind:

  • Óásættanleg áhætta
  • Mikil áhætta
  • Takmörkuð áhætta
  • Lítil/engin áhætta

Þá geta aðrir þættir skipt máli við áhættumat, svo sem:

  • notkun gervigreindar getur haft áhrif á skattgreiðendur/notendur efnislega eða fjárhagslega
  • notkun gervigreindar getur snert á viðkvæmum málum eða réttindum hjá skattgreiðendum/notendum
  • notkun gervigreindar felur í sér ákvarðanatöku eða stuðning við ákvarðanir
  • notkun gervigreindar snertir stórt eða minna umfang skattgreiðenda/notenda.

4. Endurskoðun

Stefna þessi er endurskoðuð árlega af persónuverndarfulltrúa og gagnavísindadeild Skattsins.



[1] Stefnan okkar: https://www.skatturinn.is/um-rsk/embaettid/stefnan-okkar/

[2] Sjá skilgreiningu í 1. tl. 3. gr. reglugerðar ESB um gervigreind:

„'AI system' means a machine-based system that is designed to operate with varying levels of autonomy and that may exhibit adaptiveness after deployment, and that, for explicit or implicit objectives, infers, from the input it receives, how to generate outputs such as predictions, content, recommendations, or decisions, that can influence physical or virtual environments.“ Oft er talað um þessi líkön sem „foundation models“

[3] Mannlegu eftirliti og stjórnun („human oversight“) er hægt að ná fram með stjórnunarkerfum sem byggjast t.d. á „human-in-the-loop“ (HITL), „human-on-the-loop“ (HOTL) eða „human-in-command“ (HIC). Sjá einnig 14. gr. reglugerðar ESB um gervigreind þar sem einnig er fjallað um kröfur um „human oversight“ fyrir gervigreindarkerfi með mikilli áhættu. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum